VR eða VG? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 5. mars 2023 16:01 Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars. Sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna get ég fullyrt að fáir eða engir hafa barist jafn vel fyrir réttindum venjulegra launþega á húsnæðismarkaði og Ragnar Þór Ingólfsson. Einnig má nefna þá skelfingu eftir hrunið, þegar flokkshollir verkalýðsforingjar fórnuðu heimilunum á altari flokkshollustu sinnar og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms afhenti bönkunum heimilin á silfurfati. Það olli hræðilegum skaða og er beinlínis hættulegt að bjóða upp á sú saga geti endurtekið sig. Enn hefur ekki verið undið ofan af þeim hörmungum öllum og gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjóðina að verkalýðshreyfingin sé sá skjöldur fyrir fólkið sem hún á að vera, ekki síst þegar jafn miklar blikur eru á lofti og nú. Það gerist ekki þegar hollusta þeirra sveiflast á milli fólksins sem það á að vinna fyrir og ríkisstjórnar sem vinnur gegn því. Það dylst engum þvílíku grettistaki Ragnar Þór hefur lyft og hvernig hann, ásamt nokkrum öðrum, hefur breytt verkalýðshreyfingunni úr því að vera „þæg og meðfærileg“ í afl sem ekki er hægt að hunsa. Það sem ég þó veit Á undanförnum árum hef ég verið í töluverðum samskiptum við Ragnar Þór Ingólfsson. Eitt af því sem við ræðum mikið er staða húsnæðismála. Ég hef þannig fylgst með frá hliðarlínunum hvernig hann vann að stofnun Bjargs, ásamt stjórn VR, og hvernig það gekk allt vel í góðu samstarfi hlutaðeigandi aðila. En síðan hófst vinnan við Blæ. Nú er það ekki þannig að Ragnar hafi rætt eitt eða neitt í smáatriðum, en ég varð vör við sífellt meiri vonbrigði hjá honum vegna þess að hann komst ekkert áfram með þetta innan ASÍ. Fyrst sagðist hann ekki skilja hvað væri að tefja málin en þegar leið á sannfærðist hann um að þáverandi forseti ASÍ væri leynt og ljóst að vinna gegn Blæ leigufélagi. Hann, ásamt sínu fólki, var búin að útvega lóðir og fjármagn, en allt sat fast inn í ASÍ. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt skiptið sem ég hringdi því þá var hann nýkomin af átakafundi vegna Blæs og var ekki enn búin að jafna sig þegar ég náði í hann. Hann var algjörlega miður sín yfir átökunum og þeim tíma sem var að tapast fyrir þá sem á þurftu að halda. Ég fann þá hversu hart hann hafði þurft að berjast og hversu mikið hann tók það inn á sig að geta ekki hnikað málum áfram. Auðvitað er ljóst að ég sat ekki þessa fundi og veit ekki allt sem þar fór fram, en þrátt fyrir það eru nokkrir hlutir sem ég veit. Sumt af því er opinber vitneskja en annað byggir á nokkurra ára kynnum mínum af Ragnari Þór, samstarfi mínu við hann og hugsjóninni sem við bæði deilum, en þar eru húsnæðismál í víðum skilningi efst á baugi. #1: Ragnar Þór er hugsjónamaður sem engin getur keypt eða leitt af leið #2: Ragnar Þór er skipulagður og hefur yfirburðaþekkingu í t.d. þessum málaflokki. Það kemur ekki til greina að hann sé ekki með tilbúin “gögn” fyrir ASÍ eða hafi verið á einhvern hátt „óskýr“ í sínum málflutningi. #3: Um leið og Stjórn VR fór að íhuga stöðu sína innan ASÍ vegna málsins fór Blær loksins á flug og er að hefja fyrstu framkvæmdir. Skoðum hvar þræðirnir liggja Fram að því að Ragnar Þór varð formaður VR hafði pólitíkin haft mikil ítök innan verkalýðshreyfingarinnar. Ein af fáum undantekningum frá því var Vilhjálmur Birgisson, enda var hann sá eini sem eitthvað heyrðist í af viti. Það var mikil blóðtaka fyrir pólitíkina að missa VR úr höndum sínum og við skulum ekki ímynda okkur að hún sé ekki að reyna að ná áhrifum sínum á ný, því sjálfstæðir verkalýðsleiðtogar með sannfæringu sem ekkert fær haggað, eru erfiðir fyrir pólitík og atvinnurekendur en góðir fyrir launafólk. Mótframbjóðandi Ragnars Þórs, Elva Hrönn, vildi ekki gefa upp hvaðan hún hefði upplýsingar sínar, um að Ragnar Þór hefði ekki lagt fram viðeigandi gögn, en án þess að þekkja meira til en opinberar upplýsingar gefa til kynna, blasir við að þrír stórir leikendur tengjast í gegnum VG: Drífa Snædal fv. forseti ASÍ var framkvæmdastjóri VG frá 2006 – 2010. Halla Gunnarsdóttir, sem er í framboði til stjórnar VR, var aðstoðarmaður ráðherra VG 2009 – 2013 (á meðan heimilunum var fórnað), ráðgjafi Katrínar Jakobsdóttur 2018 – 2020 þegar hún var svo ráðin af Drífu Snædal, án auglýsingar, sem framkvæmdarstjóri ASÍ, og kom þangað beint úr forsætisráðuneytinu. Um Elvu Hrönn segir í grein á Vísi þegar hún sóttist eftir 2. sæti í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum: „Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins.“ Elva sagði sig úr stjórn VG daginn sem hún tilkynnti formannsframboð í VR. Í þessari sömu grein segir hún enn fremur: „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar.“ Eins og fyrr segir sat Elva Hrönn í stjórn VG fram til 3. febrúar, sama dag og hún tilkynnti framboð sitt til formanns VR. Í meðfylgjandi skjáskoti úr fréttabréfi VG, má sjá að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Elvu persónulega fyrir samstarfið. Já þeir liggja víða þræðirnir ef að er gáð. Ferill VG í húsnæðismálum er blóði drifinn, svo ekki sé tekið sterkar til orða og við vitum öll hvernig „félagslegt réttlæti“ VG er í raun. Hrikaleg staða í heilbrigðiskerfinu og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það yrði stórslys ef Elva Hrönn og Halla Gunnarsdóttir, kæmust til áhrifa innan VR því eftir sögunni að dæma er óhætt að fullyrða að ekkert gott muni koma frá aukinni aðkomu þeirra að húsnæðismálum eða verkalýðsbaráttu. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars. Sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna get ég fullyrt að fáir eða engir hafa barist jafn vel fyrir réttindum venjulegra launþega á húsnæðismarkaði og Ragnar Þór Ingólfsson. Einnig má nefna þá skelfingu eftir hrunið, þegar flokkshollir verkalýðsforingjar fórnuðu heimilunum á altari flokkshollustu sinnar og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms afhenti bönkunum heimilin á silfurfati. Það olli hræðilegum skaða og er beinlínis hættulegt að bjóða upp á sú saga geti endurtekið sig. Enn hefur ekki verið undið ofan af þeim hörmungum öllum og gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjóðina að verkalýðshreyfingin sé sá skjöldur fyrir fólkið sem hún á að vera, ekki síst þegar jafn miklar blikur eru á lofti og nú. Það gerist ekki þegar hollusta þeirra sveiflast á milli fólksins sem það á að vinna fyrir og ríkisstjórnar sem vinnur gegn því. Það dylst engum þvílíku grettistaki Ragnar Þór hefur lyft og hvernig hann, ásamt nokkrum öðrum, hefur breytt verkalýðshreyfingunni úr því að vera „þæg og meðfærileg“ í afl sem ekki er hægt að hunsa. Það sem ég þó veit Á undanförnum árum hef ég verið í töluverðum samskiptum við Ragnar Þór Ingólfsson. Eitt af því sem við ræðum mikið er staða húsnæðismála. Ég hef þannig fylgst með frá hliðarlínunum hvernig hann vann að stofnun Bjargs, ásamt stjórn VR, og hvernig það gekk allt vel í góðu samstarfi hlutaðeigandi aðila. En síðan hófst vinnan við Blæ. Nú er það ekki þannig að Ragnar hafi rætt eitt eða neitt í smáatriðum, en ég varð vör við sífellt meiri vonbrigði hjá honum vegna þess að hann komst ekkert áfram með þetta innan ASÍ. Fyrst sagðist hann ekki skilja hvað væri að tefja málin en þegar leið á sannfærðist hann um að þáverandi forseti ASÍ væri leynt og ljóst að vinna gegn Blæ leigufélagi. Hann, ásamt sínu fólki, var búin að útvega lóðir og fjármagn, en allt sat fast inn í ASÍ. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt skiptið sem ég hringdi því þá var hann nýkomin af átakafundi vegna Blæs og var ekki enn búin að jafna sig þegar ég náði í hann. Hann var algjörlega miður sín yfir átökunum og þeim tíma sem var að tapast fyrir þá sem á þurftu að halda. Ég fann þá hversu hart hann hafði þurft að berjast og hversu mikið hann tók það inn á sig að geta ekki hnikað málum áfram. Auðvitað er ljóst að ég sat ekki þessa fundi og veit ekki allt sem þar fór fram, en þrátt fyrir það eru nokkrir hlutir sem ég veit. Sumt af því er opinber vitneskja en annað byggir á nokkurra ára kynnum mínum af Ragnari Þór, samstarfi mínu við hann og hugsjóninni sem við bæði deilum, en þar eru húsnæðismál í víðum skilningi efst á baugi. #1: Ragnar Þór er hugsjónamaður sem engin getur keypt eða leitt af leið #2: Ragnar Þór er skipulagður og hefur yfirburðaþekkingu í t.d. þessum málaflokki. Það kemur ekki til greina að hann sé ekki með tilbúin “gögn” fyrir ASÍ eða hafi verið á einhvern hátt „óskýr“ í sínum málflutningi. #3: Um leið og Stjórn VR fór að íhuga stöðu sína innan ASÍ vegna málsins fór Blær loksins á flug og er að hefja fyrstu framkvæmdir. Skoðum hvar þræðirnir liggja Fram að því að Ragnar Þór varð formaður VR hafði pólitíkin haft mikil ítök innan verkalýðshreyfingarinnar. Ein af fáum undantekningum frá því var Vilhjálmur Birgisson, enda var hann sá eini sem eitthvað heyrðist í af viti. Það var mikil blóðtaka fyrir pólitíkina að missa VR úr höndum sínum og við skulum ekki ímynda okkur að hún sé ekki að reyna að ná áhrifum sínum á ný, því sjálfstæðir verkalýðsleiðtogar með sannfæringu sem ekkert fær haggað, eru erfiðir fyrir pólitík og atvinnurekendur en góðir fyrir launafólk. Mótframbjóðandi Ragnars Þórs, Elva Hrönn, vildi ekki gefa upp hvaðan hún hefði upplýsingar sínar, um að Ragnar Þór hefði ekki lagt fram viðeigandi gögn, en án þess að þekkja meira til en opinberar upplýsingar gefa til kynna, blasir við að þrír stórir leikendur tengjast í gegnum VG: Drífa Snædal fv. forseti ASÍ var framkvæmdastjóri VG frá 2006 – 2010. Halla Gunnarsdóttir, sem er í framboði til stjórnar VR, var aðstoðarmaður ráðherra VG 2009 – 2013 (á meðan heimilunum var fórnað), ráðgjafi Katrínar Jakobsdóttur 2018 – 2020 þegar hún var svo ráðin af Drífu Snædal, án auglýsingar, sem framkvæmdarstjóri ASÍ, og kom þangað beint úr forsætisráðuneytinu. Um Elvu Hrönn segir í grein á Vísi þegar hún sóttist eftir 2. sæti í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum: „Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins.“ Elva sagði sig úr stjórn VG daginn sem hún tilkynnti formannsframboð í VR. Í þessari sömu grein segir hún enn fremur: „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar.“ Eins og fyrr segir sat Elva Hrönn í stjórn VG fram til 3. febrúar, sama dag og hún tilkynnti framboð sitt til formanns VR. Í meðfylgjandi skjáskoti úr fréttabréfi VG, má sjá að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Elvu persónulega fyrir samstarfið. Já þeir liggja víða þræðirnir ef að er gáð. Ferill VG í húsnæðismálum er blóði drifinn, svo ekki sé tekið sterkar til orða og við vitum öll hvernig „félagslegt réttlæti“ VG er í raun. Hrikaleg staða í heilbrigðiskerfinu og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það yrði stórslys ef Elva Hrönn og Halla Gunnarsdóttir, kæmust til áhrifa innan VR því eftir sögunni að dæma er óhætt að fullyrða að ekkert gott muni koma frá aukinni aðkomu þeirra að húsnæðismálum eða verkalýðsbaráttu. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun