Talið að Bayern vilji tvíeyki frá Chelsea og bakvörð Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 19:16 Kærustuparið Magda Eriksson og Pernille Harder gætu verið á leið til Þýskalands. Naomi Baker/Getty Images Bayern München virðist ætla að styrkja sig talsvert í sumar. Talið er að félagið sé á höttunum á eftir Pernille Harder og Mögdu Eriksson hjá Chelsea. Ona Battle, bakvörður Manchester United, er einnig á óskalistanum. Þessi vistaskipti munu án efa vekja athygli þar sem hin þrítuga Harder fór frá Wolfsburg til Chelsea fyrir metfé árið 2020. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sá samningur rennur út í sumar. Harder, sem er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sem Danmörk hefur alið, er í sambandi með Mögdu Eriksson, sænskri landsliðskonu. Sú er einnig samningslaus í sumar og virðist Bayern vilja fá þær báðar í sínar raðir. Saman hafa þær unnið fjölda titla með Chelsea og gæti farið svo að þær sameini krafta sína í Þýskalandi á næstu leiktíð. According to reports from Germany newspaper WAZ and AZ, Bayern is interested in signing top stars Pernille Harder and Magdalena Eriksson. Will Pernille move to her ex-club's biggest rival?#PernilleHarder #MagdalenaEriksson #FcBayern #Bundesliga #RumourMill pic.twitter.com/u0hsepR6cL— Soccerdonna (@soccerdonna) March 7, 2023 Þó Bayern sé á höttunum á eftir öflugum leikmönnum þá virðist félagið ekki vilja eyða of miklu í leikmenn í sumar. Ásamt Chelsea-tvíeykinu er hin 23 ára gamla Ona Batlle, hægri bakvörður Man United, einnig orðuð við Bayern. Sú hefur ekki skrifað undir nýjan samning í Manchester-borg þó svo að Man Utd sé í bullandi titilbaráttu. Talið er að hún vilji vita hvort Man Utd verði í Meistaradeild Evrópu á næstu Evrópu þegar hún skrifar undir nýjan samning. Congrats to @OnaBatlle on your 50th #WSL appearance on Sunday! #MUWomen pic.twitter.com/HvIiyFa1hU— Manchester United Women (@ManUtdWomen) February 13, 2023 Sem stendur eru þrjár íslenskar landsliðskonur á mála hjá Bayern. Koma þessara þriggja mun ekki hafa mikil áhrif á stöðu markvarðarins Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Eriksson spila hins vegar sömu stöðu á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Harder spila báðar framarlega á vellinum. Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Arsenal og í undanúrslit þýska bikarsins. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Þessi vistaskipti munu án efa vekja athygli þar sem hin þrítuga Harder fór frá Wolfsburg til Chelsea fyrir metfé árið 2020. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sá samningur rennur út í sumar. Harder, sem er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sem Danmörk hefur alið, er í sambandi með Mögdu Eriksson, sænskri landsliðskonu. Sú er einnig samningslaus í sumar og virðist Bayern vilja fá þær báðar í sínar raðir. Saman hafa þær unnið fjölda titla með Chelsea og gæti farið svo að þær sameini krafta sína í Þýskalandi á næstu leiktíð. According to reports from Germany newspaper WAZ and AZ, Bayern is interested in signing top stars Pernille Harder and Magdalena Eriksson. Will Pernille move to her ex-club's biggest rival?#PernilleHarder #MagdalenaEriksson #FcBayern #Bundesliga #RumourMill pic.twitter.com/u0hsepR6cL— Soccerdonna (@soccerdonna) March 7, 2023 Þó Bayern sé á höttunum á eftir öflugum leikmönnum þá virðist félagið ekki vilja eyða of miklu í leikmenn í sumar. Ásamt Chelsea-tvíeykinu er hin 23 ára gamla Ona Batlle, hægri bakvörður Man United, einnig orðuð við Bayern. Sú hefur ekki skrifað undir nýjan samning í Manchester-borg þó svo að Man Utd sé í bullandi titilbaráttu. Talið er að hún vilji vita hvort Man Utd verði í Meistaradeild Evrópu á næstu Evrópu þegar hún skrifar undir nýjan samning. Congrats to @OnaBatlle on your 50th #WSL appearance on Sunday! #MUWomen pic.twitter.com/HvIiyFa1hU— Manchester United Women (@ManUtdWomen) February 13, 2023 Sem stendur eru þrjár íslenskar landsliðskonur á mála hjá Bayern. Koma þessara þriggja mun ekki hafa mikil áhrif á stöðu markvarðarins Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Eriksson spila hins vegar sömu stöðu á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Harder spila báðar framarlega á vellinum. Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Arsenal og í undanúrslit þýska bikarsins.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira