Hjálpum þeim. Já, en hvernig? Ólafur Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 08:31 Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar, snertir taug í brjósti sérhvers manns. Spurt var: Á ég að gæta bróður míns? Við velkjumst ekki í vafa um svarið: Já, við viljum gæta bræðra okkar og systra. Við viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og neyð. Við viljum geta borið höfuðið hátt fyrir að hafa ekki brugðist þeim sem þurfa hjálp. Hvernig getum við best lagt fólki í nauðum lið? Við fylgjum stefnu opinna landamæra, sem í eðli sínu er öfgastefna. Hún er ekki kominn til vegna umræðu reistri á gögnum og með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða. Ákafafólk vill hafa þetta svona og aðrir hafa látið skeika að sköpuðu, kannski af ótta við brennimerkingu fyrir meinta mannvonsku. Stefnunni hefir verið hafnað af nágrannaþjóðum og er lýst sem mistökum. Ný stefna án öfga en með árangri Fyrsta atriðið er að hverfa frá gildandi stefnu opinna landamæra og taka upp aðra háttu undir formerkjum öruggra landamæra. Opin landamæri samrýmast hvorki sjálfstæðu þjóðríki né fullveldi landsins. Fjöldi innflytjenda er ósjálfbær á alla tölulega mælikvarða. Kunnugir segja húsnæði á þrotum og virðist sem steininn hafi tekið úr þegar Festi í Grindavík var tekin traustataki í þessu skyni. Annað meginatriði er að takmarkað fé nýtist sem best og gagnist sem flestum. Við viljum ekki sóa fé í að halda uppi fólki í einu dýrasta landi í heimi þegar við getum hjálpað margfalt fleira fólki á heimaslóð eða fólki sem býr við ill kjör í flóttamannabúðum. Við viljum nýta farveg alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við getum þannig bólusett tugþúsundir barna í Afríku, grafið brunna til að tryggja fólki hreint vatn og áveitur til að efla matvælaframleiðslu. Við getum opnað skóla fyrir börnin og stutt við heilbrigðiskerfi. Við getum kennt hagkvæmar aðferðir við fiskveiðar og fiskvinnslu og orkuöflun. Við getum hjálpað þeim sem höllustum fæti standa. Við getum verið stolt af framlagi okkar. Ísland má ekki vera söluvara fyrir glæpalýð Danskir jafnaðarmenn og fleiri aðilar hafa bent á að stór hluti fólksflutninga er í höndum ófyrirleitins glæpahyskis. Slíkir aðilar selja ferðir til landa eins og Danmerkur og Íslands. Við megum ekki skapa viðskiptatækifæri fyrir glæpalýð sem hefur fé af fólki með því að selja þeim ferðir yfir Miðjarðarhafið í manndrápsfleytum. Danski forsætisráðherrann segir Miðjarðarhafið kirkjugarð fyrir þúsundir fólks, karla, kvenna og barna. Við getum ekki staðið fyrir stefnu sem hefur slíka annmarka þótt við höfum að kröfu hins svokallaða góða fólks látið þetta yfir okkur ganga of lengi. Við megum ekki ýta undir mansal og kynferðisglæpi Nágrannaþjóðir hafna stuðningi við glæpalýð sem selja ferðir til landa þeirra. Við hljótum að fylgja fordæmi þeirra. Ekkert sem við gerum má stuðla að mansali og kynferðisglæpum gagnvart konum og börnum eins og ríkislögreglustjóri hefur ítrekað varað við. Með því að fylgja stefnu mistakanna að kröfu handhafa góðmennsku og mannúðar höfum við ekki verið nægilega varkár í þessu efni. Okkur ber að taka fyrir þetta rétt eins og nágrannaþjóðir sætta sig ekki lengur við óbreytta stefnu sem hefur aðra eins fylgikvilla og við höfum verið vöruð við. Öfgasjónarmið borin fram í nafni mannréttinda Píratar og a.m.k. ákveðnir þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa tekið málaflokkinn í gíslingu með því að krefjast opinna landamæra með tilheyrandi viðskiptatækifærum fyrir glæpalýð, mansal og svívirðingu á konum og börnum. Málþóf pírata með kröfu um opin landamæri með stuðningi fylgitungla var réttlætt með því að talað væri í þágu mannréttinda. Umræðan tók í engu mið af ábendingum ríkislögreglustjóra eða kúvendingu í stefnu nágrannaþjóða. Þeim sem amla á móti öfgastefnu opinna landamæra er hótað brennimarkinu stóra, rasistastimplinum í boði handhafa mannúðar og góðmennsku og pópúlistastimplinum í boði hins samfylkingarsinnaða háskólasamfélags. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur. Hættum öfgafúski og leggjum myndarlega af mörkum Leyfum hinu svokallaða góða fólki, þið vitið fólkinu með siðferðislegu yfirburðina, einkaeign á mannúð og góðmennsku og rasistabrennimarkið á lofti, að þjóna lund sinni. Við hin skulum einbeita okkur að því að Íslendingar rétti fram hjálparhönd til bágstadds fólks þannig að við náum sem best til sem flestra um leið og við tryggjum örugg landamæri hér á landi. Við getum ekki staðið undir innflutningi úr samhengi við smæð þjóðarinnar en getum engu að síður lagt af mörkum með myndarlegum hætti og borið höfuðið hátt. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar, snertir taug í brjósti sérhvers manns. Spurt var: Á ég að gæta bróður míns? Við velkjumst ekki í vafa um svarið: Já, við viljum gæta bræðra okkar og systra. Við viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og neyð. Við viljum geta borið höfuðið hátt fyrir að hafa ekki brugðist þeim sem þurfa hjálp. Hvernig getum við best lagt fólki í nauðum lið? Við fylgjum stefnu opinna landamæra, sem í eðli sínu er öfgastefna. Hún er ekki kominn til vegna umræðu reistri á gögnum og með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða. Ákafafólk vill hafa þetta svona og aðrir hafa látið skeika að sköpuðu, kannski af ótta við brennimerkingu fyrir meinta mannvonsku. Stefnunni hefir verið hafnað af nágrannaþjóðum og er lýst sem mistökum. Ný stefna án öfga en með árangri Fyrsta atriðið er að hverfa frá gildandi stefnu opinna landamæra og taka upp aðra háttu undir formerkjum öruggra landamæra. Opin landamæri samrýmast hvorki sjálfstæðu þjóðríki né fullveldi landsins. Fjöldi innflytjenda er ósjálfbær á alla tölulega mælikvarða. Kunnugir segja húsnæði á þrotum og virðist sem steininn hafi tekið úr þegar Festi í Grindavík var tekin traustataki í þessu skyni. Annað meginatriði er að takmarkað fé nýtist sem best og gagnist sem flestum. Við viljum ekki sóa fé í að halda uppi fólki í einu dýrasta landi í heimi þegar við getum hjálpað margfalt fleira fólki á heimaslóð eða fólki sem býr við ill kjör í flóttamannabúðum. Við viljum nýta farveg alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við getum þannig bólusett tugþúsundir barna í Afríku, grafið brunna til að tryggja fólki hreint vatn og áveitur til að efla matvælaframleiðslu. Við getum opnað skóla fyrir börnin og stutt við heilbrigðiskerfi. Við getum kennt hagkvæmar aðferðir við fiskveiðar og fiskvinnslu og orkuöflun. Við getum hjálpað þeim sem höllustum fæti standa. Við getum verið stolt af framlagi okkar. Ísland má ekki vera söluvara fyrir glæpalýð Danskir jafnaðarmenn og fleiri aðilar hafa bent á að stór hluti fólksflutninga er í höndum ófyrirleitins glæpahyskis. Slíkir aðilar selja ferðir til landa eins og Danmerkur og Íslands. Við megum ekki skapa viðskiptatækifæri fyrir glæpalýð sem hefur fé af fólki með því að selja þeim ferðir yfir Miðjarðarhafið í manndrápsfleytum. Danski forsætisráðherrann segir Miðjarðarhafið kirkjugarð fyrir þúsundir fólks, karla, kvenna og barna. Við getum ekki staðið fyrir stefnu sem hefur slíka annmarka þótt við höfum að kröfu hins svokallaða góða fólks látið þetta yfir okkur ganga of lengi. Við megum ekki ýta undir mansal og kynferðisglæpi Nágrannaþjóðir hafna stuðningi við glæpalýð sem selja ferðir til landa þeirra. Við hljótum að fylgja fordæmi þeirra. Ekkert sem við gerum má stuðla að mansali og kynferðisglæpum gagnvart konum og börnum eins og ríkislögreglustjóri hefur ítrekað varað við. Með því að fylgja stefnu mistakanna að kröfu handhafa góðmennsku og mannúðar höfum við ekki verið nægilega varkár í þessu efni. Okkur ber að taka fyrir þetta rétt eins og nágrannaþjóðir sætta sig ekki lengur við óbreytta stefnu sem hefur aðra eins fylgikvilla og við höfum verið vöruð við. Öfgasjónarmið borin fram í nafni mannréttinda Píratar og a.m.k. ákveðnir þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa tekið málaflokkinn í gíslingu með því að krefjast opinna landamæra með tilheyrandi viðskiptatækifærum fyrir glæpalýð, mansal og svívirðingu á konum og börnum. Málþóf pírata með kröfu um opin landamæri með stuðningi fylgitungla var réttlætt með því að talað væri í þágu mannréttinda. Umræðan tók í engu mið af ábendingum ríkislögreglustjóra eða kúvendingu í stefnu nágrannaþjóða. Þeim sem amla á móti öfgastefnu opinna landamæra er hótað brennimarkinu stóra, rasistastimplinum í boði handhafa mannúðar og góðmennsku og pópúlistastimplinum í boði hins samfylkingarsinnaða háskólasamfélags. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur. Hættum öfgafúski og leggjum myndarlega af mörkum Leyfum hinu svokallaða góða fólki, þið vitið fólkinu með siðferðislegu yfirburðina, einkaeign á mannúð og góðmennsku og rasistabrennimarkið á lofti, að þjóna lund sinni. Við hin skulum einbeita okkur að því að Íslendingar rétti fram hjálparhönd til bágstadds fólks þannig að við náum sem best til sem flestra um leið og við tryggjum örugg landamæri hér á landi. Við getum ekki staðið undir innflutningi úr samhengi við smæð þjóðarinnar en getum engu að síður lagt af mörkum með myndarlegum hætti og borið höfuðið hátt. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun