Hvað má bylting á sviði læknavísinda kosta? Jakob Falur Garðarsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Við spurningunni um hvers virði er góð heilsa kynnu margir að segja að hún sé ómetanleg. Þegar fram eru komin lyf sem læknað geta áður ólæknanlega sjúkdóma, jafnvel erfðatengda og meðfædda sem annars hefðu háð einstaklingnum alla ævi og hamlað hefðbundinni þátttöku í samfélaginu, kann að þurfa að hnika svarinu í átt að krónu og aurum. Þar er í komið inn á svið siðferði og í sumum tilvikum allt að því harðneskjulegu mati á kostnaði heilbrigðiskerfa og samfélagslegrar virðisrýrnunar við umönnun einstaklings í einhverja áratugi, á móti upphafskostnaði við læknismeðferð. Þau eru ekki öfundsverð sem þurfa að stunda slíkan útreikning. Spurningin er þá orðin: Hvers virði er heilbrigt líf? Vel þekkt er hversu flókin, tímafrek og kostnaðarsöm þróun nýrra lyfja er. Sá kostnaður verður umtalsvert hærri þegar um er að ræða lyf sem ekki eru ætluð til meðferðar stórra sjúklingahópa, heldur eru jafnvel sniðin að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig, líkt og tilfellið er með svokallaða gena- og frumumeðferð, eða ATMP, sem stendur fyrir Advanced Therapy Medicinal Products. ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum. Eðli málsins samkvæmt er kostnaður við þessi nýju meðferðarúrræði mishár, en hann getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Þá eru sjúkdómarnir sem fengist er við misjafnir og fólki mishamlandi. Frumtök, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali bjóða til ráðstefnu um málefnið næsta mánudag. Sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, koma þá saman og fjalla um meðferðarúrræði og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Ekki verður undan því vikist að ræða þar líka siðferðileg álitamál í tengslum við kostnaðinn við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og taka fulltrúar stjórnmálanna til viðbótar við fyrirlesara þátt í umræðum í lok dagskrár. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sífelld áskorun og sú tilhugsun er erfið að vegna kostnaðar gæti þurft að neita fólki um lækningu sem fram er komin á hamlandi sjúkdómum. En komi til þess verður það vonandi bara um skamman tíma. Í gegnum tíðina höfum við jú almennt séð þá þróun að ný og dýr meðferðarúrræði koma til sögunnar, sem hafa svo lækkað í verði eftir því sem tækni þróast og skilningur á notkun þeirra eykst. Sjálfsagt sjáum við sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en þó er hér vissulega um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, þar sem fyrirlesarar varpa ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar, er að finna á heimasíðu Frumtaka. Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við spurningunni um hvers virði er góð heilsa kynnu margir að segja að hún sé ómetanleg. Þegar fram eru komin lyf sem læknað geta áður ólæknanlega sjúkdóma, jafnvel erfðatengda og meðfædda sem annars hefðu háð einstaklingnum alla ævi og hamlað hefðbundinni þátttöku í samfélaginu, kann að þurfa að hnika svarinu í átt að krónu og aurum. Þar er í komið inn á svið siðferði og í sumum tilvikum allt að því harðneskjulegu mati á kostnaði heilbrigðiskerfa og samfélagslegrar virðisrýrnunar við umönnun einstaklings í einhverja áratugi, á móti upphafskostnaði við læknismeðferð. Þau eru ekki öfundsverð sem þurfa að stunda slíkan útreikning. Spurningin er þá orðin: Hvers virði er heilbrigt líf? Vel þekkt er hversu flókin, tímafrek og kostnaðarsöm þróun nýrra lyfja er. Sá kostnaður verður umtalsvert hærri þegar um er að ræða lyf sem ekki eru ætluð til meðferðar stórra sjúklingahópa, heldur eru jafnvel sniðin að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig, líkt og tilfellið er með svokallaða gena- og frumumeðferð, eða ATMP, sem stendur fyrir Advanced Therapy Medicinal Products. ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum. Eðli málsins samkvæmt er kostnaður við þessi nýju meðferðarúrræði mishár, en hann getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Þá eru sjúkdómarnir sem fengist er við misjafnir og fólki mishamlandi. Frumtök, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali bjóða til ráðstefnu um málefnið næsta mánudag. Sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, koma þá saman og fjalla um meðferðarúrræði og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Ekki verður undan því vikist að ræða þar líka siðferðileg álitamál í tengslum við kostnaðinn við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og taka fulltrúar stjórnmálanna til viðbótar við fyrirlesara þátt í umræðum í lok dagskrár. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sífelld áskorun og sú tilhugsun er erfið að vegna kostnaðar gæti þurft að neita fólki um lækningu sem fram er komin á hamlandi sjúkdómum. En komi til þess verður það vonandi bara um skamman tíma. Í gegnum tíðina höfum við jú almennt séð þá þróun að ný og dýr meðferðarúrræði koma til sögunnar, sem hafa svo lækkað í verði eftir því sem tækni þróast og skilningur á notkun þeirra eykst. Sjálfsagt sjáum við sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en þó er hér vissulega um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, þar sem fyrirlesarar varpa ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar, er að finna á heimasíðu Frumtaka. Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar