Þjóðarsátt um okurvexti? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 21:00 Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Sérstakar umræður sköpuðust um málið í þingsal í dag, að upplagi Samfylkingar sem beindi spurningum sínum að fjármálaráðherra. Báðir komu þeir sér fimlega undan því að ræða fílinn í stofunni. Hvers vegna Seðlabanki Íslands þarf að ákveða tvöfalt hærri vexti til þess að vinna gegn sömu verðbólgu og grannþjóðirnar? Og hvers vegna íslenska þjóðin fær ekki val um það hvort hún vill halda áfram að vera tilraunadýr þeirra sem hafa hag af því að halda í krónuna? Við vitum að þessa spurningu má ekki bera upp í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er nýtt að hún sé orðin að sérstöku feimnismáli í Samfylkingunni. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að sætta okkur við tímabundnar vaxtahækkanir þegar kæla þarf hagkerfið. En við eigum ekki að sætta okkur við að vextir hér þurfi að vera tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar um alla framtíð. Þessi veruleiki okkar veikir samkeppnisstöðu landsins og kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Á mannamáli þýðir þetta að við þurfum að vinna lengur til að skapa sömu verðmæti og fólkið í löndunum sem við berum okkur saman við. Það kemur þyngst niður á þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þjóðarsátt um stöðuga mynt fyrir útvalda? Gylfi Zoega, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, skýrði þennan vanda með nokkuð skýrum hætti á dögunum. Við ein þjóða notum marga gjaldmiðla, en Seðlabankinn hefur bara stjórn á einum þeirra. Þess vegna þurfa vextir að vera tvöfalt eða þrefalt hærri hér en annars staðar. Ungt fólk í íbúðakaupum og lítil fyrirtæki bera þannig helmingi þyngri byrðar í baráttunni við verðbólguna en stóru útflutningsfyrirtækin sem gera upp í evrum. Venjulegt fólk hefði alveg sama hag af því að gera upp í evrum og stóru fyrirtækin, en hefur ekkert val. Þetta er ekki bara óréttlátt heldur óhagkvæmt. Og þetta þarf ekki að vera svona. Þjóðarsátt um lægri laun? Fjármálaráðherra kallar nú eftir þjóðarsátt og er það vel. En hann þarf að tala skýrt. Á þjóðarsáttin að vera eins og árið 1990, þegar hornsteinn hennar var stöðugt gengi eða á hún að snúast um það eingöngu að fólkið fái lægri laun? Þeirri spurningu hefur hann enn ekki svarað. Seðlabankastjóri hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hann hefur gefist upp á gömlu óverðtryggðu krónunni. Það gerði hann með að afnema hömlur á verðtryggðri krónu í gær. Þrátt fyrir samfelldar vaxtahækkanir undanfarinna mánuða hefur bankanum nefnilega ekki tekist að auka sparnað. Fjölmyntakerfið er ekki að virka. Sjálfsagt er að vega og meta kosti og galla gömlu krónunnar. En þeir sem trúa hvað heitast á hana þurfa fyrst að sýna okkur hinum fram á að hún sé nothæf fyrir okkur öll í hagkerfinu - ekki bara forréttindahópa. Þeir heittrúuðu þurfa að sýna það og sanna að gamla krónan geti verið hornsteinn þess að hér byggist upp land jafnra tækifæra. Staðan í dag sýnir svart á hvítu, enn á ný, að það er nær óvinnandi vegur með krónuna í aðalhlutverki. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Sérstakar umræður sköpuðust um málið í þingsal í dag, að upplagi Samfylkingar sem beindi spurningum sínum að fjármálaráðherra. Báðir komu þeir sér fimlega undan því að ræða fílinn í stofunni. Hvers vegna Seðlabanki Íslands þarf að ákveða tvöfalt hærri vexti til þess að vinna gegn sömu verðbólgu og grannþjóðirnar? Og hvers vegna íslenska þjóðin fær ekki val um það hvort hún vill halda áfram að vera tilraunadýr þeirra sem hafa hag af því að halda í krónuna? Við vitum að þessa spurningu má ekki bera upp í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er nýtt að hún sé orðin að sérstöku feimnismáli í Samfylkingunni. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að sætta okkur við tímabundnar vaxtahækkanir þegar kæla þarf hagkerfið. En við eigum ekki að sætta okkur við að vextir hér þurfi að vera tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar um alla framtíð. Þessi veruleiki okkar veikir samkeppnisstöðu landsins og kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Á mannamáli þýðir þetta að við þurfum að vinna lengur til að skapa sömu verðmæti og fólkið í löndunum sem við berum okkur saman við. Það kemur þyngst niður á þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þjóðarsátt um stöðuga mynt fyrir útvalda? Gylfi Zoega, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, skýrði þennan vanda með nokkuð skýrum hætti á dögunum. Við ein þjóða notum marga gjaldmiðla, en Seðlabankinn hefur bara stjórn á einum þeirra. Þess vegna þurfa vextir að vera tvöfalt eða þrefalt hærri hér en annars staðar. Ungt fólk í íbúðakaupum og lítil fyrirtæki bera þannig helmingi þyngri byrðar í baráttunni við verðbólguna en stóru útflutningsfyrirtækin sem gera upp í evrum. Venjulegt fólk hefði alveg sama hag af því að gera upp í evrum og stóru fyrirtækin, en hefur ekkert val. Þetta er ekki bara óréttlátt heldur óhagkvæmt. Og þetta þarf ekki að vera svona. Þjóðarsátt um lægri laun? Fjármálaráðherra kallar nú eftir þjóðarsátt og er það vel. En hann þarf að tala skýrt. Á þjóðarsáttin að vera eins og árið 1990, þegar hornsteinn hennar var stöðugt gengi eða á hún að snúast um það eingöngu að fólkið fái lægri laun? Þeirri spurningu hefur hann enn ekki svarað. Seðlabankastjóri hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hann hefur gefist upp á gömlu óverðtryggðu krónunni. Það gerði hann með að afnema hömlur á verðtryggðri krónu í gær. Þrátt fyrir samfelldar vaxtahækkanir undanfarinna mánuða hefur bankanum nefnilega ekki tekist að auka sparnað. Fjölmyntakerfið er ekki að virka. Sjálfsagt er að vega og meta kosti og galla gömlu krónunnar. En þeir sem trúa hvað heitast á hana þurfa fyrst að sýna okkur hinum fram á að hún sé nothæf fyrir okkur öll í hagkerfinu - ekki bara forréttindahópa. Þeir heittrúuðu þurfa að sýna það og sanna að gamla krónan geti verið hornsteinn þess að hér byggist upp land jafnra tækifæra. Staðan í dag sýnir svart á hvítu, enn á ný, að það er nær óvinnandi vegur með krónuna í aðalhlutverki. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun