Gögn Borgarskjalasafns telja tíu kílómetra Telma Tómasson skrifar 9. mars 2023 07:03 Áætlað er að ljúka flutningnum á fjórum árum. Vísir/Vilhelm „Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“ Þetta segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður í samtali við Morgunblaðið en hún segir kostnað og þörf á fleira starfsfólki vegna flutnings Borgarskjalasafns til Þjóðskjalsafnsins ekki liggja fyrir. Eins og stendur er ekki pláss fyrir safnkost Borgarskjalasafnsins á Þjóðskjalasafninu en til stendur að færa Þjóðskjalasafnið í stærra húsnæði. Þær fyrirætlanir eru hins vegar óháðar flutningi Borgarskjalasafnsins. „Það hefur sem áður segir staðið yfir greiningarvinna hjá Framkvæmdasýslunni og það eru ýmsir möguleikar í kortunum. Fyrir tveimur árum var byrjað að skoða möguleika á samnýtingu á húsnæði með Borgarskjalasafni; að finna nýtt húsnæði þar sem bæði söfnin yrðu staðsett. Það er þá einn af þeim kostum sem var í skýrslu KPMG,“ segir Hrefna. Morgunblaðið hefur eftir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að áætlanir séu uppi um að allt sem tengist söfnun sé á sama stað. „Við erum með Hús íslenskunnar og Landsbókasafnið og höfum verið að velta því upp að skoða þann möguleika að Þjóðskjalasafnið flytjist á það svæði. En eins og ég segi að þá eru þetta hugmyndir sem á eftir að skoða betur. Áætla kostnaðinn. Jafnframt þarf að meta hvaða áhrif það hefur á skjalavörslu að leggja niður Borgarskjalasafnið og möguleg áhrif á landsvísu. Í þessum vinnuhópi verður a.m.k. einn héraðsskjalavörður vegna þess að þetta mál snýr líka að landsbyggðinni,“ segir ráðherra. Hart hefur verið tekist á um lokun Borgarskjalsafns á fundum borgarráðs og sagði oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn meðal annars að það væri galið og algert óráð að loka safninu; sú aðgerð gæti haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Áhyggjur eru meðal annars uppi af því hvernig eftirlitshlutverki safnsins með skjalavörslu borgaryfirvalda verður sinnt. Lokun Borgarskjalasafns Stjórnsýsla Söfn Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður í samtali við Morgunblaðið en hún segir kostnað og þörf á fleira starfsfólki vegna flutnings Borgarskjalasafns til Þjóðskjalsafnsins ekki liggja fyrir. Eins og stendur er ekki pláss fyrir safnkost Borgarskjalasafnsins á Þjóðskjalasafninu en til stendur að færa Þjóðskjalasafnið í stærra húsnæði. Þær fyrirætlanir eru hins vegar óháðar flutningi Borgarskjalasafnsins. „Það hefur sem áður segir staðið yfir greiningarvinna hjá Framkvæmdasýslunni og það eru ýmsir möguleikar í kortunum. Fyrir tveimur árum var byrjað að skoða möguleika á samnýtingu á húsnæði með Borgarskjalasafni; að finna nýtt húsnæði þar sem bæði söfnin yrðu staðsett. Það er þá einn af þeim kostum sem var í skýrslu KPMG,“ segir Hrefna. Morgunblaðið hefur eftir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra að áætlanir séu uppi um að allt sem tengist söfnun sé á sama stað. „Við erum með Hús íslenskunnar og Landsbókasafnið og höfum verið að velta því upp að skoða þann möguleika að Þjóðskjalasafnið flytjist á það svæði. En eins og ég segi að þá eru þetta hugmyndir sem á eftir að skoða betur. Áætla kostnaðinn. Jafnframt þarf að meta hvaða áhrif það hefur á skjalavörslu að leggja niður Borgarskjalasafnið og möguleg áhrif á landsvísu. Í þessum vinnuhópi verður a.m.k. einn héraðsskjalavörður vegna þess að þetta mál snýr líka að landsbyggðinni,“ segir ráðherra. Hart hefur verið tekist á um lokun Borgarskjalsafns á fundum borgarráðs og sagði oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn meðal annars að það væri galið og algert óráð að loka safninu; sú aðgerð gæti haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. Áhyggjur eru meðal annars uppi af því hvernig eftirlitshlutverki safnsins með skjalavörslu borgaryfirvalda verður sinnt.
Lokun Borgarskjalasafns Stjórnsýsla Söfn Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira