Húsnæðismarkaðurinn, Framsókn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 9. mars 2023 22:00 Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Þar lýsti þingmaðurinn þungum áhyggjum sínum af húsnæðismálum og mestar áhyggjur hafði hann af stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði. Hann fór yfir erfiðar og óhagstæðar efnahagsaðstæður eins og verðbólgu í tveggja stafa tölu og vexti í hæstu hæðum. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og fólk finnur það á eigin skinni. Að mati þingmannsins er þó ein vonarglæta í myrkrinu og það eru aðgerðir innviðaráðherra, formanns Framsóknarflokksins. Sú vonarglæta felst í því að rammasamningur innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við sveitarfélögin muni skapa meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Því skýtur það skökku við að flokksfélagar þingmannsins í samvinnu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimbæ hans, Hafnarfirði, hafi í byrjun febrúar fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um gerð rammasamkomulags við ríkið um húsnæðisuppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Framsókn talar tungum tveim, með einni á þingi en annarri í héraði. Reykjavíkurborg hefur riðið á vaðið og gert slíkt samkomulag við ríkið en þar er Framsóknarflokkurinn í meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Áhugaleysi meirihlutans á félagslegum lausnum Lausatök hafa verið á húsnæðismálunum í Hafnarfirði og uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hægt, raunar svo hægt að árið 2020 var fólksfækkun í bænum – í fyrsta sinn í áratugi. Þá var einmitt Ágúst Bjarni Garðarsson forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kjörtímabil einkenndist af áhugaleysi á félagslegum lausnum í húsnæðismálum og þar sýna verkin merkin svo ekki verður um villst. Því miður hefur engin breyting orðið á nýju kjörtímabili, áhuga- og metnaðarleysið er ennþá ríkjandi. Lítið sem ekkert hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með þeim afleiðingum að biðlistar lengjast og fólk situr eftir í brýnni þörf eftir húsnæði. Ekki er útlit fyrir að staðan batni neitt á næstu árum því tæplega 1% þeirra rúmlega þúsund íbúða, sem eru á framkvæmdastigi í bænum, eru ætlaðar í félagslega íbúðakerfið. Hlutfallið er 12% þegar kemur að íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er órafjarri þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í rammasamkomulagi Reykjavíkur og ríkisins um að 30% allra nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir og 5% verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Uppleggið í tillögu jafnaðarfólks í Hafnarfirði, sem fulltrúar Framsóknar felldu í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, var samhljóða markmiðum rammasamkomulags Reykjavíkur og ríkisins. Áhugaleysið kemur ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut því hann lítur ekki á húsnæðismál sem velferðarmál heldur fyrst og fremst markað fyrir útvalda til að græða á. Vonbrigðin snúa að Framsókn sem hefur dansað eftir þessum fölsku tónum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Vonandi ekki orðin tóm Nú hefur þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forystumaður flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallað eftir því að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið eins og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt til. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm og boltinn er hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði, sem getur afsannað það með því að samþykkja fyrrnefnda tillögu Samfylkingarinnar. Það mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að ganga til samninga við ríkið um gerð húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Ágúst Bjarni Garðarsson getur treyst því. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Þar lýsti þingmaðurinn þungum áhyggjum sínum af húsnæðismálum og mestar áhyggjur hafði hann af stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði. Hann fór yfir erfiðar og óhagstæðar efnahagsaðstæður eins og verðbólgu í tveggja stafa tölu og vexti í hæstu hæðum. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og fólk finnur það á eigin skinni. Að mati þingmannsins er þó ein vonarglæta í myrkrinu og það eru aðgerðir innviðaráðherra, formanns Framsóknarflokksins. Sú vonarglæta felst í því að rammasamningur innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við sveitarfélögin muni skapa meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Því skýtur það skökku við að flokksfélagar þingmannsins í samvinnu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimbæ hans, Hafnarfirði, hafi í byrjun febrúar fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um gerð rammasamkomulags við ríkið um húsnæðisuppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Framsókn talar tungum tveim, með einni á þingi en annarri í héraði. Reykjavíkurborg hefur riðið á vaðið og gert slíkt samkomulag við ríkið en þar er Framsóknarflokkurinn í meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Áhugaleysi meirihlutans á félagslegum lausnum Lausatök hafa verið á húsnæðismálunum í Hafnarfirði og uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hægt, raunar svo hægt að árið 2020 var fólksfækkun í bænum – í fyrsta sinn í áratugi. Þá var einmitt Ágúst Bjarni Garðarsson forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kjörtímabil einkenndist af áhugaleysi á félagslegum lausnum í húsnæðismálum og þar sýna verkin merkin svo ekki verður um villst. Því miður hefur engin breyting orðið á nýju kjörtímabili, áhuga- og metnaðarleysið er ennþá ríkjandi. Lítið sem ekkert hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með þeim afleiðingum að biðlistar lengjast og fólk situr eftir í brýnni þörf eftir húsnæði. Ekki er útlit fyrir að staðan batni neitt á næstu árum því tæplega 1% þeirra rúmlega þúsund íbúða, sem eru á framkvæmdastigi í bænum, eru ætlaðar í félagslega íbúðakerfið. Hlutfallið er 12% þegar kemur að íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er órafjarri þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í rammasamkomulagi Reykjavíkur og ríkisins um að 30% allra nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir og 5% verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Uppleggið í tillögu jafnaðarfólks í Hafnarfirði, sem fulltrúar Framsóknar felldu í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, var samhljóða markmiðum rammasamkomulags Reykjavíkur og ríkisins. Áhugaleysið kemur ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut því hann lítur ekki á húsnæðismál sem velferðarmál heldur fyrst og fremst markað fyrir útvalda til að græða á. Vonbrigðin snúa að Framsókn sem hefur dansað eftir þessum fölsku tónum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Vonandi ekki orðin tóm Nú hefur þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forystumaður flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallað eftir því að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið eins og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt til. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm og boltinn er hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði, sem getur afsannað það með því að samþykkja fyrrnefnda tillögu Samfylkingarinnar. Það mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að ganga til samninga við ríkið um gerð húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Ágúst Bjarni Garðarsson getur treyst því. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun