Að anda í bréfpoka Sigmar Guðmundsson skrifar 10. mars 2023 07:00 Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun