Að anda í bréfpoka Sigmar Guðmundsson skrifar 10. mars 2023 07:00 Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun