Robert Blake er látinn Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2023 07:27 Réttarhöld í máli Roberts Blake vöktu gríðarlega athygli árið 2003 og 2004. AP Bandaríski leikarinn Robert Blake, sem var á sínum tíma ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni en sýknaður, er látinn. Blake varð 89 ára gamall. Frænka Blake, Noreen Austin staðfestir andlátið í samtali við Deadline og segir hann hafa látist af völdum hjartasjúkdóms í gær. Blake er þekktastur fyrir leik í glæpaþáttunum Baretta sem framleiddir voru og sýndir í bandarísku sjónvarpi á árunum 1975 til 1978. Robert Blake árið 1977, á þeim tíma þegar hann lék í þáttunum Baretta.AP Hann fór jafnframt með hlutverk í fjölda kvikmynda, líkt og Treasure of Sierra Madre þar sem hann lék á móti Humphrey Bogart, og myndinni In Cold Blood frá árinu 1967 sem byggði á samnefndri bók eftir Truman Capote. Þá vakti hann sömuleiðis athygli fyrir leik sinn í mynd leikstjórans David Lynch, Lost Highway, frá árinu 1997. Upp úr aldamótum var Blake ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, Bonnie Lee Bakley, sem fannst látin í bíl Blakes fyrir utan veitingastað í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2001. Blake sagði fyrir dómi að hann hafi verið inni á veitingastaðnum til að sækja skammbyssu þegar Bakley var skotin til bana. Hann var sýknaður í málinu árið 2004 en tapaði síðar einkamáli sem fjölskylda Bakley höfðaði. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir "Baretta" áfrýjar Bandaríski leikarinn Robert Blake hefur áfrýjað dómsúrskurði þar sem honum var gert að greiða fjölskyldu fyrrverandi eiginkonu sinni 30 milljónir dollara fyrir að myrða hana. Leikarinn var sýknaður fyrir sakadómi en sakfelldur í einkamáli, nokkuð svipað og gerðist með O.J. Simpson. Blake er aðallega þekktur fyrir sjónvarpsþættina Baretta, sem voru vinsælir á seinni hluta síðustu aldar. 1. mars 2007 10:39 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Frænka Blake, Noreen Austin staðfestir andlátið í samtali við Deadline og segir hann hafa látist af völdum hjartasjúkdóms í gær. Blake er þekktastur fyrir leik í glæpaþáttunum Baretta sem framleiddir voru og sýndir í bandarísku sjónvarpi á árunum 1975 til 1978. Robert Blake árið 1977, á þeim tíma þegar hann lék í þáttunum Baretta.AP Hann fór jafnframt með hlutverk í fjölda kvikmynda, líkt og Treasure of Sierra Madre þar sem hann lék á móti Humphrey Bogart, og myndinni In Cold Blood frá árinu 1967 sem byggði á samnefndri bók eftir Truman Capote. Þá vakti hann sömuleiðis athygli fyrir leik sinn í mynd leikstjórans David Lynch, Lost Highway, frá árinu 1997. Upp úr aldamótum var Blake ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, Bonnie Lee Bakley, sem fannst látin í bíl Blakes fyrir utan veitingastað í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2001. Blake sagði fyrir dómi að hann hafi verið inni á veitingastaðnum til að sækja skammbyssu þegar Bakley var skotin til bana. Hann var sýknaður í málinu árið 2004 en tapaði síðar einkamáli sem fjölskylda Bakley höfðaði.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir "Baretta" áfrýjar Bandaríski leikarinn Robert Blake hefur áfrýjað dómsúrskurði þar sem honum var gert að greiða fjölskyldu fyrrverandi eiginkonu sinni 30 milljónir dollara fyrir að myrða hana. Leikarinn var sýknaður fyrir sakadómi en sakfelldur í einkamáli, nokkuð svipað og gerðist með O.J. Simpson. Blake er aðallega þekktur fyrir sjónvarpsþættina Baretta, sem voru vinsælir á seinni hluta síðustu aldar. 1. mars 2007 10:39 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
"Baretta" áfrýjar Bandaríski leikarinn Robert Blake hefur áfrýjað dómsúrskurði þar sem honum var gert að greiða fjölskyldu fyrrverandi eiginkonu sinni 30 milljónir dollara fyrir að myrða hana. Leikarinn var sýknaður fyrir sakadómi en sakfelldur í einkamáli, nokkuð svipað og gerðist með O.J. Simpson. Blake er aðallega þekktur fyrir sjónvarpsþættina Baretta, sem voru vinsælir á seinni hluta síðustu aldar. 1. mars 2007 10:39