Rottueldi og fjármálaafurðir Árni Már Jensson skrifar 10. mars 2023 11:01 Þegar frönsku nýlenduherrarnir réðu yfir Hanoi í Vietnam á nítjándu öld, var rottuplága allsráðandi. Í viðleitninni til að stemma stigu við plágunni voru samþykkt lög um að yfirvöld greiddu þóknun fyrir hverja dauða rottu sem almenningur skilaði inn. Lögin höfðu mikil áhrif á rottuveiðara sem skiluðu inn heilu vagnhlössunum. Kaupaukar og bónusar í almenningshlutafélögum: Það er í eðli flestra að huga að persónulegum hagsmunum umfram hag fjöldans og kynda bónusar undir eðlislæga græðgi mannsins. Þannig hugar einstaklingurinn fyrst að bónusgreiðslu til sín og seinna eða alls ekki að heildarhagsmunum þeirra gæða eða verðmæta sem hann skilar fyrirtæki sínu, hvað þá samfélaginu í heild. Því ekki er endilega jákvæð samlegð með heilbrigðri niðurstöðu fjármunamyndunar fyrirtækisins og einstaklingsins sem bónusinn fær, og samfélagsins í heild. Í heilbrigðu hagkerfi á eðli ágóðans jú að vera megin markmiðið, nokkuð sem aðskilur tækifæriskennda græðgisvæðingu frá heilbrigðri framþróun drifna ágóðahvata. Rík samfélagsábyrgð á auðvitað sérstaklega við um skráð félög á markaði. Tilvitnun í Rannsóknarnefnd Alþingis: 21. kafli Orsakir falls íslensku bankanna – ábyrgð, mistök og vanræksla 21.2.1.1 Vöxtur bankakerfisins og trúverðugleiki: „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að svo mikill og áhættusamur vöxtur samræmist ekki langtímahagsmunum traustra banka, en hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna. Þeir hvatar hafi meðal annars falist í hvatakerfum bankanna og einnig í mikilli skuldsetningu stærstu eigenda. Rannsóknarnefndin telur að eftirlitsaðilum hafi mátt vera ljóst að slíkir hvatar væru til staðar og að ástæða væri til að hafa áhyggjur af hinum hraða vexti. Aftur á móti er ljóst að Fjármálaeftirlitið, sem var aðal eftirlitsaðili bankanna, óx ekki í samræmi við vöxt hinna eftirlitsskyldu aðila og réð af þeirri ástæðu illa við verkefni sín...“Um bónusa skráðra fyrirtækja á markaði þarf að setja afmarkaðar reglur sem lúta því, að saman fari hagsmunir einstaklingsins, fyrirtækisins, og samfélagsins í heild. Sé eðlisbrestur mannsins fóðraður með eftirlitslausri hagnaðarvon, sýna rannsóknir og sagan svo ekki er um villst, að dómgreind og þar með samviskan, lætur undan. Master of the universe Bob Diamond framkvæmdastjóri Barclays UK., hélt athygliverðan fyrirlestur hjá BBC þann 11. ágúst 2011 um mikilvægi menningar í bankastarfsemi. Hann sagði: Áhrifamesta próf sem bankamaður undirgengst lýtur að gjörðum hans þegar enginn fylgist með. En rannsókn í hugrænum taugavísindum við Tilburg University unnin af Dr Lammers, Joris; Stapel, Diederik A. Birt í Journal of Personality and Social Psychology, Vol 97(2), Aug 2009, 279-289, sýndi að þess meiri völd sem einstaklingar öðluðust, þess meira fannst þeim þeir geta farið á svig við lög og reglur þegar enginn fylgdist með. Rannsóknin sýndi einnig að aukin völd hins almenna einstaklings jók hræsni hans og truflaði dómgreind á þann veg að honum fannst lægra sett fólk í þjóðfélagsstiganum ættu að lúta strangari skilmálum reglna, sem að sama skapi ættu ekki við hann sjálfan. Jafnvel örlítil aukning á sýndarvaldi í rannsókn þessari jók í senn, siðleysi og hræsni þeirra sem tilraunin var gerð á. Yfirmenn fjármálastofnana hafa mikil samfélagsvöld í skjóli fjármagns almennings. Völd þeirra geta verið töluvert meiri en kjörinna stjórnmálamanna. Að veita valdamiklu fólki aðhald er í senn samfélagslega mikilvægt og mikilvægt þeirra eigin geðheilbrigði. Aðhald yfirmanna í gegnum hluthafafundi er ógegnsætt og takmarkað svo lengi sem þeir skila jákvæðum rekstrarniðurstöðum hluthafa í hag. Þannig tryggja yfirmenn sér völd óháð samfélaglegri ábyrgð innan bankans hvort sem hagnaður reksturs stangast á við hagsmuni samfélagsins sem reksturinn byggir á eður ei. Samkvæmt rannsóknum Tilburg University leiðir aukið vald til aukinnar framleiðslu testosterons sem eykur boðberaefnið dopamine í verðlauna-hluta heilans. Þannig brenglar aukið aðhaldslaust vald hugsun einstaklingsins, sem hluta af samfélagsheild, og vekur honum falska sjálfsvitund sem æðri öðrum og þ.m.t reglum samfélagsins. Og já, þetta gerist hjá konum jafnt sem karlmönnum. Einræðis,-eða ''master of the universe'' heilkennið er skýrasta dæmið um framangreinda brenglun þar sem einstaklingar með aukin völd, beita þeim í eigin þágu og einangra sig að sama skapi frá gagnrýni sem hugsanlega skyggir á eða skerðir völdin. Grafalvarlegar afleiðingar slíkrar þróunar skilur Ísl almenningur vel, eftir bankahrunið 2008. Rottueldi og fjármálaafurðir Rottuveiðarar 19. aldar í Hanoi og Ísl bankamenn eiga enga fagþekkingarlega samleið, en glíma þó við sam-mannlega afneitun eigin eðlisbrests,- græðgina. Þrátt fyrir að yfirvöld í Víetnam hafi sett ný lög til að umbuna rottuveiðurum í viðleitni við að stemma stigu við rottuplágunni, stigmagnaðist hún eftir því sem á leið. Er betur var að gáð komust yfirvöld að raun um að skipulagt rottueldi átti sér nú stað, nokkuð sem ekki þekktist áður. Hin nýju bónus-lög gerðu hagnaðarvon rottuveiðaranna að arðsömum framleiðsluiðnaði sem yfirskyggði alla hugsun þeirra um almenna velferð samfélagsins í skiptum fyrir persónulegan skyndigróða. Mæli ég með lestri athygliverðrar samantektar í átta bindum sem nefnist Rannsóknarskýrsla Alþingis. Sé sú lesning erfið yfirferðar má benda á orð hins syndlausasta okkar allra, Jesú krist. Hann sagði: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Hvað skyldi hann hafa átt við? Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar frönsku nýlenduherrarnir réðu yfir Hanoi í Vietnam á nítjándu öld, var rottuplága allsráðandi. Í viðleitninni til að stemma stigu við plágunni voru samþykkt lög um að yfirvöld greiddu þóknun fyrir hverja dauða rottu sem almenningur skilaði inn. Lögin höfðu mikil áhrif á rottuveiðara sem skiluðu inn heilu vagnhlössunum. Kaupaukar og bónusar í almenningshlutafélögum: Það er í eðli flestra að huga að persónulegum hagsmunum umfram hag fjöldans og kynda bónusar undir eðlislæga græðgi mannsins. Þannig hugar einstaklingurinn fyrst að bónusgreiðslu til sín og seinna eða alls ekki að heildarhagsmunum þeirra gæða eða verðmæta sem hann skilar fyrirtæki sínu, hvað þá samfélaginu í heild. Því ekki er endilega jákvæð samlegð með heilbrigðri niðurstöðu fjármunamyndunar fyrirtækisins og einstaklingsins sem bónusinn fær, og samfélagsins í heild. Í heilbrigðu hagkerfi á eðli ágóðans jú að vera megin markmiðið, nokkuð sem aðskilur tækifæriskennda græðgisvæðingu frá heilbrigðri framþróun drifna ágóðahvata. Rík samfélagsábyrgð á auðvitað sérstaklega við um skráð félög á markaði. Tilvitnun í Rannsóknarnefnd Alþingis: 21. kafli Orsakir falls íslensku bankanna – ábyrgð, mistök og vanræksla 21.2.1.1 Vöxtur bankakerfisins og trúverðugleiki: „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að svo mikill og áhættusamur vöxtur samræmist ekki langtímahagsmunum traustra banka, en hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna. Þeir hvatar hafi meðal annars falist í hvatakerfum bankanna og einnig í mikilli skuldsetningu stærstu eigenda. Rannsóknarnefndin telur að eftirlitsaðilum hafi mátt vera ljóst að slíkir hvatar væru til staðar og að ástæða væri til að hafa áhyggjur af hinum hraða vexti. Aftur á móti er ljóst að Fjármálaeftirlitið, sem var aðal eftirlitsaðili bankanna, óx ekki í samræmi við vöxt hinna eftirlitsskyldu aðila og réð af þeirri ástæðu illa við verkefni sín...“Um bónusa skráðra fyrirtækja á markaði þarf að setja afmarkaðar reglur sem lúta því, að saman fari hagsmunir einstaklingsins, fyrirtækisins, og samfélagsins í heild. Sé eðlisbrestur mannsins fóðraður með eftirlitslausri hagnaðarvon, sýna rannsóknir og sagan svo ekki er um villst, að dómgreind og þar með samviskan, lætur undan. Master of the universe Bob Diamond framkvæmdastjóri Barclays UK., hélt athygliverðan fyrirlestur hjá BBC þann 11. ágúst 2011 um mikilvægi menningar í bankastarfsemi. Hann sagði: Áhrifamesta próf sem bankamaður undirgengst lýtur að gjörðum hans þegar enginn fylgist með. En rannsókn í hugrænum taugavísindum við Tilburg University unnin af Dr Lammers, Joris; Stapel, Diederik A. Birt í Journal of Personality and Social Psychology, Vol 97(2), Aug 2009, 279-289, sýndi að þess meiri völd sem einstaklingar öðluðust, þess meira fannst þeim þeir geta farið á svig við lög og reglur þegar enginn fylgdist með. Rannsóknin sýndi einnig að aukin völd hins almenna einstaklings jók hræsni hans og truflaði dómgreind á þann veg að honum fannst lægra sett fólk í þjóðfélagsstiganum ættu að lúta strangari skilmálum reglna, sem að sama skapi ættu ekki við hann sjálfan. Jafnvel örlítil aukning á sýndarvaldi í rannsókn þessari jók í senn, siðleysi og hræsni þeirra sem tilraunin var gerð á. Yfirmenn fjármálastofnana hafa mikil samfélagsvöld í skjóli fjármagns almennings. Völd þeirra geta verið töluvert meiri en kjörinna stjórnmálamanna. Að veita valdamiklu fólki aðhald er í senn samfélagslega mikilvægt og mikilvægt þeirra eigin geðheilbrigði. Aðhald yfirmanna í gegnum hluthafafundi er ógegnsætt og takmarkað svo lengi sem þeir skila jákvæðum rekstrarniðurstöðum hluthafa í hag. Þannig tryggja yfirmenn sér völd óháð samfélaglegri ábyrgð innan bankans hvort sem hagnaður reksturs stangast á við hagsmuni samfélagsins sem reksturinn byggir á eður ei. Samkvæmt rannsóknum Tilburg University leiðir aukið vald til aukinnar framleiðslu testosterons sem eykur boðberaefnið dopamine í verðlauna-hluta heilans. Þannig brenglar aukið aðhaldslaust vald hugsun einstaklingsins, sem hluta af samfélagsheild, og vekur honum falska sjálfsvitund sem æðri öðrum og þ.m.t reglum samfélagsins. Og já, þetta gerist hjá konum jafnt sem karlmönnum. Einræðis,-eða ''master of the universe'' heilkennið er skýrasta dæmið um framangreinda brenglun þar sem einstaklingar með aukin völd, beita þeim í eigin þágu og einangra sig að sama skapi frá gagnrýni sem hugsanlega skyggir á eða skerðir völdin. Grafalvarlegar afleiðingar slíkrar þróunar skilur Ísl almenningur vel, eftir bankahrunið 2008. Rottueldi og fjármálaafurðir Rottuveiðarar 19. aldar í Hanoi og Ísl bankamenn eiga enga fagþekkingarlega samleið, en glíma þó við sam-mannlega afneitun eigin eðlisbrests,- græðgina. Þrátt fyrir að yfirvöld í Víetnam hafi sett ný lög til að umbuna rottuveiðurum í viðleitni við að stemma stigu við rottuplágunni, stigmagnaðist hún eftir því sem á leið. Er betur var að gáð komust yfirvöld að raun um að skipulagt rottueldi átti sér nú stað, nokkuð sem ekki þekktist áður. Hin nýju bónus-lög gerðu hagnaðarvon rottuveiðaranna að arðsömum framleiðsluiðnaði sem yfirskyggði alla hugsun þeirra um almenna velferð samfélagsins í skiptum fyrir persónulegan skyndigróða. Mæli ég með lestri athygliverðrar samantektar í átta bindum sem nefnist Rannsóknarskýrsla Alþingis. Sé sú lesning erfið yfirferðar má benda á orð hins syndlausasta okkar allra, Jesú krist. Hann sagði: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Hvað skyldi hann hafa átt við? Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar