Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar 23. september 2025 09:01 Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Dóttir mín er í 2. bekk í Laugarnesskóla. Frá skólabyrjun hefur hún farið einu sinni í frístund því ekki hefur tekist að manna hana nægjanlega og 1. bekkur gengur fyrir. Eðlilega. Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða vika skólaársins, að hún fékk einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri frístundamiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun. Ég get ekki orðað það öðruvísi en að mér finnist það ósanngjarnt. 1. og 3. bekkur í Laugarnesskóla fá þannig notið alls þess sem frístund býður upp á en 2. bekkur er útundan. Fyrir utan áhrifin sem þetta hefur á fjölskyldur og fjölskyldulífið, hvað þá þær sem standa verr en aðrar; hafa ekki sterkt bakland, komast illa frá vinnu o.s.frv. þá eru það blessuð börnin. Þau eru að missa af því að vera bara börn sem leika sér og starfa í skemmtilega umhverfi frístundarinnar. Þau finna vel fyrir streitunni sem þetta veldur öllum foreldrum. Þau sem standa verr félagslega einangrast. Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund. Almennt er mikið hamrað á Reykjavíkurborg varðandi allt sem miður fer, til dæmis myglað húsnæði, og látið eins og það sé aðeins vandamál í borginni. Mér hefur oft fundist það ósanngjarnt, enda er myglað húsnæði um allt land sem hefur áhrif á hina ýmsu starfsemi. Ég hef ekki hugmynd um hvort mannekla frístundamiðstöðva er vandamál víðar en í Reykjavík, en þar bý ég og þetta hefur áhrif á líf mitt. Á hverjum einasta degi. Fimmta vikan af nánast engri frístund er hafin og ekki sér fyrir endann á því. Lítið er um svör hvernig hægt sé að bregðast við. Það væri forvitnilegt að vita hvernig staðan er í öðrum sveitarfélögum. Tilgangur þessara litlu skrifa minna eru kannski bara að vekja athygli á þessu ástandi og svo vil ég auðvitað hvetja allt fólk sem er í leit að hlutastarfi að sækja um vinnu í Laugarseli sem að ég held að sé algjörlega frábær og skemmtilegur vinnustaður. Það má sækja um á netfanginu laugarsel@reykjavik.is Höfundur er útivinnandi móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Frístund barna Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Dóttir mín er í 2. bekk í Laugarnesskóla. Frá skólabyrjun hefur hún farið einu sinni í frístund því ekki hefur tekist að manna hana nægjanlega og 1. bekkur gengur fyrir. Eðlilega. Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða vika skólaársins, að hún fékk einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri frístundamiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun. Ég get ekki orðað það öðruvísi en að mér finnist það ósanngjarnt. 1. og 3. bekkur í Laugarnesskóla fá þannig notið alls þess sem frístund býður upp á en 2. bekkur er útundan. Fyrir utan áhrifin sem þetta hefur á fjölskyldur og fjölskyldulífið, hvað þá þær sem standa verr en aðrar; hafa ekki sterkt bakland, komast illa frá vinnu o.s.frv. þá eru það blessuð börnin. Þau eru að missa af því að vera bara börn sem leika sér og starfa í skemmtilega umhverfi frístundarinnar. Þau finna vel fyrir streitunni sem þetta veldur öllum foreldrum. Þau sem standa verr félagslega einangrast. Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund. Almennt er mikið hamrað á Reykjavíkurborg varðandi allt sem miður fer, til dæmis myglað húsnæði, og látið eins og það sé aðeins vandamál í borginni. Mér hefur oft fundist það ósanngjarnt, enda er myglað húsnæði um allt land sem hefur áhrif á hina ýmsu starfsemi. Ég hef ekki hugmynd um hvort mannekla frístundamiðstöðva er vandamál víðar en í Reykjavík, en þar bý ég og þetta hefur áhrif á líf mitt. Á hverjum einasta degi. Fimmta vikan af nánast engri frístund er hafin og ekki sér fyrir endann á því. Lítið er um svör hvernig hægt sé að bregðast við. Það væri forvitnilegt að vita hvernig staðan er í öðrum sveitarfélögum. Tilgangur þessara litlu skrifa minna eru kannski bara að vekja athygli á þessu ástandi og svo vil ég auðvitað hvetja allt fólk sem er í leit að hlutastarfi að sækja um vinnu í Laugarseli sem að ég held að sé algjörlega frábær og skemmtilegur vinnustaður. Það má sækja um á netfanginu laugarsel@reykjavik.is Höfundur er útivinnandi móðir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun