Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar 23. september 2025 10:00 Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun