Bönnum loðdýrahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. mars 2023 14:00 Á Íslandi eru 9 minkabú með um 16.000 læðum, og hefur fækkað úr rúmum 300 þegar mest var. Um 30 manns starfa á þessum minkabúum skv. upplýsingum Hagstofunnar 2022. Ástæða þessarrar fækkunar minkabúa eru verðsveiflur á skinnaverðum á erlendum mörkuðum og því hefur afkoma minkaeldis rokkað milli hagnaðar og taps. Mestur var samanlagður hagnaður minkaeldis um 560 mkr (EBIT) árið 2013, en næstu 7 ár var viðvarandi tap í greininni, hið mesta um 250 mkr á ársgrundvelli 2018. Verð á grávöru hélst stöðugt frá árinu 2000 til 2010, þegar meðalverð fyrir skinnið var um 206 DKK sem þótti ásættanlegt verð skv. upplýsingum frá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Hæst fór meðalverð fyrir skinnið í 563 DKK árið 2013. Fram að þeim tíma hafði verið viðvarandi hagnaður af greininni, en upp úr 2014 lækkaði verðið um helming, sem stafaði af auknu framboði. Næstu 7 ár, fram til ársins 2021 var tap af rekstri minkaeldis, vegna hins lága verðs, mest nam tapið tæpum 250 mkr árið 2018. Árið 2021 skiluðu þessi minkabú 116mkr hagnaði samanlagt. Það er því ekki á vísan að róa í minkaeldi. Minkabændur hafa sótt á stjórnvöld að nota fé skattborgaranna til að mæta þessum sveiflum svo þeir geti haldið starfsemi sinni áfram. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um framtíð loðdýraeldis á Íslandi. Starfshópurinn skilaði tillögu til þriggja ráðuneyta þar sem farið var fram á 160 milljón króna framlag. Gegn þessu framlagi átti að koma kolefnis- og umhverfisverkefni þar sem minkaskítur yrði seldur í áburð, og minkabúin keyptu úrgang úr slátur- og fiskiðnaði. Ein af röksemdunum var að minkaeldi væri umhverfisvænn iðnaður. Það er nokkuð glannaleg staðhæfing sem er efni í aðra grein. Nú í kjölfar þeirrar óáranar sem Covid og Úkraínu stríðinu fylgir, fóru minkabændur fram á 160 mkr niðurgreiðslu til fóðurkostnaðar, til að mæta verðhækkunum fóðurs. Niðurstaðan varð árleg 80 mkr niðurgreiðsla fóðurkostnaðar í tvð ár, sem gengur til þessarra 9 minkabúa. Árið 2014 var innleidd reglugerð Evópusambandsins um lágmarksstærð búra, sem minkabændur töldu leggja svo miklar álögur á greinina að fáir réðu við þann kostnaðarauka, því var minkabændum gefinn frestur til ársins 2020 að uppfylla þessar kröfur um búrastærð. Í því sambandi taldi forsvarsmaður minkabænda vanta um 400 milljónir inn í greinina, svo hún væri arðbær. Minkaskinn eru lúxusvara sem er seld á erlendum mörkuðum, þau hafa ekki þýðingu fyrir þjóðarhag, hvorki sem framlag til matvælaöryggis eða til kolefnisjöfnunar, nema þá ríkið setji þær 160 mkr í verkefnið sem minkabændur reikna út að það kosti. Sérstaklega er ámælisvert að þegar helsti vandi ríkisbúskaparins er neikvæður vöruskiptajöfnuður, að ríki setji fjármagn í grein sem er háð duttlungum lúxusmarkaða, sem ýmist skilar hagnaði eða tapið er svo mikið að framleiðendur heltast úr lestinni í tugatali. Þar við má bæta að textíl og tískuframleiðendur hætta notkun loðskinna eingöngu af dýravelferðarsjónarmiðum. Austurríki, Belgía, Bosnia og Herzegovína, Króatía, Tékkland, Eistland, Frakkland, Ítalía, Írland, Lettland, Luxembúrg, Malta, Noregur, Holland, Makedónía, Serbía, Slóvaíka, Slóvenía, Bretland, Sviss og Þýskaland hafa bannað loðdýraeldi þar sem það samræmist ekki dýravelferðarlögum að stunda þessa iðju. Búlgaría hefur sett bann við minkaeldi sem er þrætt fyrir dómstólum. Hefur bannað loðdýraeldi og Danmörk hefur sett svo ströng skilyrði að ekki er fýsilegt að hefja loðdýraeldi aftur eftir Covid bann. Loðdýraeldi er því á undanhaldi í Evrópu. Við þetta má bæta að einstök fylki í Bandaríkjunum hafa sett bann við verslun með loðskinn. Það er því augljóst hvert stefnir. Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru setja bann við loðdýraeldi af tveimur ástæðum, iðjan samræmist ekki lögum og sjónarmiðum um dýravelferð, og reksturinn er svo ótryggur að til þess hann beri sig þarf skattfé almennings að bæta upp viðvarandi tap í greininni. Ísland er þar engin undantekning. Minkaeldi á Íslandi stangast á við dýravelferð og þrífst ekki án þess að framlög af skattfé almennings komi til. . Það er því einboðið að stjórnvöld setji fram áætlun um að leggja niður loðdýraeldi á Íslandi og að innan fjögurra ára fyrirfinnist þessi iðja ekki lengur hérlendis. Sem fyrsta skref ættu stjórnvöld þegar í stað að stöðva hvers konar niðurgreiðslur eða styrki af skattfé almennings til loðdýraeldis. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa því skorað á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi á Íslandi. Höfundur er í stjórn Samtaka um Dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru 9 minkabú með um 16.000 læðum, og hefur fækkað úr rúmum 300 þegar mest var. Um 30 manns starfa á þessum minkabúum skv. upplýsingum Hagstofunnar 2022. Ástæða þessarrar fækkunar minkabúa eru verðsveiflur á skinnaverðum á erlendum mörkuðum og því hefur afkoma minkaeldis rokkað milli hagnaðar og taps. Mestur var samanlagður hagnaður minkaeldis um 560 mkr (EBIT) árið 2013, en næstu 7 ár var viðvarandi tap í greininni, hið mesta um 250 mkr á ársgrundvelli 2018. Verð á grávöru hélst stöðugt frá árinu 2000 til 2010, þegar meðalverð fyrir skinnið var um 206 DKK sem þótti ásættanlegt verð skv. upplýsingum frá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Hæst fór meðalverð fyrir skinnið í 563 DKK árið 2013. Fram að þeim tíma hafði verið viðvarandi hagnaður af greininni, en upp úr 2014 lækkaði verðið um helming, sem stafaði af auknu framboði. Næstu 7 ár, fram til ársins 2021 var tap af rekstri minkaeldis, vegna hins lága verðs, mest nam tapið tæpum 250 mkr árið 2018. Árið 2021 skiluðu þessi minkabú 116mkr hagnaði samanlagt. Það er því ekki á vísan að róa í minkaeldi. Minkabændur hafa sótt á stjórnvöld að nota fé skattborgaranna til að mæta þessum sveiflum svo þeir geti haldið starfsemi sinni áfram. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um framtíð loðdýraeldis á Íslandi. Starfshópurinn skilaði tillögu til þriggja ráðuneyta þar sem farið var fram á 160 milljón króna framlag. Gegn þessu framlagi átti að koma kolefnis- og umhverfisverkefni þar sem minkaskítur yrði seldur í áburð, og minkabúin keyptu úrgang úr slátur- og fiskiðnaði. Ein af röksemdunum var að minkaeldi væri umhverfisvænn iðnaður. Það er nokkuð glannaleg staðhæfing sem er efni í aðra grein. Nú í kjölfar þeirrar óáranar sem Covid og Úkraínu stríðinu fylgir, fóru minkabændur fram á 160 mkr niðurgreiðslu til fóðurkostnaðar, til að mæta verðhækkunum fóðurs. Niðurstaðan varð árleg 80 mkr niðurgreiðsla fóðurkostnaðar í tvð ár, sem gengur til þessarra 9 minkabúa. Árið 2014 var innleidd reglugerð Evópusambandsins um lágmarksstærð búra, sem minkabændur töldu leggja svo miklar álögur á greinina að fáir réðu við þann kostnaðarauka, því var minkabændum gefinn frestur til ársins 2020 að uppfylla þessar kröfur um búrastærð. Í því sambandi taldi forsvarsmaður minkabænda vanta um 400 milljónir inn í greinina, svo hún væri arðbær. Minkaskinn eru lúxusvara sem er seld á erlendum mörkuðum, þau hafa ekki þýðingu fyrir þjóðarhag, hvorki sem framlag til matvælaöryggis eða til kolefnisjöfnunar, nema þá ríkið setji þær 160 mkr í verkefnið sem minkabændur reikna út að það kosti. Sérstaklega er ámælisvert að þegar helsti vandi ríkisbúskaparins er neikvæður vöruskiptajöfnuður, að ríki setji fjármagn í grein sem er háð duttlungum lúxusmarkaða, sem ýmist skilar hagnaði eða tapið er svo mikið að framleiðendur heltast úr lestinni í tugatali. Þar við má bæta að textíl og tískuframleiðendur hætta notkun loðskinna eingöngu af dýravelferðarsjónarmiðum. Austurríki, Belgía, Bosnia og Herzegovína, Króatía, Tékkland, Eistland, Frakkland, Ítalía, Írland, Lettland, Luxembúrg, Malta, Noregur, Holland, Makedónía, Serbía, Slóvaíka, Slóvenía, Bretland, Sviss og Þýskaland hafa bannað loðdýraeldi þar sem það samræmist ekki dýravelferðarlögum að stunda þessa iðju. Búlgaría hefur sett bann við minkaeldi sem er þrætt fyrir dómstólum. Hefur bannað loðdýraeldi og Danmörk hefur sett svo ströng skilyrði að ekki er fýsilegt að hefja loðdýraeldi aftur eftir Covid bann. Loðdýraeldi er því á undanhaldi í Evrópu. Við þetta má bæta að einstök fylki í Bandaríkjunum hafa sett bann við verslun með loðskinn. Það er því augljóst hvert stefnir. Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru setja bann við loðdýraeldi af tveimur ástæðum, iðjan samræmist ekki lögum og sjónarmiðum um dýravelferð, og reksturinn er svo ótryggur að til þess hann beri sig þarf skattfé almennings að bæta upp viðvarandi tap í greininni. Ísland er þar engin undantekning. Minkaeldi á Íslandi stangast á við dýravelferð og þrífst ekki án þess að framlög af skattfé almennings komi til. . Það er því einboðið að stjórnvöld setji fram áætlun um að leggja niður loðdýraeldi á Íslandi og að innan fjögurra ára fyrirfinnist þessi iðja ekki lengur hérlendis. Sem fyrsta skref ættu stjórnvöld þegar í stað að stöðva hvers konar niðurgreiðslur eða styrki af skattfé almennings til loðdýraeldis. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa því skorað á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi á Íslandi. Höfundur er í stjórn Samtaka um Dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar