Ótrúleg hæfileikaverksmiðja Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 09:01 Verður Gonçalo Ramos næsti leikmaðurinn sem Benfica selur á meira en tug milljarða íslenskra króna? Carlos Rodrigues/Getty Images Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt. Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar. Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar.
Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira