Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 10:20 Mike Pence er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. GEtty/Saul Loeb Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira