Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 13:51 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira