„Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 21:52 Kjartan Atli Kjartansson kom Álftanesi upp í Subway-deild karla í fyrstu tilraun. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðlilega stoltur eftir að hafa stýrt liðinu upp í Subway-deild karla í körfubolta í fyrstu tilraun í kvöld þegar liðið vann 13 stiga sigur gegn Skallagrími, 96-83. „Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55