Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 09:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hlýða á lýsingar fulltrúa Úkraínustjórnar á hryllingnum í Bucha. stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. Áður en Katrín og Þórdís Kolbrún komu til Bucha komu þær við í bænum Borodianka þar sem margir féllu á fyrstu dögum innrásar Rússa í febrúar í fyrra. Þaðan héldu þær síðan til Bucha þar sem að minnsta kosti 450 lík af óbreyttum borgurum hafa fundust eftir að Rússar höfðu verið flæmdir þaðan á brott. Bærinn liggur rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð. Þetta er í annað skiptið sem Þórdís Kolbrún kemur til bæjarins en hún heimsótti landið í nóvbember í fyrra ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún í Borodianka.Stjórnarráðið Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu til Kænugarðs snemma í morgun eftir um sólarhrings ferðalag. Þær héldu þegar í fygld öryggissveita Volodymyrs Zelenskys forseta til Bucha. Þær funda síðan með forsetanum og öðrum ráðamönnum síðar í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hlýða á lýsingar á því sem gerðist í Borodianka.stjórnarráðið Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar tóku myndirnar sem fylgja þessari frétt. Á þeim sjást Katrín og Þórdís Kolbrún skoða ummerkin eftir eyðileggingu Rússa. Ónafngreindur fulltrúi stjórnvalda í Úkraínu skýr þeim frá því sem gerðist. Þórdís Kolbrún í Borodianka.stjórnarráðið Katrín virðir fyrir sér eyðilegginguna í Borodianka.Stjórnarráðið Rússar skildu eftir sig gífurlega eyðileggingu í Borodianka.stjórnarráðið Í Bucha lögðu Katrín og Þórdís Kolbrún blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá fjölmörgu sem Rússar myrtu í bænum. Þær skoðuðu einnig myndasýningu inni í kirkju í bænum af aðstæðum eins og þær voru þegar Úkraínumenn frelsuðu bæinn úr klóm Rússa. Forsætis- og utanríkisráðherra lögðu blómsveiga að minnisvarða um þá sem voru myrtir í Bucha.Stjórnarráðið Stjórnarráðið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir sýna hinum föllnu hluttekningu sína.Stjórnarráðið Í kirkju í Bucha hefur verið sett upp myndasýning af því sem blasti við eftir að Rússar voru hraktir á brott úr bænum.Stjórnarráðið Fréttin var uppfærð klukkan 09:57 og aftur klukkan 10:10. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Áður en Katrín og Þórdís Kolbrún komu til Bucha komu þær við í bænum Borodianka þar sem margir féllu á fyrstu dögum innrásar Rússa í febrúar í fyrra. Þaðan héldu þær síðan til Bucha þar sem að minnsta kosti 450 lík af óbreyttum borgurum hafa fundust eftir að Rússar höfðu verið flæmdir þaðan á brott. Bærinn liggur rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð. Þetta er í annað skiptið sem Þórdís Kolbrún kemur til bæjarins en hún heimsótti landið í nóvbember í fyrra ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún í Borodianka.Stjórnarráðið Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu til Kænugarðs snemma í morgun eftir um sólarhrings ferðalag. Þær héldu þegar í fygld öryggissveita Volodymyrs Zelenskys forseta til Bucha. Þær funda síðan með forsetanum og öðrum ráðamönnum síðar í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hlýða á lýsingar á því sem gerðist í Borodianka.stjórnarráðið Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar tóku myndirnar sem fylgja þessari frétt. Á þeim sjást Katrín og Þórdís Kolbrún skoða ummerkin eftir eyðileggingu Rússa. Ónafngreindur fulltrúi stjórnvalda í Úkraínu skýr þeim frá því sem gerðist. Þórdís Kolbrún í Borodianka.stjórnarráðið Katrín virðir fyrir sér eyðilegginguna í Borodianka.Stjórnarráðið Rússar skildu eftir sig gífurlega eyðileggingu í Borodianka.stjórnarráðið Í Bucha lögðu Katrín og Þórdís Kolbrún blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá fjölmörgu sem Rússar myrtu í bænum. Þær skoðuðu einnig myndasýningu inni í kirkju í bænum af aðstæðum eins og þær voru þegar Úkraínumenn frelsuðu bæinn úr klóm Rússa. Forsætis- og utanríkisráðherra lögðu blómsveiga að minnisvarða um þá sem voru myrtir í Bucha.Stjórnarráðið Stjórnarráðið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir sýna hinum föllnu hluttekningu sína.Stjórnarráðið Í kirkju í Bucha hefur verið sett upp myndasýning af því sem blasti við eftir að Rússar voru hraktir á brott úr bænum.Stjórnarráðið Fréttin var uppfærð klukkan 09:57 og aftur klukkan 10:10.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu