Hundruðum barna gert að víkja úr Höllinni Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2023 13:30 Á meðal viðburða sem valda því að börn og unglingar í Laugardal geta ekki æft í Laugardalshöll, einu stóru íþróttahöllinni í þeirra hverfi, eru landsleikir Íslands í handbolta og körfubolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mikil bikarhátíð í handbolta er að hefjast í Laugardalshöll á morgun og stendur hún yfir fram á sunnudag. Á þeim tíma falla niður æfingar hjá hundruðum barna í Laugardal. Oddur Jóhannsson, körfuboltaþjálfari hjá Ármanni, bendir á þetta á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann að samtals 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni sé „hent út“ úr Höllinni á meðan bikarhátíðin standi yfir, eða samtals yfir 200 börnum. Þá eru ótaldar æfingar í öðrum íþróttagreinum sem fram hafa farið í Höllinni, á vegum Laugardalsfélaganna Ármanns og Þróttar. Bikarúrslit HSÍ hefjast á morgun og þá falla allar æfingar í Laugardalshöllinni niður. 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni hent út. Yfir 200 börn.Frá áramótum hafa 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. @Dagurb @framsokn @ruvithrottir @PiratarXP @visir_is @mblfrettir— Oddur Jóhannsson (@Oddurjo) March 14, 2023 Aðstöðuleysi hefur háð félögunum í Laugardal um langa hríð en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að með nýrri þjóðarhöll, sem stefnan er að rísi í Laugardal árið 2025, muni Ármann og Þróttur geta haft Laugardalshöll út af fyrir sig. Þau muni svo hafa aðgang að þjóðarhöll einnig. Í sameiginlegri ályktun aðalstjórna Þróttar og Ármanns í síðasta mánuði segir hins vegar að aðstöðuvandi hverfisfélaganna sé bráðamál. Brotthvarf yngri iðkenda vegna skorts á æfingaaðstöðu sé raunverulegt vandamál sem sé að aukast, og að borgaryfirvöld verði að bregðast við strax. Félögin telja að ný þjóðarhöll muni ekki anna þörf fyrir æfingatíma barna, unglinga og meistaraflokka, og að ljóst sé að iðkendur þurfi að víkja fyrir annarri starfsemi í höllinni rétt eins og staðan sé nú og hafi verið síðustu áratugi varðandi Laugardalshöll. Það sé óviðunandi fyrir félögin. Oddur segir í færslu sinni að frá áramótum hafi alls 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. Ný þjóðarhöll Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Oddur Jóhannsson, körfuboltaþjálfari hjá Ármanni, bendir á þetta á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann að samtals 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni sé „hent út“ úr Höllinni á meðan bikarhátíðin standi yfir, eða samtals yfir 200 börnum. Þá eru ótaldar æfingar í öðrum íþróttagreinum sem fram hafa farið í Höllinni, á vegum Laugardalsfélaganna Ármanns og Þróttar. Bikarúrslit HSÍ hefjast á morgun og þá falla allar æfingar í Laugardalshöllinni niður. 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni hent út. Yfir 200 börn.Frá áramótum hafa 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. @Dagurb @framsokn @ruvithrottir @PiratarXP @visir_is @mblfrettir— Oddur Jóhannsson (@Oddurjo) March 14, 2023 Aðstöðuleysi hefur háð félögunum í Laugardal um langa hríð en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að með nýrri þjóðarhöll, sem stefnan er að rísi í Laugardal árið 2025, muni Ármann og Þróttur geta haft Laugardalshöll út af fyrir sig. Þau muni svo hafa aðgang að þjóðarhöll einnig. Í sameiginlegri ályktun aðalstjórna Þróttar og Ármanns í síðasta mánuði segir hins vegar að aðstöðuvandi hverfisfélaganna sé bráðamál. Brotthvarf yngri iðkenda vegna skorts á æfingaaðstöðu sé raunverulegt vandamál sem sé að aukast, og að borgaryfirvöld verði að bregðast við strax. Félögin telja að ný þjóðarhöll muni ekki anna þörf fyrir æfingatíma barna, unglinga og meistaraflokka, og að ljóst sé að iðkendur þurfi að víkja fyrir annarri starfsemi í höllinni rétt eins og staðan sé nú og hafi verið síðustu áratugi varðandi Laugardalshöll. Það sé óviðunandi fyrir félögin. Oddur segir í færslu sinni að frá áramótum hafi alls 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll.
Ný þjóðarhöll Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira