Engar undanþágur! Auður Önnu Magnúsdóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 14. mars 2023 13:01 Stjórnir Ungra umhverfissinna og Landverndar telja að breyttar reglur um losunargjöld á flug séu nauðsynlegt skref til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi og telja að íslensk stjórnvöld eigi ekki að óska eftir undanþágum frá reglunum. Ákvörðun Evrópusambandsins um að setja ný og framsæknari markmið um samdrátt í losun gróðurhúslofttegunda, úr 40% í 55% fyrir árið 2030 miðað við 2005, var sett í ljósi markmiða Parísarsáttmálans. Stjórnvöld á Íslandi tóku undir nauðsyn þessarar ákvörðunar og forsætisráðherra hefur talað fyrir því að Ísland ætti að setja sér losunarmarkmið til samræmis við þetta uppfærða markmið. Það lá fyrir að ákvörðun Evrópusambandsins fylgdu margs háttar tillögur frá framkvæmdastjórn ESB um aðgerðir. Þær hafa komið fram um heitinu „fær í 55“ (fit for 55) og hafa verið lagðar bæði fyrir Ráðherrráð ESB og Evrópuþingið. Í desember s.l. náðist samkomulang um fjórar reglugerðabreytingar undir „Fit for 55“ lagasetningarpakkanum sem munu hafa áhrif á flug innan EES, Sviss og Stóra Bretlands. Ein breytingin sem nú er samkomulag um er breyting á ETS kerfinu (viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir) sem gerir það að verkum að úthlutun á fríum losunarheimildum til flugfélaga fellur niður í skrefum: 25% færri heimildir verða gefnar út 2024, 50% færri 2025, 75% færri 2026, og svo verður engum heimildum úthlutað frá og með 2027[1]. Með þessari breytingu þurfa flugfélög innan EES svæðisins og flug milli EES svæðisins, Sviss og Bretlands að greiða fyrir losun kolefnis vegna flugs í framangreindum áföngum. Flugsamgöngur eru ábyrgar fyrir 2 til 3% af hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og innan Evrópu er hlutfallið að nálgast 4%. Síðan 2010 hefur losun frá flugi aukist um 4-5% árlega [2]. Án aðgerða er fyrirsjáanlegt að vöxturinn haldi áfram með tilheyrandi áhrifum á loftslagið. Framangreind samþykkt þýðir að frá 2027 ber hvert flugfélag ábyrgð á að greiða fyrir sína losun. Stjórnir Landverndar og Ungra umhverfissinna telja þessa þróun nauðsynlegt skref í því mikilvæga verkefni að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda til að draga úr hamfarahlýnun af mannavöldum. Mengunarbótareglan er ein grundvallarregla í umhverfisrétti og þessi breyting er í samræmi við hana [3]. Það er vissulega áhyggjuefni að þessi breyting getur haft áhrif á samkeppnistöðu í flugi þar sem hún mun ekki gildafyrir allt alþjóðaflug. Það er að vísu verið að koma upp regluverki á heimsvísu á vegum Sameinuðu þjóðanna (CORSIA regluverkið), en það gengur ekkinærri jafn langt og er erfitt að fylgja eftir. Með þessari ákvörðun tekur Evrópa nauðsynlegt frumkvæði sem vonandi verður fylgt eftir innan breiðara alþjóðlegs samstarfs þegar fram líða stundir. Allt flug milli Íslands og EES ríkja, Sviss eða Bretlands mun falla undir breyttar reglur ETS. Þetta mun líklega þýða verðhækkanir á þessum flugferðum, en einnig hvetja til þess að á markað komi sparneytnari og loftslagsvænni flugvélar til mikilla hagsbóta; það er markmiðið til lengri tíma litið. Samhliða sparneytnari vélum þarf samt sem áður að sjá til þess að aukin skilvirkni valdi ekki aukningu í heildarlosun frá flugiðnaðinum eins og þróunin hefur verið síðustu tvo áratugina[4]. Flug til Íslands utan EES, Sviss og Bretlands og flug frá Íslandi til landa utan sömu svæða falla ekki undir nýja fyrirkomulagið og verður því ekki fyrir áhrifum að svo stöddu. Þetta nýja fyrirkomulag getur samt sem áður haft áhrif á tengiflug um Ísland á milli Ameríku og Evrópu þegar fram líða stundir. Breytingin sem fylgir þessu nýja fyrirkomulagi er því eðlilegt áhyggjuefni fyrir þau sem í hlut eiga en er ekki eins alvarlegt og umræðan lætur þar sem að helmingur umræddra flugferða milli Ameríku og Evrópu í gegnum Ísland falla ekki undir þetta breytta kerfi. Þrátt fyrir þetta telja stjórnir Landverndar og Ungra umhverfissinna að á heildina litið sé hið nýja fyrirkomulag nauðsynlegt skref til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flugsamgangna. Höfundar eru framkvæmdastjóri Landverndar og loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna. [1] Aðrar breytingar eru: 1) ReFuelEU Aviation regulation sem skyldar flugfélög til að blanda eldsneyti með vistvænni orkugjöfum (5% árið 2030 og 63% árið 2050), 2) Breytingar á Renewable Energy Directive 3) Breytingar á Energy Tax Directive (auknir skattar á flugeldsneyti). [2] Sjá líka hér Aviation - Fuels & Technologies - IEA Climate change and flying: what share of global CO2 emissions come from aviation? - Our World in Data [3] Stjórnarráðið | Mengunarbótareglan innleidd í íslensk lög (stjornarradid.is) [4] Raunin er sú að þrátt fyrir 37% bætingu í orkunotkun á hvern flogin farþegakílómetir hefur losun aukist um 70% milli 2003 og 2019 Aviation - Fuels & Technologies - IEA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Finnur Ricart Andrason Umhverfismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Stjórnir Ungra umhverfissinna og Landverndar telja að breyttar reglur um losunargjöld á flug séu nauðsynlegt skref til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi og telja að íslensk stjórnvöld eigi ekki að óska eftir undanþágum frá reglunum. Ákvörðun Evrópusambandsins um að setja ný og framsæknari markmið um samdrátt í losun gróðurhúslofttegunda, úr 40% í 55% fyrir árið 2030 miðað við 2005, var sett í ljósi markmiða Parísarsáttmálans. Stjórnvöld á Íslandi tóku undir nauðsyn þessarar ákvörðunar og forsætisráðherra hefur talað fyrir því að Ísland ætti að setja sér losunarmarkmið til samræmis við þetta uppfærða markmið. Það lá fyrir að ákvörðun Evrópusambandsins fylgdu margs háttar tillögur frá framkvæmdastjórn ESB um aðgerðir. Þær hafa komið fram um heitinu „fær í 55“ (fit for 55) og hafa verið lagðar bæði fyrir Ráðherrráð ESB og Evrópuþingið. Í desember s.l. náðist samkomulang um fjórar reglugerðabreytingar undir „Fit for 55“ lagasetningarpakkanum sem munu hafa áhrif á flug innan EES, Sviss og Stóra Bretlands. Ein breytingin sem nú er samkomulag um er breyting á ETS kerfinu (viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir) sem gerir það að verkum að úthlutun á fríum losunarheimildum til flugfélaga fellur niður í skrefum: 25% færri heimildir verða gefnar út 2024, 50% færri 2025, 75% færri 2026, og svo verður engum heimildum úthlutað frá og með 2027[1]. Með þessari breytingu þurfa flugfélög innan EES svæðisins og flug milli EES svæðisins, Sviss og Bretlands að greiða fyrir losun kolefnis vegna flugs í framangreindum áföngum. Flugsamgöngur eru ábyrgar fyrir 2 til 3% af hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og innan Evrópu er hlutfallið að nálgast 4%. Síðan 2010 hefur losun frá flugi aukist um 4-5% árlega [2]. Án aðgerða er fyrirsjáanlegt að vöxturinn haldi áfram með tilheyrandi áhrifum á loftslagið. Framangreind samþykkt þýðir að frá 2027 ber hvert flugfélag ábyrgð á að greiða fyrir sína losun. Stjórnir Landverndar og Ungra umhverfissinna telja þessa þróun nauðsynlegt skref í því mikilvæga verkefni að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda til að draga úr hamfarahlýnun af mannavöldum. Mengunarbótareglan er ein grundvallarregla í umhverfisrétti og þessi breyting er í samræmi við hana [3]. Það er vissulega áhyggjuefni að þessi breyting getur haft áhrif á samkeppnistöðu í flugi þar sem hún mun ekki gildafyrir allt alþjóðaflug. Það er að vísu verið að koma upp regluverki á heimsvísu á vegum Sameinuðu þjóðanna (CORSIA regluverkið), en það gengur ekkinærri jafn langt og er erfitt að fylgja eftir. Með þessari ákvörðun tekur Evrópa nauðsynlegt frumkvæði sem vonandi verður fylgt eftir innan breiðara alþjóðlegs samstarfs þegar fram líða stundir. Allt flug milli Íslands og EES ríkja, Sviss eða Bretlands mun falla undir breyttar reglur ETS. Þetta mun líklega þýða verðhækkanir á þessum flugferðum, en einnig hvetja til þess að á markað komi sparneytnari og loftslagsvænni flugvélar til mikilla hagsbóta; það er markmiðið til lengri tíma litið. Samhliða sparneytnari vélum þarf samt sem áður að sjá til þess að aukin skilvirkni valdi ekki aukningu í heildarlosun frá flugiðnaðinum eins og þróunin hefur verið síðustu tvo áratugina[4]. Flug til Íslands utan EES, Sviss og Bretlands og flug frá Íslandi til landa utan sömu svæða falla ekki undir nýja fyrirkomulagið og verður því ekki fyrir áhrifum að svo stöddu. Þetta nýja fyrirkomulag getur samt sem áður haft áhrif á tengiflug um Ísland á milli Ameríku og Evrópu þegar fram líða stundir. Breytingin sem fylgir þessu nýja fyrirkomulagi er því eðlilegt áhyggjuefni fyrir þau sem í hlut eiga en er ekki eins alvarlegt og umræðan lætur þar sem að helmingur umræddra flugferða milli Ameríku og Evrópu í gegnum Ísland falla ekki undir þetta breytta kerfi. Þrátt fyrir þetta telja stjórnir Landverndar og Ungra umhverfissinna að á heildina litið sé hið nýja fyrirkomulag nauðsynlegt skref til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flugsamgangna. Höfundar eru framkvæmdastjóri Landverndar og loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna. [1] Aðrar breytingar eru: 1) ReFuelEU Aviation regulation sem skyldar flugfélög til að blanda eldsneyti með vistvænni orkugjöfum (5% árið 2030 og 63% árið 2050), 2) Breytingar á Renewable Energy Directive 3) Breytingar á Energy Tax Directive (auknir skattar á flugeldsneyti). [2] Sjá líka hér Aviation - Fuels & Technologies - IEA Climate change and flying: what share of global CO2 emissions come from aviation? - Our World in Data [3] Stjórnarráðið | Mengunarbótareglan innleidd í íslensk lög (stjornarradid.is) [4] Raunin er sú að þrátt fyrir 37% bætingu í orkunotkun á hvern flogin farþegakílómetir hefur losun aukist um 70% milli 2003 og 2019 Aviation - Fuels & Technologies - IEA
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun