Eldræða Jódísar: Þingmenn verði að standa í lappirnar gegn „hryllingi“ á Seyðisfirði Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 14:38 Jódís Skúladóttir kallar eftir því að þingmenn standi með íbúum Seyðisfjarðar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna flutti eldræðu á Alþingi í dag og sagði öðrum þingmönnum að standa í lappirnar gegn erlendum fjárfestum. Tilefni ræðunnar er áætlað fiskeldi á Seyðisfirði en þingmaðurinn er þaðan. „Ég er hingað komin, rétt einn sprettinn, til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi, það er áform um fiskeldi í Seyðisfirði,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, í upphafi ræðunnar á Alþingi í dag. Ræðuna flutti Jódís undir liðnum Störf þingsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðisskipulagi fyrir Austfirði. Jódís furðar sig á því að fiskeldi í Seyðisfirði sé enn á áætlun þegar 75% íbúa sveitarfélagsins er á móti því. „Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75% íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn að kröfu erlendra fjárfesta. “ Þingmenn verði að standa í lappirnar Jódís gagnrýnir þingmenn fyrir að tala um vandamál þjóðarinnar en á sama tíma séu þeir einungis að hlaupa á eftir kröfu um arðsemi. „Hér koma þingmenn, dag eftir dag, og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum, slæma stöðu geðheilbrigðismála, staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu. Það þarf að keyra yfir lýðræðið, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf.“ Ræðu Jódísar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Jódísar um fiskeldi í Seyðisfirði Hún biðlar þá til þingmanna Norðausturkjördæmis að standa í lappirnar með vilja íbúa Seyðisfjarðar: „Sameining Múlaþings byggði að því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf, í Seyðisfirði er fiskvinnsla, þar er landbúnaður, það er engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum og sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta.“ Alþingi Fiskeldi Sjókvíaeldi Múlaþing Vinstri græn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
„Ég er hingað komin, rétt einn sprettinn, til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi, það er áform um fiskeldi í Seyðisfirði,“ segir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, í upphafi ræðunnar á Alþingi í dag. Ræðuna flutti Jódís undir liðnum Störf þingsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðisskipulagi fyrir Austfirði. Jódís furðar sig á því að fiskeldi í Seyðisfirði sé enn á áætlun þegar 75% íbúa sveitarfélagsins er á móti því. „Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75% íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn að kröfu erlendra fjárfesta. “ Þingmenn verði að standa í lappirnar Jódís gagnrýnir þingmenn fyrir að tala um vandamál þjóðarinnar en á sama tíma séu þeir einungis að hlaupa á eftir kröfu um arðsemi. „Hér koma þingmenn, dag eftir dag, og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum, slæma stöðu geðheilbrigðismála, staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu. Það þarf að keyra yfir lýðræðið, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf.“ Ræðu Jódísar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Jódísar um fiskeldi í Seyðisfirði Hún biðlar þá til þingmanna Norðausturkjördæmis að standa í lappirnar með vilja íbúa Seyðisfjarðar: „Sameining Múlaþings byggði að því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf, í Seyðisfirði er fiskvinnsla, þar er landbúnaður, það er engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum og sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta.“
Alþingi Fiskeldi Sjókvíaeldi Múlaþing Vinstri græn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira