Lohan greinir frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni. Eru þau hjónin afar spennt fyrir foreldrahlutverkinu.
Þetta er fyrsta barn þeirra beggja en Lohan er 36 ára gömul og Shammas einu ári yngri. Hann starfar sem viðskiptafræðingur hjá fjármálarisanum Credit Suisse í Dúbaí.
Lohan er þekkt fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Mean Girls, The Parent Trap, Freaky Friday og Herbie: Fully Loaded.