Nú hægt að einbeita sér að því sem skiptir máli Bjarki Sigurðsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. mars 2023 14:59 Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR í dag. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Stéttarfélög Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið endurkjörinn formaður VR með 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur sem bauð sig fram á móti honum. Í samtali við fréttastofu segist Ragnar vera sáttur með niðurstöðuna og les í hana að hann sé með mikinn stuðning innan félagsins. „Við erum með stórt og mikið félag, það er mikil breidd. Við erum með alla tekjuhópa, allt menntastig og þar fram eftir götunum. Þannig að það er mikil áskorun að setja saman kröfugerð og ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir alla. það er oft líklegra að það séu allir jafn óánægðir en jafn ánægðir. Í ljósi þess að ég er eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þá er ég ótrúlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Ragnar. Klippa: Krefjandi tímar framundan Tímarnir framundan hjá VR eru mjög krefjandi að mati Ragnars og því sé það mikilvægt að vera samheldin og þétt. Framundan eru kjarasamningar í rúmlega tíu prósent verðbólga og segir hann leigumarkaðinn vera vígvöll. Honum þykir það gott að þessari baráttu sé lokið svo hægt sé að einbeita sér að því sem skiptir máli. Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifer Schröder og Vala Ólöf Kristjánsdóttir koma öll ný inn í stjórn VR og missa Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir sæti sín. Þær buðu sig báðar aftur fram. „Ég get unnið með öllum og ég held að þessi hópur sem er að koma inn í stjórnina sé bara mjög öflugur. Það sem við þurfum á að halda í verkefnunum fram undan. Ég hef engar áhyggjur af öðru en að stjórn muni snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk og fólkið í landinu inn í næstu kjaraviðræður,“ segir Ragnar.
Stéttarfélög Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira