Rússar ætla að sækja drónann í Svartahaf Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 15:00 Dróni af gerðinni MQ-9 Reaper. EPA/Yfirliðþjálfinn Paul Holcomb Rússar ætla að reyna að sækja brak bandaríska drónans sem brotlenti í Svartahafi í gær. Bandaríkjamenn segja drónann hafa lent í hafinu eftir að rússneskri herþotu hafi verið flogið utan í hann. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir Nikolai Patrushev, embættismanni úr þjóðaröryggisráði Rússlands, að það komi ekki annað til greina en að reyna að ná brakinu. Óljóst sé hvort það sé hægt en þeir verði að reyna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Patrushev að atvikið með drónann sanni að Bandaríkjamenn hafi beina aðkomu að stríðinu í Úkraínu. Frá Washington má heyra að drónanum, sem var af gerðinni MQ-9 Reaper, hafi verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að rússneskir flugmenn á tveimur SU-27 orrustuþotum hafi flogið í kringum drónann og þar að auki skvett eldsneyti á hann. Þeir segja einnig að Rússarnir hafi flogið í kringum drónann í allt að fjörutíu mínútur þegar ein orrustuþotan rakst utan í hann. Við það hafi þurft að lenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði í Svartahafi. Bandaríkjamenn telja líklegt að orrustuþotan hafi skemmst en segja að flugmanni hennar hafi tekist að lenda henni. Dróninn er sagður hafa lent í sjónum suðaustur af hinni frægu Snákaeyju, um þrjátíu sjómílur frá strönd Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið í dag. Hann sagði meðal annars að hegðun rússnesku flugmannanna hefði verið „hættuleg“. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu áfram fljúga í alþjóðlegri lofthelgi og annarsstaðar þar sem það væri löglegt. Rússar halda því aftur á móti fram að drónanum hafi verið flogið inn á lokað svæði nærri landamærum Rússlands. Þá segja þeir að dróninn hafi lent í hafinu eftir að flugmaður hans hafi misst stjórn á honum. Sjá einnig: Sendiherra Rússa í Bandaríkjunum kallar uppákomuna „ögrun“ AP fréttaveitan segir Bandaríkjamenn vera að íhuga að hvort birta eigi myndefni úr drónanum sem sýnir atvikið. Reaper-dróninn er um ellefu metra langur, fjögurra metra hár og rúm tvö tonn að þyngd. Hægt er að fljúga honum í allt að fimmtíu þúsund feta hæð og um 2.500 kílómetra. Hann getur borið allt að átta eldflaugar og ber einnig margskonar skynjara. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir Nikolai Patrushev, embættismanni úr þjóðaröryggisráði Rússlands, að það komi ekki annað til greina en að reyna að ná brakinu. Óljóst sé hvort það sé hægt en þeir verði að reyna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Patrushev að atvikið með drónann sanni að Bandaríkjamenn hafi beina aðkomu að stríðinu í Úkraínu. Frá Washington má heyra að drónanum, sem var af gerðinni MQ-9 Reaper, hafi verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að rússneskir flugmenn á tveimur SU-27 orrustuþotum hafi flogið í kringum drónann og þar að auki skvett eldsneyti á hann. Þeir segja einnig að Rússarnir hafi flogið í kringum drónann í allt að fjörutíu mínútur þegar ein orrustuþotan rakst utan í hann. Við það hafi þurft að lenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði í Svartahafi. Bandaríkjamenn telja líklegt að orrustuþotan hafi skemmst en segja að flugmanni hennar hafi tekist að lenda henni. Dróninn er sagður hafa lent í sjónum suðaustur af hinni frægu Snákaeyju, um þrjátíu sjómílur frá strönd Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið í dag. Hann sagði meðal annars að hegðun rússnesku flugmannanna hefði verið „hættuleg“. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu áfram fljúga í alþjóðlegri lofthelgi og annarsstaðar þar sem það væri löglegt. Rússar halda því aftur á móti fram að drónanum hafi verið flogið inn á lokað svæði nærri landamærum Rússlands. Þá segja þeir að dróninn hafi lent í hafinu eftir að flugmaður hans hafi misst stjórn á honum. Sjá einnig: Sendiherra Rússa í Bandaríkjunum kallar uppákomuna „ögrun“ AP fréttaveitan segir Bandaríkjamenn vera að íhuga að hvort birta eigi myndefni úr drónanum sem sýnir atvikið. Reaper-dróninn er um ellefu metra langur, fjögurra metra hár og rúm tvö tonn að þyngd. Hægt er að fljúga honum í allt að fimmtíu þúsund feta hæð og um 2.500 kílómetra. Hann getur borið allt að átta eldflaugar og ber einnig margskonar skynjara.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira