Þögull barnamálaráðherra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 16. mars 2023 07:01 Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Fyrirkomulagið hefur staðið aðeins í meirihlutanum í Garðabæ þrátt fyrir að nú búi um 130 flóttamenn í sveitarfélaginu. En nú er komið að því að Garðabær tekur skrefið og undirbýr undirritun og því fögnum við í Viðreisn svo sannarlega. Það er eitt við samninginn sem ég hnýt sérstaklega um, ásamt fleiru sveitastjórnarfólki. Það það er skortur á stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Barna- og menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér það í hugarlund að þessi stuðningur við væri sérstaklega mikilvægur. Það væri amk ekki mikilvægt að koma að málum hratt og örugglega. Í stað þess að tryggja strax sérstakan stuðning við börn sem hafa verið á flótta, leggur hann til tímabundin tilraunaverkefni fyrir sum sveitarfélög og athuganir, sem mun tefja fyrir þeim stuðningi sem börnin þurfa strax. Skiljum börnin ekki eftir Það er okkur öllum ljóst að ef það skiptir máli að hlúa vel að börnum þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hlúa vel að aðlögun barna á flótta. Búa svo um að hvergi beri skugga á. Börn á flótta eru svo óendanlega varnarlaus og verða af svo dýrmætu og mikilvægu jafnvægi í uppvexti. Öryggi, húsaskjól og menntun er eitthvað sem okkur þykir mikilvægt að bjóða börnum upp á í okkar samfélagi. Eitt er að koma fólki á flótta í skjól og veita nauðsynlega þjónustu og við erum öll sammála um mikilvægi þess. En það skýtur skökku við að þar séu börn undanskilin. Við vitum öll sem viljum vita að álagið í leik- og grunnskólum er mikið fyrir. Leikskólar glíma við hinn sígilda mönnunarvanda og grunnskólarnir eru sveltir af því fagfólki sem þarf til þess að mæta þeim fjölbreytileika sem tilheyrir skólakerfi sem ætlað er fyrir öll. Ég velti þessu sérstaklega fyrir mér því barnamálaráðherra hefur haft svo hátt (er það ekki það sem menn segja þegar röddin er hækkuð?) um betri þjónustu við börn. Öll börn. Því finnst mér hljóð og mynd ekki fara saman. Það fer ekki saman ómurinn úr barnamálaráðuneytinu um að gera best fyrir öll börn, ópið sem berst frá skólasamfélaginu um að kerfið okkar sé að kikna undan álagi og kallið eftir stuðningi einmitt til þess að geta gert það allra besta fyrir öll börn. Líka flóttabörnin okkar sem barnamálaráðherra er þögull um. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Viðreisn Garðabær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Börn og uppeldi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Fyrirkomulagið hefur staðið aðeins í meirihlutanum í Garðabæ þrátt fyrir að nú búi um 130 flóttamenn í sveitarfélaginu. En nú er komið að því að Garðabær tekur skrefið og undirbýr undirritun og því fögnum við í Viðreisn svo sannarlega. Það er eitt við samninginn sem ég hnýt sérstaklega um, ásamt fleiru sveitastjórnarfólki. Það það er skortur á stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Barna- og menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér það í hugarlund að þessi stuðningur við væri sérstaklega mikilvægur. Það væri amk ekki mikilvægt að koma að málum hratt og örugglega. Í stað þess að tryggja strax sérstakan stuðning við börn sem hafa verið á flótta, leggur hann til tímabundin tilraunaverkefni fyrir sum sveitarfélög og athuganir, sem mun tefja fyrir þeim stuðningi sem börnin þurfa strax. Skiljum börnin ekki eftir Það er okkur öllum ljóst að ef það skiptir máli að hlúa vel að börnum þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hlúa vel að aðlögun barna á flótta. Búa svo um að hvergi beri skugga á. Börn á flótta eru svo óendanlega varnarlaus og verða af svo dýrmætu og mikilvægu jafnvægi í uppvexti. Öryggi, húsaskjól og menntun er eitthvað sem okkur þykir mikilvægt að bjóða börnum upp á í okkar samfélagi. Eitt er að koma fólki á flótta í skjól og veita nauðsynlega þjónustu og við erum öll sammála um mikilvægi þess. En það skýtur skökku við að þar séu börn undanskilin. Við vitum öll sem viljum vita að álagið í leik- og grunnskólum er mikið fyrir. Leikskólar glíma við hinn sígilda mönnunarvanda og grunnskólarnir eru sveltir af því fagfólki sem þarf til þess að mæta þeim fjölbreytileika sem tilheyrir skólakerfi sem ætlað er fyrir öll. Ég velti þessu sérstaklega fyrir mér því barnamálaráðherra hefur haft svo hátt (er það ekki það sem menn segja þegar röddin er hækkuð?) um betri þjónustu við börn. Öll börn. Því finnst mér hljóð og mynd ekki fara saman. Það fer ekki saman ómurinn úr barnamálaráðuneytinu um að gera best fyrir öll börn, ópið sem berst frá skólasamfélaginu um að kerfið okkar sé að kikna undan álagi og kallið eftir stuðningi einmitt til þess að geta gert það allra besta fyrir öll börn. Líka flóttabörnin okkar sem barnamálaráðherra er þögull um. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar