Þögull barnamálaráðherra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 16. mars 2023 07:01 Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Fyrirkomulagið hefur staðið aðeins í meirihlutanum í Garðabæ þrátt fyrir að nú búi um 130 flóttamenn í sveitarfélaginu. En nú er komið að því að Garðabær tekur skrefið og undirbýr undirritun og því fögnum við í Viðreisn svo sannarlega. Það er eitt við samninginn sem ég hnýt sérstaklega um, ásamt fleiru sveitastjórnarfólki. Það það er skortur á stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Barna- og menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér það í hugarlund að þessi stuðningur við væri sérstaklega mikilvægur. Það væri amk ekki mikilvægt að koma að málum hratt og örugglega. Í stað þess að tryggja strax sérstakan stuðning við börn sem hafa verið á flótta, leggur hann til tímabundin tilraunaverkefni fyrir sum sveitarfélög og athuganir, sem mun tefja fyrir þeim stuðningi sem börnin þurfa strax. Skiljum börnin ekki eftir Það er okkur öllum ljóst að ef það skiptir máli að hlúa vel að börnum þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hlúa vel að aðlögun barna á flótta. Búa svo um að hvergi beri skugga á. Börn á flótta eru svo óendanlega varnarlaus og verða af svo dýrmætu og mikilvægu jafnvægi í uppvexti. Öryggi, húsaskjól og menntun er eitthvað sem okkur þykir mikilvægt að bjóða börnum upp á í okkar samfélagi. Eitt er að koma fólki á flótta í skjól og veita nauðsynlega þjónustu og við erum öll sammála um mikilvægi þess. En það skýtur skökku við að þar séu börn undanskilin. Við vitum öll sem viljum vita að álagið í leik- og grunnskólum er mikið fyrir. Leikskólar glíma við hinn sígilda mönnunarvanda og grunnskólarnir eru sveltir af því fagfólki sem þarf til þess að mæta þeim fjölbreytileika sem tilheyrir skólakerfi sem ætlað er fyrir öll. Ég velti þessu sérstaklega fyrir mér því barnamálaráðherra hefur haft svo hátt (er það ekki það sem menn segja þegar röddin er hækkuð?) um betri þjónustu við börn. Öll börn. Því finnst mér hljóð og mynd ekki fara saman. Það fer ekki saman ómurinn úr barnamálaráðuneytinu um að gera best fyrir öll börn, ópið sem berst frá skólasamfélaginu um að kerfið okkar sé að kikna undan álagi og kallið eftir stuðningi einmitt til þess að geta gert það allra besta fyrir öll börn. Líka flóttabörnin okkar sem barnamálaráðherra er þögull um. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Viðreisn Garðabær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Börn og uppeldi Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Fyrirkomulagið hefur staðið aðeins í meirihlutanum í Garðabæ þrátt fyrir að nú búi um 130 flóttamenn í sveitarfélaginu. En nú er komið að því að Garðabær tekur skrefið og undirbýr undirritun og því fögnum við í Viðreisn svo sannarlega. Það er eitt við samninginn sem ég hnýt sérstaklega um, ásamt fleiru sveitastjórnarfólki. Það það er skortur á stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Barna- og menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér það í hugarlund að þessi stuðningur við væri sérstaklega mikilvægur. Það væri amk ekki mikilvægt að koma að málum hratt og örugglega. Í stað þess að tryggja strax sérstakan stuðning við börn sem hafa verið á flótta, leggur hann til tímabundin tilraunaverkefni fyrir sum sveitarfélög og athuganir, sem mun tefja fyrir þeim stuðningi sem börnin þurfa strax. Skiljum börnin ekki eftir Það er okkur öllum ljóst að ef það skiptir máli að hlúa vel að börnum þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hlúa vel að aðlögun barna á flótta. Búa svo um að hvergi beri skugga á. Börn á flótta eru svo óendanlega varnarlaus og verða af svo dýrmætu og mikilvægu jafnvægi í uppvexti. Öryggi, húsaskjól og menntun er eitthvað sem okkur þykir mikilvægt að bjóða börnum upp á í okkar samfélagi. Eitt er að koma fólki á flótta í skjól og veita nauðsynlega þjónustu og við erum öll sammála um mikilvægi þess. En það skýtur skökku við að þar séu börn undanskilin. Við vitum öll sem viljum vita að álagið í leik- og grunnskólum er mikið fyrir. Leikskólar glíma við hinn sígilda mönnunarvanda og grunnskólarnir eru sveltir af því fagfólki sem þarf til þess að mæta þeim fjölbreytileika sem tilheyrir skólakerfi sem ætlað er fyrir öll. Ég velti þessu sérstaklega fyrir mér því barnamálaráðherra hefur haft svo hátt (er það ekki það sem menn segja þegar röddin er hækkuð?) um betri þjónustu við börn. Öll börn. Því finnst mér hljóð og mynd ekki fara saman. Það fer ekki saman ómurinn úr barnamálaráðuneytinu um að gera best fyrir öll börn, ópið sem berst frá skólasamfélaginu um að kerfið okkar sé að kikna undan álagi og kallið eftir stuðningi einmitt til þess að geta gert það allra besta fyrir öll börn. Líka flóttabörnin okkar sem barnamálaráðherra er þögull um. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar