Skiptar skoðanir um að loka grunnskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 07:01 Einungis níu börn eru nú nemendur í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Vísir/Vilhelm Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna. Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“ Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“
Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent