Stuðlum að vellíðan barna Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 20. mars 2023 08:00 Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar. „Ég ætla að verða hamingjusamur“ Þegar John Lennon var lítill var mamma hans mjög dugleg að segja við hann að það eina sem skipti máli í lífinu væri að hann yrði hamingjusamur. Þegar hann var fimm ára og byrjaði í skólanum spurði kennarinn nemendur hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Margir vildu verða slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, atvinnumenn í fótbolta, hárgreiðslukonur og löggur. Þegar röðin kom að John Lennon sagði hann hins vegar: „Ég ætla að verða hamingjusamur.“ Kennarinn sagði að hann hefði misskilið verkefnið. John Lennon svaraði að bragði: „Þú misskilur lífið.“ Hugarfrelsi/Steinþór Rafn Matthíasson Lykilatriði hamingju barna Þegar upp er staðið er það einmitt þetta sem við viljum fyrir börnin okkur, að þau verði hamingjusöm. En hvaða þættir geta stuðlað að vellíðan barna og ungmenna? Hér eru nokkur lykilatriði: Jákvæð tengsl: Börn þrífast á jákvæðum tengslum við fjölskyldumeðlimi, jafnaldra og kennara. Að eiga náin og styðjandi tengsl við fólk sem þykir vænt um þau getur hjálpað þeim að finnast þau elskuð, metin og örugg. Jákvæð, nærandi og gefandi tengsl styrkja sjálfsálit þeirra og stuðla að vellíðan. Vinátta og jákvæð tengsl eru eitt af því dýrmætasta sem barn getur átt. Tilfinning að tilheyra: Að finnast þau tilheyra og vera samþykkt og metin sem hluti af fjölskyldu, samfélagi eða vinahópi er mikilvægt fyrir hamingju barna. Börn sem finnst þau tilheyra eru líklegri til að tengjast öðrum, vera öruggari og hafa betra sjálfsálit. Þau eru líka líklegri til að taka virkan þátt í náminu, ná betri námsárangri og hafa færri hegðunarvandamál. Tækifæri til að leika og skemmta sér: Börn þurfa tækifæri til að leika sér, vera skapandi og hafa gaman. Leikur gerir börnum kleift að kanna áhugamál sín og þróa mikilvæga félagsfærni. Að leika og skemmta sér er nauðsynlegt fyrir þroska þeirra og vellíðan. Öruggt og stöðugt umhverfi: Börn þurfa að finna fyrir öryggi á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu. Öruggt og stöðugt umhverfi snýst m.a. um að setja skýr mörk, hlúa að jákvæðum tengslum, eiga í opinskáum og heiðarlegum samskiptum og sinna tilfinningalegum þörfum barnanna. Stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi getur hjálpað börnum að finna fyrir öryggi og stuðlað að velgengni og hamingju þeirra. Nám og persónulegur vöxtur: Nám og persónulegur vöxtur skiptir sköpum fyrir þroska og vellíðan barna. Nám gefur börnum tækifæri til að þróa vitræna hæfileika sína eins og minni, athygli og hæfileika til að leysa vandamál. Það getur auk þess veitt þeim tækifæri til að finna áhugamál, ástríður og hæfileika. Með því að bjóða börnum tækifæri til að læra og þroskast geta foreldrar, kennarar og umönnunaraðilar hjálpað þeim við að þróa þá færni, þekkingu og sjálfstraust sem þau þurfa til að ná árangri í lífinu. Þakklæti: Að þakka fyrir hversdagslegu atriðin í lífinu er mikilvægt fyrir hamingju barna og því gott að kenna þeim að þakka fyrir allt sem þau telja sjálfsagt eins og að fá að ganga í skóla, eiga vini, góða foreldra, tómstundir, hafa nóg að borða, hlý föt, hreint vatn að drekka og góða heilsu. Þegar börn læra að meta það góða í lífinu geta þau þróað með sér jákvæðari sýn á lífið, fundið gleði í hversdagslegum upplifunum og upplifað frið í hjarta sínu. Þakklát börn eru líka líklegri til að sýna öðrum samkennd og góðvild. Hrós: Einlægt hrós getur stuðlað að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Það getur einnig hjálpað til við að efla jákvæð tengsl milli barna og jafnaldra þeirra, kennara og foreldra. Þegar börn fá hrós frá öðrum getur það styrkt böndin og skapað tilfinningu um tengsl og gagnkvæma virðingu. Hrós getur einnig hvatt börn til jákvæðrar hegðunar. Þegar þau fá hrós fyrir að sýna jákvæða hegðun eins og góðvild, gjafmildi eða heiðarleika er líklegra að þau haldi áfram að sýna þessa hegðun í framtíðinni. Sköpum styðjandi umhverfi Að ala upp barn er vandasamt hlutverk. Það er ábyrgð foreldra að skapa því umhverfi til vaxtar og velfarnaðar þannig að það öðlist færni til að blómstra og eigi auðveldara með að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið færir því, sjálfsöruggt, jákvætt og hamingjusamt. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ingrid Kuhlman Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar. „Ég ætla að verða hamingjusamur“ Þegar John Lennon var lítill var mamma hans mjög dugleg að segja við hann að það eina sem skipti máli í lífinu væri að hann yrði hamingjusamur. Þegar hann var fimm ára og byrjaði í skólanum spurði kennarinn nemendur hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Margir vildu verða slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, atvinnumenn í fótbolta, hárgreiðslukonur og löggur. Þegar röðin kom að John Lennon sagði hann hins vegar: „Ég ætla að verða hamingjusamur.“ Kennarinn sagði að hann hefði misskilið verkefnið. John Lennon svaraði að bragði: „Þú misskilur lífið.“ Hugarfrelsi/Steinþór Rafn Matthíasson Lykilatriði hamingju barna Þegar upp er staðið er það einmitt þetta sem við viljum fyrir börnin okkur, að þau verði hamingjusöm. En hvaða þættir geta stuðlað að vellíðan barna og ungmenna? Hér eru nokkur lykilatriði: Jákvæð tengsl: Börn þrífast á jákvæðum tengslum við fjölskyldumeðlimi, jafnaldra og kennara. Að eiga náin og styðjandi tengsl við fólk sem þykir vænt um þau getur hjálpað þeim að finnast þau elskuð, metin og örugg. Jákvæð, nærandi og gefandi tengsl styrkja sjálfsálit þeirra og stuðla að vellíðan. Vinátta og jákvæð tengsl eru eitt af því dýrmætasta sem barn getur átt. Tilfinning að tilheyra: Að finnast þau tilheyra og vera samþykkt og metin sem hluti af fjölskyldu, samfélagi eða vinahópi er mikilvægt fyrir hamingju barna. Börn sem finnst þau tilheyra eru líklegri til að tengjast öðrum, vera öruggari og hafa betra sjálfsálit. Þau eru líka líklegri til að taka virkan þátt í náminu, ná betri námsárangri og hafa færri hegðunarvandamál. Tækifæri til að leika og skemmta sér: Börn þurfa tækifæri til að leika sér, vera skapandi og hafa gaman. Leikur gerir börnum kleift að kanna áhugamál sín og þróa mikilvæga félagsfærni. Að leika og skemmta sér er nauðsynlegt fyrir þroska þeirra og vellíðan. Öruggt og stöðugt umhverfi: Börn þurfa að finna fyrir öryggi á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu. Öruggt og stöðugt umhverfi snýst m.a. um að setja skýr mörk, hlúa að jákvæðum tengslum, eiga í opinskáum og heiðarlegum samskiptum og sinna tilfinningalegum þörfum barnanna. Stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi getur hjálpað börnum að finna fyrir öryggi og stuðlað að velgengni og hamingju þeirra. Nám og persónulegur vöxtur: Nám og persónulegur vöxtur skiptir sköpum fyrir þroska og vellíðan barna. Nám gefur börnum tækifæri til að þróa vitræna hæfileika sína eins og minni, athygli og hæfileika til að leysa vandamál. Það getur auk þess veitt þeim tækifæri til að finna áhugamál, ástríður og hæfileika. Með því að bjóða börnum tækifæri til að læra og þroskast geta foreldrar, kennarar og umönnunaraðilar hjálpað þeim við að þróa þá færni, þekkingu og sjálfstraust sem þau þurfa til að ná árangri í lífinu. Þakklæti: Að þakka fyrir hversdagslegu atriðin í lífinu er mikilvægt fyrir hamingju barna og því gott að kenna þeim að þakka fyrir allt sem þau telja sjálfsagt eins og að fá að ganga í skóla, eiga vini, góða foreldra, tómstundir, hafa nóg að borða, hlý föt, hreint vatn að drekka og góða heilsu. Þegar börn læra að meta það góða í lífinu geta þau þróað með sér jákvæðari sýn á lífið, fundið gleði í hversdagslegum upplifunum og upplifað frið í hjarta sínu. Þakklát börn eru líka líklegri til að sýna öðrum samkennd og góðvild. Hrós: Einlægt hrós getur stuðlað að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Það getur einnig hjálpað til við að efla jákvæð tengsl milli barna og jafnaldra þeirra, kennara og foreldra. Þegar börn fá hrós frá öðrum getur það styrkt böndin og skapað tilfinningu um tengsl og gagnkvæma virðingu. Hrós getur einnig hvatt börn til jákvæðrar hegðunar. Þegar þau fá hrós fyrir að sýna jákvæða hegðun eins og góðvild, gjafmildi eða heiðarleika er líklegra að þau haldi áfram að sýna þessa hegðun í framtíðinni. Sköpum styðjandi umhverfi Að ala upp barn er vandasamt hlutverk. Það er ábyrgð foreldra að skapa því umhverfi til vaxtar og velfarnaðar þannig að það öðlist færni til að blómstra og eigi auðveldara með að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið færir því, sjálfsöruggt, jákvætt og hamingjusamt. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar