Þarf að gera sér ferð til Íslands til að endurnýja rafræn skilríki Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. mars 2023 15:00 Ólíkt öðrum auðkennum sem í boði eru á Íslandi eru rafræn skilríki einungis afhent á skráningarstöðvum eftir ítarlega sannvottun á áskrifandanum í eigin persónu. Vísir Íslendingar sem enda með týnd eða útrunnin rafræn skilríki erlendis geta ekki látið virkja þau á ný nema mæta á skráningarstöð á Íslandi. Auðkenni vinnur að því með utanríkisráðuneytinu að opna skráningarstöðvar í sendiráðum Íslands sem munu bæta aðgengi Íslendinga búsettra erlendis að slíkri þjónustu. Þá er unnið að breytingum á smáforriti Auðkennis sem gerir notendum erlendis kleift að sækja skilríki í gegnum svokallaða lífkennaleið. Tugþúsunda fjárhagstjón „Þetta er virkilega glötuð þjónusta,“ segir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson í samtali við Vísi. Dóttir Sigtryggs er búsett í Svíþjóð og lenti því á dögunum að rafrænu skilríkin hennar runnu út. Hér á landi starfar Auðkenni ehf. sem fullgildur traustþjónustuveitandi í samræmi við lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti. Almennur gildistími rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út er fimm ár en mögulegt er að fá skilríki á svonefndu Auðkenniskorti með styttri gildistíma. Öllum notendum rafrænna skilríkja á farsímum er sent SMS og þeir varaðir við því að skilríkin séu að renna út og þeim bent að fara á næstu skráningastöð til að sækja um ný skilríki. Ef viðkomandi er hins vegar ekki með íslenskt símkort í símanum þá berst engin viðvörun um yfirvofandi ógildingu skilríkjanna. Þannig var það í tilfelli dóttur Sigtryggs og sér hún nú fram á að þurfa að fljúga heim til Ísland í þeim eina tilgangi að endurnýja skilríkin. „Það virðist ekki vera nein leið að bjarga þessu,“ segir Sigtryggur. Hann bendir á að án rafrænu skilríkjanna er ekki hægt að komast inn í banka til að ganga frá leigu eða öðru slíku, lánasjóðurinn krefst staðfestingar með rafrænum skilríkjum og ótal þjónustuaðilar bjóða ekki aðrar leiðir í samskiptum. „Þetta er gífurlegt vesen. Dóttir mín er í námi úti í Svíþjóð og án rafrænu skilríkjanna getur hún ekkert gert og er í raun alveg bjargarlaus. Hún getur ekki borgað námslán eða leigu.“ Sigtryggur segist hafa haft samband við Auðkenni vegna málsins og fengið þau svör að fyrirtækið væri bundið þeim ströngu lögum og reglu sem gilda um notkun og stofnun rafrænna skilríkja. Eins og staðan er núna þarf dóttir Sigtryggs að ferðast til Íslands til að ganga frá endurnýjuninni og koma sér svo aftur heim til Svíþjóðar. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda. „Hún kemst ekki hvenær sem er. Hún er að klára nám í vor og þarf að fara í kringum páskana. Mér sýnist að miði á hentugum tíma fyrir dóttur mína frá Stokkhólmi og til baka sé á í kringum 100.000 krónur.“ Sigtryggur telur mikilvægt að hafa reglurnar varðandi notkun og endurnýjun rafrænna skilríkja skýrari og aðgengilegri. Það sé ekki síst mikilvægt fyrir til dæmis eldra fólk og þá sem eru minna tölvu og tæknilæsir. „Það þarf að koma skýrum skilaboðum um hvernig kerfið virkar til dæmis til námsmanna erlendis, ekki aðeins þeirra sem eru með íslenskt símkort. Ég vona bara að það verði hægt að koma í veg fyrir að fleiri lendi í þessu.“ Mikilvægt að fólk sé meðvitað Ólíkt öðrum auðkennum sem í boði eru á Íslandi eru rafræn skilríki einungis afhent á skráningarstöðvum eftir ítarlega sannvottun á áskrifandanum í eigin persónu. Einungis skráningarfulltrúar sem hafa fengið sérstaka þjálfun annast afhendingu rafrænna skilríkja. Þessar öryggiskröfur sem gerðar eru til handhafa skilríkjanna tryggja að nær ómögulegt er að villa á sér heimildir með notkun skilríkjanna. „Það er krafa um það við auðkenningu manneskju að vita nákvæmlega hver viðkomandi er. Þá er algengast að þú mætir á staðinn. Það er í rauninni grunnkrafan,“ segir Haraldur A. Bjarnason framkvæmdastjóri Auðkennis í samtali við Vísi. Hann segir það ekki nýtt af nálinni að Íslendingar erlendis lendi í vandræðum vegna týndra eða útrunna rafrænna skilríkja. „Það sem við erum að vinna í til að mæta þessari þörf er tvíþætt. Við erum með auðkennisappið okkar, og þar erum við með í undirbúningi leið sem virkar þannig að þú getur skráð þig inn í appið með vegabréfinu þínu, þar sem þú notar vegabréfið, semsagt skráir þig inn með því, tekur „sjálfu“ mynd og berð saman. Það væri þá nokkurs konar sjálfsafgreiðsluferli. Við vonumst til að hægt verði að koma þessu í gang sem allra fyrst. Önnur lausn sem við erum að vinna að er í samstarfi við Utanríkisráðuneytið. Það virkar þá þannig að fólk geti farið í sendiráðið í viðkomandi landi til að fá aðstoð, rétt eins og þegar fólk lendir í því að týna vegabréfinu sínu.“ Haraldur segir brýnt að fólk sé meðvitað um gildistíma rafrænu skilríkjanna. „Það er mikilvægt að fólk passi upp á þetta, sérstaklega ef það er að fara erlendis. Rétt eins og fólk gerir með vegabréfin sín. Ef þú ert með rafræn skilríki þá gerir það lífið afar þægilegt. En auðvitað er hægt að sækja þjónustu með mismunandi hætti og við stjórnum því vissulega ekki hvaða fyrirtæki og stofnanir nýta eða gera kröfur um rafræn skilríki. En við reynum hvað við getum til gera fólki viðvart, til dæmis með Auðkennis appinu, þar höfum við betri möguleika á að láta fólk vita. Við skráum bæði netfang og símanúmer einstaklinga.“ Lífkennaleið brátt möguleg Auðkenni vinnur nú að því með utanríkisráðuneytinu að opna skráningarstöðvar í sendiráðum Íslands sem munu bæta aðgengi Íslendinga búsettra erlendis að slíkri þjónustu. Þetta kemur fram í nýlegu svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks Fólksins. Þá vinnur Auðkenni að breytingum á smáforriti Auðkennis sem mun gera einstaklingum með íslensk vegabréf kleift að nota lífkennaupplýsingarnar sínar, annars vegar þær sem fram koma í vegabréfi og hins vegar svokallaða „liveliness“-greiningu á andliti sínu, fyrir sjálfsafgreiðslu rafrænna skilríkja. Þegar sú lausn er tilbúin munu Íslendingar búsettir erlendis, sem hafa gild íslensk vegabréf, geta sótt skilríki í gegnum lífkennaleiðina. Þessi breyting kallar á samþykki eftirlitsaðila í samræmi við starfsleyfi Auðkennis. Stjórnsýsla Tækni Svíþjóð Neytendur Íslendingar erlendis Stafræn þróun Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Auðkenni vinnur að því með utanríkisráðuneytinu að opna skráningarstöðvar í sendiráðum Íslands sem munu bæta aðgengi Íslendinga búsettra erlendis að slíkri þjónustu. Þá er unnið að breytingum á smáforriti Auðkennis sem gerir notendum erlendis kleift að sækja skilríki í gegnum svokallaða lífkennaleið. Tugþúsunda fjárhagstjón „Þetta er virkilega glötuð þjónusta,“ segir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson í samtali við Vísi. Dóttir Sigtryggs er búsett í Svíþjóð og lenti því á dögunum að rafrænu skilríkin hennar runnu út. Hér á landi starfar Auðkenni ehf. sem fullgildur traustþjónustuveitandi í samræmi við lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti. Almennur gildistími rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út er fimm ár en mögulegt er að fá skilríki á svonefndu Auðkenniskorti með styttri gildistíma. Öllum notendum rafrænna skilríkja á farsímum er sent SMS og þeir varaðir við því að skilríkin séu að renna út og þeim bent að fara á næstu skráningastöð til að sækja um ný skilríki. Ef viðkomandi er hins vegar ekki með íslenskt símkort í símanum þá berst engin viðvörun um yfirvofandi ógildingu skilríkjanna. Þannig var það í tilfelli dóttur Sigtryggs og sér hún nú fram á að þurfa að fljúga heim til Ísland í þeim eina tilgangi að endurnýja skilríkin. „Það virðist ekki vera nein leið að bjarga þessu,“ segir Sigtryggur. Hann bendir á að án rafrænu skilríkjanna er ekki hægt að komast inn í banka til að ganga frá leigu eða öðru slíku, lánasjóðurinn krefst staðfestingar með rafrænum skilríkjum og ótal þjónustuaðilar bjóða ekki aðrar leiðir í samskiptum. „Þetta er gífurlegt vesen. Dóttir mín er í námi úti í Svíþjóð og án rafrænu skilríkjanna getur hún ekkert gert og er í raun alveg bjargarlaus. Hún getur ekki borgað námslán eða leigu.“ Sigtryggur segist hafa haft samband við Auðkenni vegna málsins og fengið þau svör að fyrirtækið væri bundið þeim ströngu lögum og reglu sem gilda um notkun og stofnun rafrænna skilríkja. Eins og staðan er núna þarf dóttir Sigtryggs að ferðast til Íslands til að ganga frá endurnýjuninni og koma sér svo aftur heim til Svíþjóðar. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda. „Hún kemst ekki hvenær sem er. Hún er að klára nám í vor og þarf að fara í kringum páskana. Mér sýnist að miði á hentugum tíma fyrir dóttur mína frá Stokkhólmi og til baka sé á í kringum 100.000 krónur.“ Sigtryggur telur mikilvægt að hafa reglurnar varðandi notkun og endurnýjun rafrænna skilríkja skýrari og aðgengilegri. Það sé ekki síst mikilvægt fyrir til dæmis eldra fólk og þá sem eru minna tölvu og tæknilæsir. „Það þarf að koma skýrum skilaboðum um hvernig kerfið virkar til dæmis til námsmanna erlendis, ekki aðeins þeirra sem eru með íslenskt símkort. Ég vona bara að það verði hægt að koma í veg fyrir að fleiri lendi í þessu.“ Mikilvægt að fólk sé meðvitað Ólíkt öðrum auðkennum sem í boði eru á Íslandi eru rafræn skilríki einungis afhent á skráningarstöðvum eftir ítarlega sannvottun á áskrifandanum í eigin persónu. Einungis skráningarfulltrúar sem hafa fengið sérstaka þjálfun annast afhendingu rafrænna skilríkja. Þessar öryggiskröfur sem gerðar eru til handhafa skilríkjanna tryggja að nær ómögulegt er að villa á sér heimildir með notkun skilríkjanna. „Það er krafa um það við auðkenningu manneskju að vita nákvæmlega hver viðkomandi er. Þá er algengast að þú mætir á staðinn. Það er í rauninni grunnkrafan,“ segir Haraldur A. Bjarnason framkvæmdastjóri Auðkennis í samtali við Vísi. Hann segir það ekki nýtt af nálinni að Íslendingar erlendis lendi í vandræðum vegna týndra eða útrunna rafrænna skilríkja. „Það sem við erum að vinna í til að mæta þessari þörf er tvíþætt. Við erum með auðkennisappið okkar, og þar erum við með í undirbúningi leið sem virkar þannig að þú getur skráð þig inn í appið með vegabréfinu þínu, þar sem þú notar vegabréfið, semsagt skráir þig inn með því, tekur „sjálfu“ mynd og berð saman. Það væri þá nokkurs konar sjálfsafgreiðsluferli. Við vonumst til að hægt verði að koma þessu í gang sem allra fyrst. Önnur lausn sem við erum að vinna að er í samstarfi við Utanríkisráðuneytið. Það virkar þá þannig að fólk geti farið í sendiráðið í viðkomandi landi til að fá aðstoð, rétt eins og þegar fólk lendir í því að týna vegabréfinu sínu.“ Haraldur segir brýnt að fólk sé meðvitað um gildistíma rafrænu skilríkjanna. „Það er mikilvægt að fólk passi upp á þetta, sérstaklega ef það er að fara erlendis. Rétt eins og fólk gerir með vegabréfin sín. Ef þú ert með rafræn skilríki þá gerir það lífið afar þægilegt. En auðvitað er hægt að sækja þjónustu með mismunandi hætti og við stjórnum því vissulega ekki hvaða fyrirtæki og stofnanir nýta eða gera kröfur um rafræn skilríki. En við reynum hvað við getum til gera fólki viðvart, til dæmis með Auðkennis appinu, þar höfum við betri möguleika á að láta fólk vita. Við skráum bæði netfang og símanúmer einstaklinga.“ Lífkennaleið brátt möguleg Auðkenni vinnur nú að því með utanríkisráðuneytinu að opna skráningarstöðvar í sendiráðum Íslands sem munu bæta aðgengi Íslendinga búsettra erlendis að slíkri þjónustu. Þetta kemur fram í nýlegu svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks Fólksins. Þá vinnur Auðkenni að breytingum á smáforriti Auðkennis sem mun gera einstaklingum með íslensk vegabréf kleift að nota lífkennaupplýsingarnar sínar, annars vegar þær sem fram koma í vegabréfi og hins vegar svokallaða „liveliness“-greiningu á andliti sínu, fyrir sjálfsafgreiðslu rafrænna skilríkja. Þegar sú lausn er tilbúin munu Íslendingar búsettir erlendis, sem hafa gild íslensk vegabréf, geta sótt skilríki í gegnum lífkennaleiðina. Þessi breyting kallar á samþykki eftirlitsaðila í samræmi við starfsleyfi Auðkennis.
Stjórnsýsla Tækni Svíþjóð Neytendur Íslendingar erlendis Stafræn þróun Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira