Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2023 20:31 Sr. Óskar Hafsteinn, prestur í Hruna, sem verður með kúamessu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00 í stærsta og glæsilegasta fjósi á Suðurlandi í Gunnbjarnarholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heldur óvenjuleg messa verður haldin á morgun, en það er Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi. Tveir kórar munu syngja í messunni. Presturinn hefur mestar áhyggjur af því að verða baulaður niður af kúnum Hér erum við að tala um fjósið í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 220 mjólkandi kýr. Séra Óskar Hafsteinn í Hrunaprestakalli, sem er í næstu sveit hefur boðað til Kúamessu í fjósinu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00. „Kirkjan á náttúrulega bara að vera á meðal fólksins, þar sem fólkið er, þar er kirkjan og við búum hérna í öflugu landbúnaðarhéraði og ég er með feiknalega skemmtilegt samstarfsfólk í kringum mig, bæði öfluga kóra og organista og þau eru bara til í allt. Nú er það bara fjósið, sem er okkar vettvangur,“ segir sr. Óskar En kýr og guð, er eitthvað sameiginlegt þar? „Já, ég er búin að vera mér til skemmtunar að skoða svolítið kýr, naut og mjólk og fjós út frá biblíunni og þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Og það má líka rifja það upp að nýja testamentið var upphaflega þýtt á íslensku í fjósi, nema hvað.“ Og Óskar bætir við. „Ég hugsa það að einhverjir ætli að koma í þessa messu til þess að freista þess að sjá baulað á prestinn og ég hugsa að þeim verði að ósk sinni.“ Sr. Óskar á alveg eins von á miklum bauli frá gripunum í fjósinu þegar hann byrjar að messa yfir dýrunum og mannfólkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir kórar munu syngja í messunni. “Í svona stórt hús þurfum við allavega tvo kóra. Ég hugsa að það verði á milli 40 og 60 söngvarar hérna á sunnudagskvöldið,” segir Óskar. En hvernig á svo fólk að vera klætt í kúamessunni? “Það er gott að vera í föðurlandinu og lopapeysunni, það er svolítið napurt, það er frost úti en við ætlum að syngja okkur til hita. Svo verður kaffi hérna og góð stemming.” Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjóðkirkjan Landbúnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Hér erum við að tala um fjósið í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 220 mjólkandi kýr. Séra Óskar Hafsteinn í Hrunaprestakalli, sem er í næstu sveit hefur boðað til Kúamessu í fjósinu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00. „Kirkjan á náttúrulega bara að vera á meðal fólksins, þar sem fólkið er, þar er kirkjan og við búum hérna í öflugu landbúnaðarhéraði og ég er með feiknalega skemmtilegt samstarfsfólk í kringum mig, bæði öfluga kóra og organista og þau eru bara til í allt. Nú er það bara fjósið, sem er okkar vettvangur,“ segir sr. Óskar En kýr og guð, er eitthvað sameiginlegt þar? „Já, ég er búin að vera mér til skemmtunar að skoða svolítið kýr, naut og mjólk og fjós út frá biblíunni og þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Og það má líka rifja það upp að nýja testamentið var upphaflega þýtt á íslensku í fjósi, nema hvað.“ Og Óskar bætir við. „Ég hugsa það að einhverjir ætli að koma í þessa messu til þess að freista þess að sjá baulað á prestinn og ég hugsa að þeim verði að ósk sinni.“ Sr. Óskar á alveg eins von á miklum bauli frá gripunum í fjósinu þegar hann byrjar að messa yfir dýrunum og mannfólkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir kórar munu syngja í messunni. “Í svona stórt hús þurfum við allavega tvo kóra. Ég hugsa að það verði á milli 40 og 60 söngvarar hérna á sunnudagskvöldið,” segir Óskar. En hvernig á svo fólk að vera klætt í kúamessunni? “Það er gott að vera í föðurlandinu og lopapeysunni, það er svolítið napurt, það er frost úti en við ætlum að syngja okkur til hita. Svo verður kaffi hérna og góð stemming.”
Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjóðkirkjan Landbúnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira