Af minkum og mönnum Rósa Líf Darradóttir skrifar 19. mars 2023 17:01 Þjóðsagan um minkinn Þegar ég var lítil var ég dauðhrædd um að mæta mink á förnum vegi. Ég var handviss um að þá væru dagar mínir taldir. Það gæti enginn lifað það af að mæta svo blóðþyrstu dýri. Svo kom að því, ég hitti mink. Hann minnti mig á kisuna mína en var helmingur af stærð hennar. Óttaslegin horfðumst við í augu og svo þaut hann í burtu. Ólíkt hræðslu minni þá var ótti hans við mig sannarlega réttmætur. Það er algengt að hafa falska staðalímynd í kollinum um dýr sem eru í földum iðnaði. Þessari fölsku staðalímynd er viðhaldið af vanþekkingu. Þessi vanþekking er framleiðendum dýranna í hag. Þetta sjáum við oft með fugla, svín og minka. Eftir því sem vanþekkingin er meiri því meira skeytingarleysi gagnvart meðferð þeirra. Þessi dýr eru stórkostleg en ekki heimsk eða óhrein. Minkurinn er ekki skrímsli sem heltekið er af drápslosta líkt og margir halda. Minkurinn er ekki skrímslið í þessari sögu. Atferli minka Minkar eru útsjónarsöm spendýr gædd miklum klifur- og sundhæfileikum. Þeir eru snjallir og skáka heimilisköttum í greind. Það er í eðli þeirra að busla í vatni, synda og tileinka sér óðul sem spanna 40 km svæði. Minkar geta synt á 6 metra dýpi, tekið 30 metra langa sundspretti og kafað í allt að 36 mínútur með stuttum hléum inni á milli. Líkt og kettir þá mala þeir þegar þeim líður vel. Þeir eru einfarar en hvolparnir halda sig hjá móður sinni fyrstu sex mánuðina þar til þeir eru tilbúnir að takast á við lífið á eigin spýtur. Það er mikil leikgleði í hvolpunum og ærslagangurinn minnir helst á kettlinga að leik. Minkar finna sér hentug greni þar sem þeir hvílast, fela matarafganga og þar sem að læðan annast afkvæmi sín. Hún gerir grenið notalegt með laufblöðum og feldi. Læðan annast afkvæmi sín af natni. Hún yfirgefur þá ekki fyrstu daga og vikur þar sem þeir fæðast nánast hárlausir og reiða sig á hlýju hennar. Læðan þarf því að veiða umfram þarfir sínar þegar kemur að goti og safnar upp matarbúri. Hún tryggir að hvolparnir borði fylli sína áður en hún sjálf borðar. @myshka_mink Minkur í búri Tilvera minka í loðdýraeldi á Íslandi er sú dapurlegasta sem hugsast getur. Frá fæðingu til dauðadags dvelur minkurinn í litlu og þröngu vírnetsbúri sem er 70 cm að lengd og 30 cm að breidd. Eina afþreying sem er í boði er ráfa í tilgangslausa hringi á þessu takmarkaða svæði. Minkurinn er um 45 cm að lengd og skottið 18 cm. Fætur hans fá aldrei að hvíla á öðru undirlagi en mjóum vírunum. Minkum er það eðlislægt að synda í vatni. Rannsókn sýnir að þegar þeir hafa ekki aðgang að vatni til að busla í veldur álíka streitu og þegar þeim er að neitað um fæðu. Dæmigerð hegðun dýra sem lokuð eru í búri er endurtekin sjálfskaðahegðun, t.d að bíta eigin húð eða naga í rimla búrsins. Allt einkenni sturlunar sem orsakast af endalausum leiða og ömurð. Þessi hörmulega tilvera endar svo á einkar ógeðfelldan og sársaukafullan hátt en minkum er troðið í lítinn kassa og þeir kæfðir til dauða með eiturgufum. Svona eru 90 þúsund hvolpar drepnir árlega á Íslandinu góða. Andrew Skowron Íslendingar eru eftirbátar Nú hafa 22 þjóðir bannað loðdýraeldi af dýravelferðarástæðum. Flestum er orðið ljóst hve grimmt það er að loka dýr í litlu búri ævilangt í lítilmannlegu tilgangsleysi. Þar að auki er iðnaðurinn skaðlegur umhverfi og heilsu. Aðspurð hyggst Matvælaráðherra ekki leggja til bann á loðdýraeldi en tekur fram að mikilvægt sé að gæta að velferð dýra og vísar ílög um það efni. Lögin sem kveða á um að dýr „geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt”. Því miður virðast þessi fínu lög vera upp á punt og ansi hentug í að grípa þegar ill meðferð dýra er til umræðu. Meðferð loðdýra er í hróplegri mótsögn við dýravelferðarlögin. Ekki horfa upp Fyrstu minkarnir voru fluttir inn 1931. Ári seinna hvatti náttúrufræðingurinn Guðmundur G. Bárðason landsmenn til að leggja niður loðdýrarækt. Ástæðan var áhættan að dýrin gætu komið sér fyrir í íslenskri náttúru með tilheyrandi röskun á vistkerfi. Þeir sem sáu atvinnutækifæri í að auka umsvif í búskapnum sögðu Guðmund ala á hjátrú þjóðar. Sama ár varð eitt helsta umhverfisslys í sögu Íslands þegar minkar sluppu úr búrum loðdýrabúa. Fyrir það hefur minkurinn sætt hatri og heift en iðnaðurinn hefur aldrei sætt ábyrgð vegna þessa. Þvert á móti fær iðnaðurinn að þrífast styrktur af almannafé. Hver er það sem er grimmur? Minkurinn á það til að veiða umfram þarfir sínar og þetta þykir vera dæmi um grimmd hans. Vitað er að þegar minkur er kunnugur staðháttum þá nýtir hann fæðulindir skynsamlega en aðkomuminkar eru líklegri til umframdrápa. Einfaldlega vegna þess að hann veit ekki hvenær næsta tækifæri verður til að næla sér í bráð. Það er hræsni að tala um grimmd í þessu samhengi. Maðurinn hendir nefnilega 18 milljörðum slátraðra landdýra á ári hverju. Fjórir af hverjum tíu fiskum sem veiddir eru enda í ruslinu. Maðurinn sem býr yfir getunni til að vega og meta afleiðingar gjörða sinna. Grimmd er að valda öðrum óþarfa skaða vitandi af annari og betri leið. Hugtakið á ekki við önnur dýr sem stjórnast af eðli og lifunarfærni sinni í villtri náttúrunni. Eitt er víst að ekkert annað dýr en maðurinn býr yfir svo martraðakenndri grimmd að telja sig eiga rétt á því loka dýr í litlum búrum og neita þeim um líf sem er virði að lifa til þess að klæðast húð þeirra. Tökum skref í rétta átt og hættum að leyfa slíkri grimmd að viðgangast á Íslandi.Samtök um dýravelferð á Íslandi skora á stjórnvöld að banna það dýraníð sem loðdýraeldi er. Skrifaðu undir áskorun hér. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Dýr Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þjóðsagan um minkinn Þegar ég var lítil var ég dauðhrædd um að mæta mink á förnum vegi. Ég var handviss um að þá væru dagar mínir taldir. Það gæti enginn lifað það af að mæta svo blóðþyrstu dýri. Svo kom að því, ég hitti mink. Hann minnti mig á kisuna mína en var helmingur af stærð hennar. Óttaslegin horfðumst við í augu og svo þaut hann í burtu. Ólíkt hræðslu minni þá var ótti hans við mig sannarlega réttmætur. Það er algengt að hafa falska staðalímynd í kollinum um dýr sem eru í földum iðnaði. Þessari fölsku staðalímynd er viðhaldið af vanþekkingu. Þessi vanþekking er framleiðendum dýranna í hag. Þetta sjáum við oft með fugla, svín og minka. Eftir því sem vanþekkingin er meiri því meira skeytingarleysi gagnvart meðferð þeirra. Þessi dýr eru stórkostleg en ekki heimsk eða óhrein. Minkurinn er ekki skrímsli sem heltekið er af drápslosta líkt og margir halda. Minkurinn er ekki skrímslið í þessari sögu. Atferli minka Minkar eru útsjónarsöm spendýr gædd miklum klifur- og sundhæfileikum. Þeir eru snjallir og skáka heimilisköttum í greind. Það er í eðli þeirra að busla í vatni, synda og tileinka sér óðul sem spanna 40 km svæði. Minkar geta synt á 6 metra dýpi, tekið 30 metra langa sundspretti og kafað í allt að 36 mínútur með stuttum hléum inni á milli. Líkt og kettir þá mala þeir þegar þeim líður vel. Þeir eru einfarar en hvolparnir halda sig hjá móður sinni fyrstu sex mánuðina þar til þeir eru tilbúnir að takast á við lífið á eigin spýtur. Það er mikil leikgleði í hvolpunum og ærslagangurinn minnir helst á kettlinga að leik. Minkar finna sér hentug greni þar sem þeir hvílast, fela matarafganga og þar sem að læðan annast afkvæmi sín. Hún gerir grenið notalegt með laufblöðum og feldi. Læðan annast afkvæmi sín af natni. Hún yfirgefur þá ekki fyrstu daga og vikur þar sem þeir fæðast nánast hárlausir og reiða sig á hlýju hennar. Læðan þarf því að veiða umfram þarfir sínar þegar kemur að goti og safnar upp matarbúri. Hún tryggir að hvolparnir borði fylli sína áður en hún sjálf borðar. @myshka_mink Minkur í búri Tilvera minka í loðdýraeldi á Íslandi er sú dapurlegasta sem hugsast getur. Frá fæðingu til dauðadags dvelur minkurinn í litlu og þröngu vírnetsbúri sem er 70 cm að lengd og 30 cm að breidd. Eina afþreying sem er í boði er ráfa í tilgangslausa hringi á þessu takmarkaða svæði. Minkurinn er um 45 cm að lengd og skottið 18 cm. Fætur hans fá aldrei að hvíla á öðru undirlagi en mjóum vírunum. Minkum er það eðlislægt að synda í vatni. Rannsókn sýnir að þegar þeir hafa ekki aðgang að vatni til að busla í veldur álíka streitu og þegar þeim er að neitað um fæðu. Dæmigerð hegðun dýra sem lokuð eru í búri er endurtekin sjálfskaðahegðun, t.d að bíta eigin húð eða naga í rimla búrsins. Allt einkenni sturlunar sem orsakast af endalausum leiða og ömurð. Þessi hörmulega tilvera endar svo á einkar ógeðfelldan og sársaukafullan hátt en minkum er troðið í lítinn kassa og þeir kæfðir til dauða með eiturgufum. Svona eru 90 þúsund hvolpar drepnir árlega á Íslandinu góða. Andrew Skowron Íslendingar eru eftirbátar Nú hafa 22 þjóðir bannað loðdýraeldi af dýravelferðarástæðum. Flestum er orðið ljóst hve grimmt það er að loka dýr í litlu búri ævilangt í lítilmannlegu tilgangsleysi. Þar að auki er iðnaðurinn skaðlegur umhverfi og heilsu. Aðspurð hyggst Matvælaráðherra ekki leggja til bann á loðdýraeldi en tekur fram að mikilvægt sé að gæta að velferð dýra og vísar ílög um það efni. Lögin sem kveða á um að dýr „geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt”. Því miður virðast þessi fínu lög vera upp á punt og ansi hentug í að grípa þegar ill meðferð dýra er til umræðu. Meðferð loðdýra er í hróplegri mótsögn við dýravelferðarlögin. Ekki horfa upp Fyrstu minkarnir voru fluttir inn 1931. Ári seinna hvatti náttúrufræðingurinn Guðmundur G. Bárðason landsmenn til að leggja niður loðdýrarækt. Ástæðan var áhættan að dýrin gætu komið sér fyrir í íslenskri náttúru með tilheyrandi röskun á vistkerfi. Þeir sem sáu atvinnutækifæri í að auka umsvif í búskapnum sögðu Guðmund ala á hjátrú þjóðar. Sama ár varð eitt helsta umhverfisslys í sögu Íslands þegar minkar sluppu úr búrum loðdýrabúa. Fyrir það hefur minkurinn sætt hatri og heift en iðnaðurinn hefur aldrei sætt ábyrgð vegna þessa. Þvert á móti fær iðnaðurinn að þrífast styrktur af almannafé. Hver er það sem er grimmur? Minkurinn á það til að veiða umfram þarfir sínar og þetta þykir vera dæmi um grimmd hans. Vitað er að þegar minkur er kunnugur staðháttum þá nýtir hann fæðulindir skynsamlega en aðkomuminkar eru líklegri til umframdrápa. Einfaldlega vegna þess að hann veit ekki hvenær næsta tækifæri verður til að næla sér í bráð. Það er hræsni að tala um grimmd í þessu samhengi. Maðurinn hendir nefnilega 18 milljörðum slátraðra landdýra á ári hverju. Fjórir af hverjum tíu fiskum sem veiddir eru enda í ruslinu. Maðurinn sem býr yfir getunni til að vega og meta afleiðingar gjörða sinna. Grimmd er að valda öðrum óþarfa skaða vitandi af annari og betri leið. Hugtakið á ekki við önnur dýr sem stjórnast af eðli og lifunarfærni sinni í villtri náttúrunni. Eitt er víst að ekkert annað dýr en maðurinn býr yfir svo martraðakenndri grimmd að telja sig eiga rétt á því loka dýr í litlum búrum og neita þeim um líf sem er virði að lifa til þess að klæðast húð þeirra. Tökum skref í rétta átt og hættum að leyfa slíkri grimmd að viðgangast á Íslandi.Samtök um dýravelferð á Íslandi skora á stjórnvöld að banna það dýraníð sem loðdýraeldi er. Skrifaðu undir áskorun hér. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun