Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Máni Snær Þorláksson skrifar 19. mars 2023 23:52 Mynd frá því þegar verið var að afgreiða ályktanir á landsfundi Vinstri grænna í dag. VG Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. Fyrir helgi var greint frá því að alls hefðu þrjátíu manns sagt sig úr flokknum eftir að frumvarpið var samþykkt. Á meðal þeirra sem sögðu sig úr flokknum voru til dæmis Bjartur Steingrímsson, sem var lengi virkur í ungliðastarfi flokksins og hefur verið á lista flokksins í Mosfellsbæ, en hann er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Þá sögðu Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG og framkvæmdastjóri Samtakanna 78, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, skilið við flokkinn. „Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið“ Í ályktun sem gerð var á fundinum kemur fram að áhersla eigi að vera lögð á „mikilvægi heildstefnumótunar í málefnum innflytjanda.“ Þá er áréttað að útlendingafrumvarpið sem var samþykkt í vikunni hvorki breyti né megi tefji þá vinnu. „Finna þarf leiðir fyrir þau sem hingað flytja til að taka fullan þátt í samfélaginu og tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Efla þarf samstarf ríkis og sveitarfélaga enn frekar vegna þjónustu við innflytjendur og fólk á flótta eins og með samræmdri móttöku flóttafólks.“ Einnig segir í ályktuninni að það sé nauðsynlegt að sveitarfélög um allt land taki þátt í samræmdri móttöku fólks á flótta og fái þannig nauðsynlegan stuðning. „Þá fagnar fundurinn tillögum um lagabreytingar sem auka tækifæri fólks sem býr utan EES-svæðisins til að flytjast til Íslands með því að rýmka reglur um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fyrir þann hóp.“ Í ályktuninni er svo lýst yfir ánægju með að þjónusta við fólk með alþjóðlega vernd heyri nú undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið en þar er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður flokksins, ráðherra. Þá er talið að ýmis jákvæð skref hafi verið stigin og er ein móttökumiðstöð nefnd þar sem dæmi. „Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið og tryggja að það standi betur undir auknum fjölda fólks á flótta.“ Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. 17. mars 2023 21:04 Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að alls hefðu þrjátíu manns sagt sig úr flokknum eftir að frumvarpið var samþykkt. Á meðal þeirra sem sögðu sig úr flokknum voru til dæmis Bjartur Steingrímsson, sem var lengi virkur í ungliðastarfi flokksins og hefur verið á lista flokksins í Mosfellsbæ, en hann er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Þá sögðu Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG og framkvæmdastjóri Samtakanna 78, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, skilið við flokkinn. „Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið“ Í ályktun sem gerð var á fundinum kemur fram að áhersla eigi að vera lögð á „mikilvægi heildstefnumótunar í málefnum innflytjanda.“ Þá er áréttað að útlendingafrumvarpið sem var samþykkt í vikunni hvorki breyti né megi tefji þá vinnu. „Finna þarf leiðir fyrir þau sem hingað flytja til að taka fullan þátt í samfélaginu og tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Efla þarf samstarf ríkis og sveitarfélaga enn frekar vegna þjónustu við innflytjendur og fólk á flótta eins og með samræmdri móttöku flóttafólks.“ Einnig segir í ályktuninni að það sé nauðsynlegt að sveitarfélög um allt land taki þátt í samræmdri móttöku fólks á flótta og fái þannig nauðsynlegan stuðning. „Þá fagnar fundurinn tillögum um lagabreytingar sem auka tækifæri fólks sem býr utan EES-svæðisins til að flytjast til Íslands með því að rýmka reglur um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fyrir þann hóp.“ Í ályktuninni er svo lýst yfir ánægju með að þjónusta við fólk með alþjóðlega vernd heyri nú undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið en þar er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður flokksins, ráðherra. Þá er talið að ýmis jákvæð skref hafi verið stigin og er ein móttökumiðstöð nefnd þar sem dæmi. „Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið og tryggja að það standi betur undir auknum fjölda fólks á flótta.“
Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. 17. mars 2023 21:04 Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira
Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. 17. mars 2023 21:04
Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25
Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18