RIFF á lista yfir mikilvægustu kvikmyndahátíðarnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. mars 2023 10:34 Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF. Vísir/Vilhelm RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, var á dögunum valin ein af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins af tímaritinu The Moviemaker. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þetta mikinn heiður. Niðurstöðurnar voru birtar á vef tímartisins og þar er RIFF talin upp í flokki þekktra kvikmyndahátíða á borð við San Sebastian, Rotterdam, Locarno, Mar Del Plata, CPH:DOX og Indie Lisboa. „Við hjá RIFF erum mjög spennt og þakklát fyrir að verða fyrir valinu. Þetta eru mjög virtar hátíðir sem þarna eru taldar upp sem margir þekkja,“ segir Hrönn Marinósdóttir. Frétt Moviemaker segir þessar hátíðir ómissandi og hvetur fólk til að sækja hátíðirnar heim ef það á möguleika á því. „Ef þú ert kvikmyndagerðarmaður sem hefur fengið myndina þína sýnda á viðkomandi kvikmyndahátíðum þá ættum við að taka viðtal við þig því þá ertu annað hvort búinn að slá í gegn eða á barmi þess að slá í gegn,“ segir einnig í fréttinni. View this post on Instagram A post shared by RIFF (@reykjavikfilmfestival) Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að tímaritið Moviemaker vilji með þessu beina athygli að og fagna kvikmyndahátíðum. „Ekki aðeins fimm stærstu í heimi sem eru Cannes, Feneyjar, Toronto, Sundance og Berlín, heldur virtum hátíðum sem eru afar mikilvægar til þess að vekja athygli á kvikmyndagerð í viðkomandi landi og til þess að vekja athygli á vandaðri kvikmyndagerð.“ RIFF verður haldin í tuttugasta sinn með pompi og prakt í haust frá 28. september til 8. október og að sögn Hrannar er undirbúningur kominn á fullt skrið. RIFF Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. 11. janúar 2023 12:14 RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Niðurstöðurnar voru birtar á vef tímartisins og þar er RIFF talin upp í flokki þekktra kvikmyndahátíða á borð við San Sebastian, Rotterdam, Locarno, Mar Del Plata, CPH:DOX og Indie Lisboa. „Við hjá RIFF erum mjög spennt og þakklát fyrir að verða fyrir valinu. Þetta eru mjög virtar hátíðir sem þarna eru taldar upp sem margir þekkja,“ segir Hrönn Marinósdóttir. Frétt Moviemaker segir þessar hátíðir ómissandi og hvetur fólk til að sækja hátíðirnar heim ef það á möguleika á því. „Ef þú ert kvikmyndagerðarmaður sem hefur fengið myndina þína sýnda á viðkomandi kvikmyndahátíðum þá ættum við að taka viðtal við þig því þá ertu annað hvort búinn að slá í gegn eða á barmi þess að slá í gegn,“ segir einnig í fréttinni. View this post on Instagram A post shared by RIFF (@reykjavikfilmfestival) Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að tímaritið Moviemaker vilji með þessu beina athygli að og fagna kvikmyndahátíðum. „Ekki aðeins fimm stærstu í heimi sem eru Cannes, Feneyjar, Toronto, Sundance og Berlín, heldur virtum hátíðum sem eru afar mikilvægar til þess að vekja athygli á kvikmyndagerð í viðkomandi landi og til þess að vekja athygli á vandaðri kvikmyndagerð.“ RIFF verður haldin í tuttugasta sinn með pompi og prakt í haust frá 28. september til 8. október og að sögn Hrannar er undirbúningur kominn á fullt skrið.
RIFF Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. 11. janúar 2023 12:14 RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. 11. janúar 2023 12:14
RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. 29. september 2022 13:31