Rupert Murdoch er trúlofaður Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2023 14:27 Hinn 92 ára Rupert Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Getty Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kærasta hans Ann Lesley Smith eru trúlofuð. New York Post greinir frá þessu en blaðið er í eigu hins 92 ára Murdoch. Þau trúlofuðust þann 17. mars síðastliðinn og stefna á að ganga í það heilaga í sumar. Níu mánuðir eru nú liðnir frá því að greint var frá því að hjónaband Murdoch og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall væri lokið. Hin 66 ára Ann Lesley Smith er ekkja kántrítónlistar- og sjónvarpsmannsins Chester Smith sem lést árið 2008, þá 78 ára gamall. Hún starfaði áður sem lögregluprestur í San Francisco. Murdoch segir í samtali við New York Post að hann hafi verið smeykur við að verða ástfanginn á ný. „En ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti. Það ætti að vera það. Ég er hamingjusamur,“ segir Murdoch í samtali við New York Post. Smith segir að þau hafi hist í september á síðasta ári og að það hafi verið gjöf guðs til þeirra beggja. „Ég hef verið ekkja í fjórtán ár. Líkt og Rupert þá var eiginmaður minn viðskiptamaður,“ segir Smith og vísar þar í að hann hafi átt þátt í að byggja upp fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva. „Ég tala sama tungumál og Rupert. Við erum með sama viðhorf til hlutanna.“ Murdoch hefur verið giftur fjórum sinnum. Hann var giftur Patriciu Booker á árunum 1956 til 1965, Önnu Mariu Torv 1967 til 1999, Wengi Deng 1999 til 2014 og Jerry Hall 2016 til 2022. Hann á sex uppkomin börn. Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Auðæfi hans eru metin á um 17 milljarða bandaríkjadala, samkvæmt Forbes. Hollywood Bandaríkin Ástin og lífið Tengdar fréttir Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
New York Post greinir frá þessu en blaðið er í eigu hins 92 ára Murdoch. Þau trúlofuðust þann 17. mars síðastliðinn og stefna á að ganga í það heilaga í sumar. Níu mánuðir eru nú liðnir frá því að greint var frá því að hjónaband Murdoch og ofurfyrirsætunnar Jerry Hall væri lokið. Hin 66 ára Ann Lesley Smith er ekkja kántrítónlistar- og sjónvarpsmannsins Chester Smith sem lést árið 2008, þá 78 ára gamall. Hún starfaði áður sem lögregluprestur í San Francisco. Murdoch segir í samtali við New York Post að hann hafi verið smeykur við að verða ástfanginn á ný. „En ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti. Það ætti að vera það. Ég er hamingjusamur,“ segir Murdoch í samtali við New York Post. Smith segir að þau hafi hist í september á síðasta ári og að það hafi verið gjöf guðs til þeirra beggja. „Ég hef verið ekkja í fjórtán ár. Líkt og Rupert þá var eiginmaður minn viðskiptamaður,“ segir Smith og vísar þar í að hann hafi átt þátt í að byggja upp fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva. „Ég tala sama tungumál og Rupert. Við erum með sama viðhorf til hlutanna.“ Murdoch hefur verið giftur fjórum sinnum. Hann var giftur Patriciu Booker á árunum 1956 til 1965, Önnu Mariu Torv 1967 til 1999, Wengi Deng 1999 til 2014 og Jerry Hall 2016 til 2022. Hann á sex uppkomin börn. Murdoch er eigandi fjölmiðla á borð við Fox News, The Times of London og The Wall Street Journal. Auðæfi hans eru metin á um 17 milljarða bandaríkjadala, samkvæmt Forbes.
Hollywood Bandaríkin Ástin og lífið Tengdar fréttir Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch. 22. júní 2022 22:02