Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 20:44 Starfsmenn á vegum lögreglunnar í New York borg reistu varnargirðingar við dómshúsið í borginni í morgun. Seth Wenig/Ap Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. Donald Trump sagði á laugardag að hann verði handtekinn á morgun. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á morgun, þriðjudag, og kallaði eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. Lögregluyfirvöld í New York ríki, þar sem mál Trumps eru til rannsóknar, eru á tánum vegna hugsanlegrar yfirvofandi ákvörðunar kviðdóms í ríkinu um að Trump verði ákærður. Búist var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu seint í dag eða á miðvikudag. Kviðdómurinn var þó enn að störfum við að afla sönnunargagna í dag, að því er segir í frétt Reuters um málið. Hluti af undirbúningi lögreglunnar var að reisa girðingar utan um og við dómshúsið á Manhattan. Mótmælahvatning hefur hlotið dræmar undirtektir Þrátt fyrir að óttast sé að skilaboð Trumps til stuðningsmanna sinna valdi því að þeir bregðist ókvæða við, líkt og þeir gerðu þann 2. janúar árið 2021 þegar þeir réðust inn í þinghúsið í Washington, virðast undirtektir vera dræmar. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir til að mynda að lögreglan þar í borg hafi fylgst vel með samfélagsmiðlum síðustu daga í leit að „óviðeigandi aðgerðum“, en að engar trúverðugar ógnir hafi fundist. Í frétt AP um málið segir að jafnvel sumir af hörðustu stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafi sagt hvatningu til mótmæla tímasóun eða jafnvel bragð af hálfu lögregluyfirvalda. Þeirra á meðal er Ali Alexander, einn skipuleggjenda „Stop the steal“, hreyfingar sem hélt því ranglega fram að sigri í forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“ af Trump. Hann varaði stuðningsmenn Trumps við því að mótmæla í New York, enda gætu þeir lent í því að vera handteknir eða þaðan af verra, gerðu þeir það. „Þið njótið hvorki frelsis né réttinda þar,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Donald Trump sagði á laugardag að hann verði handtekinn á morgun. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á morgun, þriðjudag, og kallaði eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. Lögregluyfirvöld í New York ríki, þar sem mál Trumps eru til rannsóknar, eru á tánum vegna hugsanlegrar yfirvofandi ákvörðunar kviðdóms í ríkinu um að Trump verði ákærður. Búist var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu seint í dag eða á miðvikudag. Kviðdómurinn var þó enn að störfum við að afla sönnunargagna í dag, að því er segir í frétt Reuters um málið. Hluti af undirbúningi lögreglunnar var að reisa girðingar utan um og við dómshúsið á Manhattan. Mótmælahvatning hefur hlotið dræmar undirtektir Þrátt fyrir að óttast sé að skilaboð Trumps til stuðningsmanna sinna valdi því að þeir bregðist ókvæða við, líkt og þeir gerðu þann 2. janúar árið 2021 þegar þeir réðust inn í þinghúsið í Washington, virðast undirtektir vera dræmar. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir til að mynda að lögreglan þar í borg hafi fylgst vel með samfélagsmiðlum síðustu daga í leit að „óviðeigandi aðgerðum“, en að engar trúverðugar ógnir hafi fundist. Í frétt AP um málið segir að jafnvel sumir af hörðustu stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafi sagt hvatningu til mótmæla tímasóun eða jafnvel bragð af hálfu lögregluyfirvalda. Þeirra á meðal er Ali Alexander, einn skipuleggjenda „Stop the steal“, hreyfingar sem hélt því ranglega fram að sigri í forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“ af Trump. Hann varaði stuðningsmenn Trumps við því að mótmæla í New York, enda gætu þeir lent í því að vera handteknir eða þaðan af verra, gerðu þeir það. „Þið njótið hvorki frelsis né réttinda þar,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira