Vistmorð: brýnt tímaspursmál Andrés Ingi Jónsson skrifar 21. mars 2023 08:32 Eitt allra mikilvægasta verkefni stjórnmálanna og samfélagsins alls er að ná viðsnúningi í umgengni mannfólks við náttúruna. Loftslagsvandinn er ein birtingarmynd – og sú sem hefur einna helst verið rædd undanfarin ár – en það er mikilvægt að líta ekki framhjá hinum stóru hnattrænu vandamálunum; útdauða tegunda og mengun. Þessa þrenns konar vá – afleiðingu ofnýtingar á auðlindum og ósjálfbærra framleiðsluhátta – hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent á sem samofinn vanda sem hefur gríðarleg áhrif á mannkyn allt. En á sama tíma og við glímum við þessi gríðarstóru vandamál sem teygja sig yfir heiminn allan, þá megum við ekki gleyma því að þau eiga sér öll rætur í ótal smærri ákvörðunum um staðbundin verkefni. Þau verkefni, þótt smærri séu, hafa oft gríðarlega mikil og neikvæð umhverfisáhrif hvert um sig – en vegna þess að þau safnast þegar saman kemur þá náum við aldrei tökum á hnattræna vandanum með því að snúa við einu og einu olíuskipi. Við verðum að snúa við þúsundum þeirra. Oft og tíðum stangast þessi mengandi starfsemi á við rétt fólks til heilnæms og öruggs umhverfis. Enda er sá réttur langt í frá að vera sjálfgefinn, rétt eins og önnur réttindi, sérstaklega þegar þau kunna að rekast á kröfu alþjóðlegra stórfyrirtækja til ofurgróða, þótt krafan sé gerð á kostnað náttúru og samfélags. Það er hér sem hugmyndin um vistmorð kemur inn sem eitt af þeim verkfærum sem getur orðið okkur að liði í baráttunni fyrir framtíð Jarðarinnar. Vistmorð snýst um ábyrgð Víðtæk umhverfisspjöll eiga sér stað um allan heim og enn er staðan sú að víða eru þau með öllu refsilaus. Fyrir því eru ýmsar ástæður, til dæmis vegna þess að löggjöf er veik eða óljós, eða vegna þess að aðilarnir sem menga ná að flýja lögsögu þeirra stjórnvalda sem gætu sótt hina ábyrgu til saka. Þetta hefur verið staðan áratugum saman – allt undir fölskum formerkjum efnahagslegra framfara – en þetta refsileysi er ein helsta ástæða þess að umhverfisspjöllunum linnir ekki. Með því að viðurkenna vistmorð sem brot á alþjóðalögum er hægt að takast á við refsileysið. Með því að gera einstaklinga í valdastöðum ábyrga fyrir ákvörðunum sem þeir taka, þar sem afleiðingarnar eru veruleg umhverfisspjöll, þá ýtum við þessum aðilum einfaldlega í áttina að betri ákvörðunum – hvort sem er á sviði ríkisstjórna eða risafyrirtækja. Með því að tryggja réttarstöðu náttúrunnar auðveldum við fólki að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar allra. Fræið hefur fest rætur víða um heim… Hugmyndin er ekki ný af nálinni – sennilega var Olof Palme fyrstur til að ræða mikilvægi þess að gera vistmorð refsivert fyrir hálfri öld síðan. En á undanförnum áratug hefur þessi hugmynd fengið byr undir báða vængi. Nú er svo komið að lögfesting vistmorðs er til umræðu í fjölda ríkja – til dæmis má nefna að Belgía hefur samþykkt þingsályktun og hefur stigið skrefið áfram og er við það að samþykkja frumvarp um að skilgreina vistmorð sem glæp. Þá er mikil undiralda byrjuð að bærast innan Evrópusambandsins í tengslum við vinnu við nýja tilskipun um umhverfisglæpi – en þar hafa fjórar af fimm fastanefndum sem að málinu koma lagt til að vistmorð sé hluti af því sem tilskipunin þarf að ná utan um. … og fær vonandi að blómstra á Íslandi Hér heima má svo vonandi sömuleiðis vænta góðra verka. Á síðasta ári vísaði Alþingi til ríkisstjórnar þingsályktunartillögu minni um að Ísland viðurkenndi vistmorð sem glæp og beitti sér fyrir því að það verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum. Nýverið spurði ég forsætisráðherra um afdrif þingsályktunartillögunnar og hvort stjórnvöld hefðu hafist handa og gripið til aðgerða. Það gladdi mig því þegar forsætisráðherra lýsti því yfir að hún teldi það bara vera tímaspursmál að vistmorð yrði að stóra málinu á vettvangi mannréttindamála og fullvissaði mig um að vinna við útfærsluna væri hafin. Verkefnið væri í höndum utanríkisráðherra. Það er sannarlega fagnaðarefni að verkefnið sé hafið – en það er mikilvægt að við höfum hraðann á. Það ætti vel að vera hægt að taka málið miklu lengra án þess að greina allt í ræmur – og við gætum misst af lestinni ef við tökum ekki af skarið. Ísland getur skipað sér í forystu ríkja sem berjast fyrir grænni og sjálfbærri framtíð. Sóknarfærin framundan eru enda gríðarleg; fomennska í norrænu ráðherranefndinni, formennska í Evrópuráðinu og leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík, þar sem stendur m.a. til að ræða rétt fólks til heilnæms umhverfis og náttúru. Evrópuráðsþingið hefur einmitt nefnt vistmorð sérstaklega sem mikilvægt verkfæri í þeirri vegferð. Í upphafi skyldi endinn skoða Allt lítur út fyrir að viðurkenning vistmorðs sem alþjóðlegs glæps sé nánast óumflýjanleg þróun. Hamfarahlýnun hefur skapað neyðarástand sem mannkyn um allan heim verður að bregðast við á áhrifaríkan hátt, og hugtakið um vistmorð mun koma til með að leika mikilvægt hlutverk í verkfærakistunni sem lýðræðissamfélög þurfa að útbúa sér. Ísland gæti skipað sér fremst í fylkingu grænna þjóðríkja og sýnt lífsnauðsynlegt fordæmi með því að leiða umræðuna um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað – sem gæti orðið til þess að fleiri þjóðir gangi í lið með okkur til að tryggja að hægt sé að gera hin valdamiklu ábyrg fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vonandi getum við sammælst um að yfirstíga flokkslínur í umhverfismálum til framtíðar og reynt að ná þverpólitískri sátt um loftslagsmálin – því raunveruleikinn sem við okkur blasir spyr ekki um pólitík: ekki aðeins nútíðin, heldur framtíðin sömuleiðis, er í húfi. Ráðamönnum heimsins ber skylda til að standa vörð um náttúruna. Fyrir náttúruna sjálfa og fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eitt allra mikilvægasta verkefni stjórnmálanna og samfélagsins alls er að ná viðsnúningi í umgengni mannfólks við náttúruna. Loftslagsvandinn er ein birtingarmynd – og sú sem hefur einna helst verið rædd undanfarin ár – en það er mikilvægt að líta ekki framhjá hinum stóru hnattrænu vandamálunum; útdauða tegunda og mengun. Þessa þrenns konar vá – afleiðingu ofnýtingar á auðlindum og ósjálfbærra framleiðsluhátta – hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent á sem samofinn vanda sem hefur gríðarleg áhrif á mannkyn allt. En á sama tíma og við glímum við þessi gríðarstóru vandamál sem teygja sig yfir heiminn allan, þá megum við ekki gleyma því að þau eiga sér öll rætur í ótal smærri ákvörðunum um staðbundin verkefni. Þau verkefni, þótt smærri séu, hafa oft gríðarlega mikil og neikvæð umhverfisáhrif hvert um sig – en vegna þess að þau safnast þegar saman kemur þá náum við aldrei tökum á hnattræna vandanum með því að snúa við einu og einu olíuskipi. Við verðum að snúa við þúsundum þeirra. Oft og tíðum stangast þessi mengandi starfsemi á við rétt fólks til heilnæms og öruggs umhverfis. Enda er sá réttur langt í frá að vera sjálfgefinn, rétt eins og önnur réttindi, sérstaklega þegar þau kunna að rekast á kröfu alþjóðlegra stórfyrirtækja til ofurgróða, þótt krafan sé gerð á kostnað náttúru og samfélags. Það er hér sem hugmyndin um vistmorð kemur inn sem eitt af þeim verkfærum sem getur orðið okkur að liði í baráttunni fyrir framtíð Jarðarinnar. Vistmorð snýst um ábyrgð Víðtæk umhverfisspjöll eiga sér stað um allan heim og enn er staðan sú að víða eru þau með öllu refsilaus. Fyrir því eru ýmsar ástæður, til dæmis vegna þess að löggjöf er veik eða óljós, eða vegna þess að aðilarnir sem menga ná að flýja lögsögu þeirra stjórnvalda sem gætu sótt hina ábyrgu til saka. Þetta hefur verið staðan áratugum saman – allt undir fölskum formerkjum efnahagslegra framfara – en þetta refsileysi er ein helsta ástæða þess að umhverfisspjöllunum linnir ekki. Með því að viðurkenna vistmorð sem brot á alþjóðalögum er hægt að takast á við refsileysið. Með því að gera einstaklinga í valdastöðum ábyrga fyrir ákvörðunum sem þeir taka, þar sem afleiðingarnar eru veruleg umhverfisspjöll, þá ýtum við þessum aðilum einfaldlega í áttina að betri ákvörðunum – hvort sem er á sviði ríkisstjórna eða risafyrirtækja. Með því að tryggja réttarstöðu náttúrunnar auðveldum við fólki að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar allra. Fræið hefur fest rætur víða um heim… Hugmyndin er ekki ný af nálinni – sennilega var Olof Palme fyrstur til að ræða mikilvægi þess að gera vistmorð refsivert fyrir hálfri öld síðan. En á undanförnum áratug hefur þessi hugmynd fengið byr undir báða vængi. Nú er svo komið að lögfesting vistmorðs er til umræðu í fjölda ríkja – til dæmis má nefna að Belgía hefur samþykkt þingsályktun og hefur stigið skrefið áfram og er við það að samþykkja frumvarp um að skilgreina vistmorð sem glæp. Þá er mikil undiralda byrjuð að bærast innan Evrópusambandsins í tengslum við vinnu við nýja tilskipun um umhverfisglæpi – en þar hafa fjórar af fimm fastanefndum sem að málinu koma lagt til að vistmorð sé hluti af því sem tilskipunin þarf að ná utan um. … og fær vonandi að blómstra á Íslandi Hér heima má svo vonandi sömuleiðis vænta góðra verka. Á síðasta ári vísaði Alþingi til ríkisstjórnar þingsályktunartillögu minni um að Ísland viðurkenndi vistmorð sem glæp og beitti sér fyrir því að það verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum. Nýverið spurði ég forsætisráðherra um afdrif þingsályktunartillögunnar og hvort stjórnvöld hefðu hafist handa og gripið til aðgerða. Það gladdi mig því þegar forsætisráðherra lýsti því yfir að hún teldi það bara vera tímaspursmál að vistmorð yrði að stóra málinu á vettvangi mannréttindamála og fullvissaði mig um að vinna við útfærsluna væri hafin. Verkefnið væri í höndum utanríkisráðherra. Það er sannarlega fagnaðarefni að verkefnið sé hafið – en það er mikilvægt að við höfum hraðann á. Það ætti vel að vera hægt að taka málið miklu lengra án þess að greina allt í ræmur – og við gætum misst af lestinni ef við tökum ekki af skarið. Ísland getur skipað sér í forystu ríkja sem berjast fyrir grænni og sjálfbærri framtíð. Sóknarfærin framundan eru enda gríðarleg; fomennska í norrænu ráðherranefndinni, formennska í Evrópuráðinu og leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík, þar sem stendur m.a. til að ræða rétt fólks til heilnæms umhverfis og náttúru. Evrópuráðsþingið hefur einmitt nefnt vistmorð sérstaklega sem mikilvægt verkfæri í þeirri vegferð. Í upphafi skyldi endinn skoða Allt lítur út fyrir að viðurkenning vistmorðs sem alþjóðlegs glæps sé nánast óumflýjanleg þróun. Hamfarahlýnun hefur skapað neyðarástand sem mannkyn um allan heim verður að bregðast við á áhrifaríkan hátt, og hugtakið um vistmorð mun koma til með að leika mikilvægt hlutverk í verkfærakistunni sem lýðræðissamfélög þurfa að útbúa sér. Ísland gæti skipað sér fremst í fylkingu grænna þjóðríkja og sýnt lífsnauðsynlegt fordæmi með því að leiða umræðuna um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað – sem gæti orðið til þess að fleiri þjóðir gangi í lið með okkur til að tryggja að hægt sé að gera hin valdamiklu ábyrg fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vonandi getum við sammælst um að yfirstíga flokkslínur í umhverfismálum til framtíðar og reynt að ná þverpólitískri sátt um loftslagsmálin – því raunveruleikinn sem við okkur blasir spyr ekki um pólitík: ekki aðeins nútíðin, heldur framtíðin sömuleiðis, er í húfi. Ráðamönnum heimsins ber skylda til að standa vörð um náttúruna. Fyrir náttúruna sjálfa og fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun