Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. mars 2023 14:45 Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps mætti í fylgd lögreglumanna í dómsal í dag. Vísir Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur. 25 eru ákærðir í málinu og koma hver fyrir sig fyrir dóminn í dag til að taka afstöðu til ákærunnar. Nítján ára umbjóðandi Ómars Valdimarssonar lögmanns er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist að þremur karlmönnum með hnífi. Stungið einn tvisvar í hægri axlarvöðva, tvisvar í hægri brjóstkassa, tvisvar í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Þá hafi hann stungið annan karlmann einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja í hægri framhandlegg og hægra læri. Alls tíu hnífsstungur sem hann játar. Hann neitar aftur á móti að hafa ætlað að drepa nokkurn. Frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk „Minn umbjóðandi er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hafnar því að hafa ætlað að drepa nokkurn mann en játar aftur á móti þá háttsemi sem honum er gefið að sök,“ segir Ómar. Karlmaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í nóvember. Ómar Valdimarsson, verjandi nítján ára karlmanns sem huldi höfuð sitt með grímu, sólgleraugum og hettu. Sá er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Nokkrir lögreglumenn voru á svæðinu, til taks, þegar þingfestingin fór fram.Vísir „Það er nokkuð langur tími liðinn síðan hann var settur inn. Á meðan málinu er ekki lokið er fyrir séð að hann verður í gæsluvarðhaldi. Það er ansi óheppilegt fyrir mann sem hefur ekki verið fundinn sekur um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ómar. Gæsluvarðhaldið leggist þungt á þann nítján ára. „Já, vissulega. Ég held að frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk.“ Ýmsir áverkar Karlmennirnir þrír sem ráðist var á fengu ýmis áverka og sár. Einn hlaut tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hlaut sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 mm langa rifu neðst í milta og lítils háttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hlaut 4-5 sm skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Nokkrir mánuðir í aðalmeðferð Reikna má með því að aðalmeðferð í málinu fari ekki fram fyrr en á síðari hluta þessa árs. Dómari gaf verjendum í dag frest til 19. júní til að skila greinargerðum í málinu. „Ég geri ráð fyrir því að það eigi eftir að taka einhvern tíma að reka málið. Svo á eftir að finna einhvern stað til að halda aðalmeðferðina. Ég get ekki ímyndað mér að það verði í þeim dómsölum sem eru í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ómar um dómhúsið við Lækjartorg. Þar vísar Ómar til þess mikla fjölda sakborninga sem ekki rúmist fyrir í dómsalnum á sama tíma. Dómsmál Dómstólar Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00 Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
25 eru ákærðir í málinu og koma hver fyrir sig fyrir dóminn í dag til að taka afstöðu til ákærunnar. Nítján ára umbjóðandi Ómars Valdimarssonar lögmanns er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist að þremur karlmönnum með hnífi. Stungið einn tvisvar í hægri axlarvöðva, tvisvar í hægri brjóstkassa, tvisvar í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Þá hafi hann stungið annan karlmann einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja í hægri framhandlegg og hægra læri. Alls tíu hnífsstungur sem hann játar. Hann neitar aftur á móti að hafa ætlað að drepa nokkurn. Frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk „Minn umbjóðandi er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hafnar því að hafa ætlað að drepa nokkurn mann en játar aftur á móti þá háttsemi sem honum er gefið að sök,“ segir Ómar. Karlmaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í nóvember. Ómar Valdimarsson, verjandi nítján ára karlmanns sem huldi höfuð sitt með grímu, sólgleraugum og hettu. Sá er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Nokkrir lögreglumenn voru á svæðinu, til taks, þegar þingfestingin fór fram.Vísir „Það er nokkuð langur tími liðinn síðan hann var settur inn. Á meðan málinu er ekki lokið er fyrir séð að hann verður í gæsluvarðhaldi. Það er ansi óheppilegt fyrir mann sem hefur ekki verið fundinn sekur um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ómar. Gæsluvarðhaldið leggist þungt á þann nítján ára. „Já, vissulega. Ég held að frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk.“ Ýmsir áverkar Karlmennirnir þrír sem ráðist var á fengu ýmis áverka og sár. Einn hlaut tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hlaut sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 mm langa rifu neðst í milta og lítils háttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hlaut 4-5 sm skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Nokkrir mánuðir í aðalmeðferð Reikna má með því að aðalmeðferð í málinu fari ekki fram fyrr en á síðari hluta þessa árs. Dómari gaf verjendum í dag frest til 19. júní til að skila greinargerðum í málinu. „Ég geri ráð fyrir því að það eigi eftir að taka einhvern tíma að reka málið. Svo á eftir að finna einhvern stað til að halda aðalmeðferðina. Ég get ekki ímyndað mér að það verði í þeim dómsölum sem eru í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ómar um dómhúsið við Lækjartorg. Þar vísar Ómar til þess mikla fjölda sakborninga sem ekki rúmist fyrir í dómsalnum á sama tíma.
Dómsmál Dómstólar Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00 Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00
Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31
Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent