Vísindin á bak við lesfimipróf Freyja Birgisdóttir, Kate Nation og Margaret Snowling skrifa 21. mars 2023 16:00 Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins birti grein í Vísi þann 4. mars og kallar eftir því að við „förum að ráðum fremstu vísindamanna heims (Snowling, Nation, Lyytinen) og hættum leshraðamælingum“. Hann skorar jafnframt á fræðasamfélagið að „rjúfa þögnina“ um leshraðapróf því „almenningur á kröfu á því að vísindin á bak við leshraðamælingar verði birtar“. Mikilvægt er að árétta að undirritaðar, Margaret Snowling og Kate Nation (sem Eyjólfur vísar til), kannast ekki við að hafa mælt með því að íslenskir grunnskólar hætti að leggja fyrir lesfimipróf. Þær kannast heldur ekki við þá heimild sem Eyjólfur vísar til. En hver eru rökin og vísindin á bak við lesfimipróf? Lesfimi er grundvöllur lesskilnings Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar. Sú færni er talinn nauðsynleg fyrir lesskilning því hún veitir lesandanum svigrúm til þess að beina athyglinni að innihaldi textans og öllum þeim flóknu orðum og upplýsingum sem gjarnan einkenna námsefnið, ekki síst þegar líða tekur á skólagönguna. Sérfræðingar jafnt sem fræðsluyfirvöld víða um heim skilgreina því lesfimi (e. reading fluency) sem lykilfærni í lestrarnámi og mæla með því að hún sé efld og metin reglulega (sjá t.d. Education Endowment Foundation‘s guidance). Hlutverk lesfimi í lesskilningi og lesblindu hefur mikið verið rannsakað Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi góðrar lesfimi fyrir lesskilning. Lesfimi í fyrstu bekkjum grunnskóla veitir til dæmis góða forspá um gengi nemenda í lesskilningi síðar, og nemendur sem eiga erfitt með lesskilning á mið- og unglingastigi eru margir hverjir jafnframt með slaka lesfimi. Slök lesfimi er auk þess eitt megineinkenni lesblindu (dyslexia), sem er aðal ástæða þess að lesblind börn eiga gjarnan erfitt með að skilja texta, þrátt fyrir góðan orðaforða og skilning á samfelldu mæltu máli. Mælingar á lesfimi eru því mikilvægur þáttur í greiningum á lesblindu (sjá t.d. samantekt á vegum Evrópusambandsins Dyslexia compass og greiningarviðmið DSM-5 fyrir lesblindu). Stöðluð lesfimipróf veita áreiðanlegar upplýsingar um framvindu í lestrarnámi Þyngd texta hefur mikil áhrif á mat á lesfimi. Stöðluð lesfimipróf byggja á ítarlegum rannsóknum á erfiðleikastigi texta og gefa því áreiðanlegar upplýsingar um stöðu og framvindu í lesfimi. Slík próf felast oftast í því að börn eru beðin um að lesa aldurssamsvarandi texta í eina eða tvær mínútur og lögð áhersla á að þau lesi skýrt, á jöfnum hraða og með eðlilegum áherslum. Staða barns og framfarir eru svo birtar út frá fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Einnig sýnir prófið hvort barn hefur náð tilteknu viðmiði um þá lágmarksfærni sem þarf til þess að geta beint athyglinni óhindrað að innihaldi textans. Börn sem ekki ná því viðmiði gætu þurft aukinn stuðning í lestrarnámi og því mikilvægt að finna þau sem allra fyrst. Eins og með allt námsmat þarf þó að huga vel að því hvernig niðurstöðum slíkra prófa er miðlað til nemenda. Lesfimi er nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda lesskilnings Þó lesfimi sé mikilvæg forsenda lesskilnings er hún ekki nægjanleg forsenda. Með aukinni lestrarreynslu verður umskráning sjálfvirkari og hættir að hamla lesskilningi. Við það fer málþroski, sér í lagi orðaforði, að hafa vaxandi áhrif á lesskilning. Lesfimiprófum er aðeins ætlað að fanga afmarkaðan hluta lestrarþróunar og koma því ekki í staðinn fyrir mat á öðrum hliðum læsis. Menntamálstofnun veitir kennurum aðgang að stöðluðu lesskilningsprófi (Orðarún) sem ætlað er öllum árgöngum grunnskólans, auk þess sem lesskilningur hefur verið stór hluti af samræmdum prófum í íslensku um árabil. Mælingar á málþroska, eins og til dæmis orðaforða, eru aftur á móti varla fyrir hendi og mjög brýnt er að bæta úr því. Mikilvægt er að halda áfram að meta lesfimi í íslenskum grunnskólum Lesfimipróf eru áreiðanleg og réttmæt leið til þess að fylgjast með framförum í lestri og gagnast vel til þess að koma auga á þau börn sem þurfa sértaks stuðnings við. Því er mikilvægt að íslenskir grunnskólar haldi áfram að meta lesfimi nemenda reglulega. Að sama skapi er mikilvægt að undirstrika að lesfimi er aðeins ein margra stoða lesskilnings og því mikilvægt að fylgjast með og efla aðra þætti læsis strax í upphafi lestrarnáms, eða jafnvel fyrr. Freyja Birgisdóttir er dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, Kate Nation er prófessor við Oxford Háskóla og Margaret Snowling er heiðursprófessor við Oxford Háskóla og St. John‘s College í Oxford. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Flokkur fólksins Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins birti grein í Vísi þann 4. mars og kallar eftir því að við „förum að ráðum fremstu vísindamanna heims (Snowling, Nation, Lyytinen) og hættum leshraðamælingum“. Hann skorar jafnframt á fræðasamfélagið að „rjúfa þögnina“ um leshraðapróf því „almenningur á kröfu á því að vísindin á bak við leshraðamælingar verði birtar“. Mikilvægt er að árétta að undirritaðar, Margaret Snowling og Kate Nation (sem Eyjólfur vísar til), kannast ekki við að hafa mælt með því að íslenskir grunnskólar hætti að leggja fyrir lesfimipróf. Þær kannast heldur ekki við þá heimild sem Eyjólfur vísar til. En hver eru rökin og vísindin á bak við lesfimipróf? Lesfimi er grundvöllur lesskilnings Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar. Sú færni er talinn nauðsynleg fyrir lesskilning því hún veitir lesandanum svigrúm til þess að beina athyglinni að innihaldi textans og öllum þeim flóknu orðum og upplýsingum sem gjarnan einkenna námsefnið, ekki síst þegar líða tekur á skólagönguna. Sérfræðingar jafnt sem fræðsluyfirvöld víða um heim skilgreina því lesfimi (e. reading fluency) sem lykilfærni í lestrarnámi og mæla með því að hún sé efld og metin reglulega (sjá t.d. Education Endowment Foundation‘s guidance). Hlutverk lesfimi í lesskilningi og lesblindu hefur mikið verið rannsakað Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi góðrar lesfimi fyrir lesskilning. Lesfimi í fyrstu bekkjum grunnskóla veitir til dæmis góða forspá um gengi nemenda í lesskilningi síðar, og nemendur sem eiga erfitt með lesskilning á mið- og unglingastigi eru margir hverjir jafnframt með slaka lesfimi. Slök lesfimi er auk þess eitt megineinkenni lesblindu (dyslexia), sem er aðal ástæða þess að lesblind börn eiga gjarnan erfitt með að skilja texta, þrátt fyrir góðan orðaforða og skilning á samfelldu mæltu máli. Mælingar á lesfimi eru því mikilvægur þáttur í greiningum á lesblindu (sjá t.d. samantekt á vegum Evrópusambandsins Dyslexia compass og greiningarviðmið DSM-5 fyrir lesblindu). Stöðluð lesfimipróf veita áreiðanlegar upplýsingar um framvindu í lestrarnámi Þyngd texta hefur mikil áhrif á mat á lesfimi. Stöðluð lesfimipróf byggja á ítarlegum rannsóknum á erfiðleikastigi texta og gefa því áreiðanlegar upplýsingar um stöðu og framvindu í lesfimi. Slík próf felast oftast í því að börn eru beðin um að lesa aldurssamsvarandi texta í eina eða tvær mínútur og lögð áhersla á að þau lesi skýrt, á jöfnum hraða og með eðlilegum áherslum. Staða barns og framfarir eru svo birtar út frá fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Einnig sýnir prófið hvort barn hefur náð tilteknu viðmiði um þá lágmarksfærni sem þarf til þess að geta beint athyglinni óhindrað að innihaldi textans. Börn sem ekki ná því viðmiði gætu þurft aukinn stuðning í lestrarnámi og því mikilvægt að finna þau sem allra fyrst. Eins og með allt námsmat þarf þó að huga vel að því hvernig niðurstöðum slíkra prófa er miðlað til nemenda. Lesfimi er nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda lesskilnings Þó lesfimi sé mikilvæg forsenda lesskilnings er hún ekki nægjanleg forsenda. Með aukinni lestrarreynslu verður umskráning sjálfvirkari og hættir að hamla lesskilningi. Við það fer málþroski, sér í lagi orðaforði, að hafa vaxandi áhrif á lesskilning. Lesfimiprófum er aðeins ætlað að fanga afmarkaðan hluta lestrarþróunar og koma því ekki í staðinn fyrir mat á öðrum hliðum læsis. Menntamálstofnun veitir kennurum aðgang að stöðluðu lesskilningsprófi (Orðarún) sem ætlað er öllum árgöngum grunnskólans, auk þess sem lesskilningur hefur verið stór hluti af samræmdum prófum í íslensku um árabil. Mælingar á málþroska, eins og til dæmis orðaforða, eru aftur á móti varla fyrir hendi og mjög brýnt er að bæta úr því. Mikilvægt er að halda áfram að meta lesfimi í íslenskum grunnskólum Lesfimipróf eru áreiðanleg og réttmæt leið til þess að fylgjast með framförum í lestri og gagnast vel til þess að koma auga á þau börn sem þurfa sértaks stuðnings við. Því er mikilvægt að íslenskir grunnskólar haldi áfram að meta lesfimi nemenda reglulega. Að sama skapi er mikilvægt að undirstrika að lesfimi er aðeins ein margra stoða lesskilnings og því mikilvægt að fylgjast með og efla aðra þætti læsis strax í upphafi lestrarnáms, eða jafnvel fyrr. Freyja Birgisdóttir er dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, Kate Nation er prófessor við Oxford Háskóla og Margaret Snowling er heiðursprófessor við Oxford Háskóla og St. John‘s College í Oxford.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun