Til áréttingar vegna Carbfix Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2023 06:00 Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhiti Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar