Drottningin af Boganum bankar á landsliðsdyrnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 15:01 Sandra María Jessen hefur verið á skotskónum í Lengjubikarnum og þá sérstaklega í Boganum. Hér er hún sem leikmaður Bayer 04 Leverkusen. Getty/Ralf Treese Sandra María Jessen hefur heldur betur farið á kostum með liði Þór/KA í Lengjubikarnum en Akureyrarkonur eru komnar í undanúrslit keppninnar. Sandra María var langmarkahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna með ellefu mörk í aðeins fimm leikjum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en sú næsta sem var Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Val með sjö mörk. Sandra hefur svo sannarlega verið drottningin af Boganum í þessum Lengjubikar því hún skoraði þrennu í öllum heimaleikjum Þór/KA sem voru allir spilaðir í Boganum. Drottningin af Boganum skoraði þrennu í 6-1 sigri á FH 12. febrúar, þá þrennu í 4-3 sigri á Íslandsmeisturum Vals 4. mars og loks þrennu í 7-2 sigri á Selfossi 19. mars. Sandra skoraði líka í hinum tveimur leikjunum því hún skoraði fyrsta markið í 3-1 útisigri á KR 25. febrúar og kom Þór/KA í 1-0 í 3-1 tapu á móti Þrótti í Egilshöllinni 10. mars síðastliðinn. Sandra kom til baka í fyrrasumar eftir barneignarfrí en hafði þar áður verið í atvinnumennsku í Þýskalandi. Þegar Sandra María spilaði úti þá var hún í íslenska landsliðinu en hefur ekki verið valin í landsliðið síðan að hún átti barnið. Sandra hefur hins vegar sýnt með frammistöðu sinni í Lengjubikarnum að hún er komin aftur í góða gamla markaformið sitt og hlýtur að vera farin að banka á landsliðsdyrnar. Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram á morgun og á laugardaginn en báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Breiðabliks og Þór/KA fer fram á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli (Sýndur á Stöð 2 Sport 5) og leikur Þróttar og Stjörnunnar fer fram á Þróttheimagrasinu klukkan 14.00 á laugardaginn (Sýndur á Stöð 2 Sport). Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Sandra María var langmarkahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna með ellefu mörk í aðeins fimm leikjum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en sú næsta sem var Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Val með sjö mörk. Sandra hefur svo sannarlega verið drottningin af Boganum í þessum Lengjubikar því hún skoraði þrennu í öllum heimaleikjum Þór/KA sem voru allir spilaðir í Boganum. Drottningin af Boganum skoraði þrennu í 6-1 sigri á FH 12. febrúar, þá þrennu í 4-3 sigri á Íslandsmeisturum Vals 4. mars og loks þrennu í 7-2 sigri á Selfossi 19. mars. Sandra skoraði líka í hinum tveimur leikjunum því hún skoraði fyrsta markið í 3-1 útisigri á KR 25. febrúar og kom Þór/KA í 1-0 í 3-1 tapu á móti Þrótti í Egilshöllinni 10. mars síðastliðinn. Sandra kom til baka í fyrrasumar eftir barneignarfrí en hafði þar áður verið í atvinnumennsku í Þýskalandi. Þegar Sandra María spilaði úti þá var hún í íslenska landsliðinu en hefur ekki verið valin í landsliðið síðan að hún átti barnið. Sandra hefur hins vegar sýnt með frammistöðu sinni í Lengjubikarnum að hún er komin aftur í góða gamla markaformið sitt og hlýtur að vera farin að banka á landsliðsdyrnar. Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram á morgun og á laugardaginn en báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Breiðabliks og Þór/KA fer fram á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli (Sýndur á Stöð 2 Sport 5) og leikur Þróttar og Stjörnunnar fer fram á Þróttheimagrasinu klukkan 14.00 á laugardaginn (Sýndur á Stöð 2 Sport). Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira