Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 14:01 Vignir Vatnar Stefánsson er sextándi stórmeistari Íslands. skák.is „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. „Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“ Skák Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
„Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“
Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson
Skák Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira