„Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. mars 2023 21:24 Rödd kennara hefur gleymst í umræðu um leiskóla, segja þeir kennarar sem birta grein á Vísi í dag. vísir/vilhelm Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. Í greininni segja kennarar og starfsfólk við leikskólann Rauðhól, að áform borgarinnar um að ráða inn fleira starfsfólk á leikskólum séu óraunhæfar, þar sem leikskólastigið hafi vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara. „Við viljum að í leikskólum starfi hæft fólk til að mæta þörfum barna sem eru jafn misjafnar og þær eru margar. Biðlistarnir eru ekki bara einhver börn á blaði, þetta eru börn með ólíkar þarfir sem eiga rétt á sérfræðiþekkingu til að mæta þeim,“ segir í greininni sem lesa má í heild sinni hér að neðan: Bent er á að ekki séu gerðar frekari kröfur til starfsfólks en að „vera glöð, jákvæð, traust og vera tilbúin til að tileinka sér fagleg vinnubrögð.“ Starfið krefjist hins vegar sérfræðiþekkingar og lærðir kennarar hafi ekki tíma til að kenna fullorðnum líka. „Með þessari atvinnuauglýsingu er verið að gefa í skyn að hver sem er geti unnið vinnuna sem við höfum sérhæft okkur í. Til hvers að fara í 5 ára háskólanám þegar þetta er viðhorfið?“ Orð Ragnhildar Öldu, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún stingur upp á foreldrareknum leikskólum eru einnig gagnrýnd. Skiptir engu máli hverjir sinna þessu starfi? Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum? Hvar er virðingin fyrir kennurum, náminu og menntun yngstu barnanna? Það er kannski bara vonlaust að þjóðfélagið líti á okkur sem menntastofnun og beri virðingu fyrir okkar starfi þegar þetta er viðhorfið. Frá mótmælum foreldra í Ráðhúsinu. vísir/vilhelm Sjónarmið atvinnulífs og foreldra Undirritaðir kennarar krefjast því umbóta með því að hægja á stækkun leikskólakerfisins, lengja fæðingarorlof og auka við nýliðun kennara. Barnamálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að lengja fæðingarorlof enn frekar. „Það að skapa fleiri pláss leysir engan vanda þegar að langflestir leikskólar eiga nú þegar í mönnunarvanda að stríða. Þegar nýir leikskólar opnast færist svo mönnunarvandinn á milli leikskóla þegar fólk færir sig til í starfi,“ segir í greininni og bent á að margir leikskólakennarar færi sig í grunnskóla þegar 5 ára deildir opna í sama hverfi, vegna betri kjara og minna álags. Þá segir að umræða um leiskólavanda hafi einungis farið fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. Hver er að huga að hagsmunum þeirra sem verja dögunum innan veggja leikskólans? Starfsfólk og börn þurfa að fá rödd og þeirra skoðun þarf að vera tekin inn í þessa umræðu. Því hvað er leikskóli án leikskólakennara? Það þarf að huga að innviðum leikskólans, sem er starfsfólkið, starfsfólkið sem fær það allra dýrmætasta sem foreldrar eiga í hendurnar á morgnana. Við þurfum að fá rými til þess að sinna starfinu okkar,“ segir í greininni sem lesa má í heild sinni hér. Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í. 21. mars 2023 12:31 „Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53 Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. 21. mars 2023 19:01 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Í greininni segja kennarar og starfsfólk við leikskólann Rauðhól, að áform borgarinnar um að ráða inn fleira starfsfólk á leikskólum séu óraunhæfar, þar sem leikskólastigið hafi vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara. „Við viljum að í leikskólum starfi hæft fólk til að mæta þörfum barna sem eru jafn misjafnar og þær eru margar. Biðlistarnir eru ekki bara einhver börn á blaði, þetta eru börn með ólíkar þarfir sem eiga rétt á sérfræðiþekkingu til að mæta þeim,“ segir í greininni sem lesa má í heild sinni hér að neðan: Bent er á að ekki séu gerðar frekari kröfur til starfsfólks en að „vera glöð, jákvæð, traust og vera tilbúin til að tileinka sér fagleg vinnubrögð.“ Starfið krefjist hins vegar sérfræðiþekkingar og lærðir kennarar hafi ekki tíma til að kenna fullorðnum líka. „Með þessari atvinnuauglýsingu er verið að gefa í skyn að hver sem er geti unnið vinnuna sem við höfum sérhæft okkur í. Til hvers að fara í 5 ára háskólanám þegar þetta er viðhorfið?“ Orð Ragnhildar Öldu, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún stingur upp á foreldrareknum leikskólum eru einnig gagnrýnd. Skiptir engu máli hverjir sinna þessu starfi? Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum? Hvar er virðingin fyrir kennurum, náminu og menntun yngstu barnanna? Það er kannski bara vonlaust að þjóðfélagið líti á okkur sem menntastofnun og beri virðingu fyrir okkar starfi þegar þetta er viðhorfið. Frá mótmælum foreldra í Ráðhúsinu. vísir/vilhelm Sjónarmið atvinnulífs og foreldra Undirritaðir kennarar krefjast því umbóta með því að hægja á stækkun leikskólakerfisins, lengja fæðingarorlof og auka við nýliðun kennara. Barnamálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að lengja fæðingarorlof enn frekar. „Það að skapa fleiri pláss leysir engan vanda þegar að langflestir leikskólar eiga nú þegar í mönnunarvanda að stríða. Þegar nýir leikskólar opnast færist svo mönnunarvandinn á milli leikskóla þegar fólk færir sig til í starfi,“ segir í greininni og bent á að margir leikskólakennarar færi sig í grunnskóla þegar 5 ára deildir opna í sama hverfi, vegna betri kjara og minna álags. Þá segir að umræða um leiskólavanda hafi einungis farið fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. Hver er að huga að hagsmunum þeirra sem verja dögunum innan veggja leikskólans? Starfsfólk og börn þurfa að fá rödd og þeirra skoðun þarf að vera tekin inn í þessa umræðu. Því hvað er leikskóli án leikskólakennara? Það þarf að huga að innviðum leikskólans, sem er starfsfólkið, starfsfólkið sem fær það allra dýrmætasta sem foreldrar eiga í hendurnar á morgnana. Við þurfum að fá rými til þess að sinna starfinu okkar,“ segir í greininni sem lesa má í heild sinni hér.
Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í. 21. mars 2023 12:31 „Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53 Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. 21. mars 2023 19:01 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36
Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í. 21. mars 2023 12:31
„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53
Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. 21. mars 2023 19:01