Taugaveiklun í Seðlabankanum Sigurjón Þórðarson skrifar 23. mars 2023 07:30 Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Vandi efnahagslífsins er mikil verðbólga sem orsakast annars vegar af hækkun á verði erlendra aðfanga og hins vegar vegna skorts á húsnæði. En húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin misseri. Vissulega hafa stjórnvöld kynnt verðbólgubálið með griðarlegum verðskrárhækkunum á þjónustugjöldum. Seðlabankinn hefur brugðist við verðbólgunni með gengdarlausum vaxtahækkunum en vandséð að hækkanir Seðlabankans geti haft nokkur áhrif á t.d. olíuverð á heimsmarkaði eða aukið framboð á íbúðarhúsnæði eða hvað þá lækkað gjaldheimtu Bjarna Ben. Margt bendir til þess að vaxtahækkanirnar hafi þveröfug áhrif, m.a. vegna þess að þær draga úr hvötum til byggingu íbúðarhúsnæðis og auka rekstrarkostnað fyrirtækja sem fyrirtæki velta síðan eðlilega út í verðlagið. Ýmislegt bendir til þess að það ríki ákveðið ójafnvægi og óðagot í Seðlabankanum, þ.e. að menn skrúfi upp vextina, án þess að meta heildstætt þau áhrif sem gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa á hagkerfið. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega lítil áhrif á verðbólguna, en hafa mikil á afkomu skuldsettra heimila og nú svo mikil að það stefnir í óefni. Það er sturluð staðreynd að stjórnvöld séu markvisst að setja heimilin og einkum heimili yngri kynlsóðanna á vonarvöl, og það þegar vel árar í samfélaginu. Seðlabankinn er að setja heimilinn á hausinn í miðju góðæri. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Vandi efnahagslífsins er mikil verðbólga sem orsakast annars vegar af hækkun á verði erlendra aðfanga og hins vegar vegna skorts á húsnæði. En húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin misseri. Vissulega hafa stjórnvöld kynnt verðbólgubálið með griðarlegum verðskrárhækkunum á þjónustugjöldum. Seðlabankinn hefur brugðist við verðbólgunni með gengdarlausum vaxtahækkunum en vandséð að hækkanir Seðlabankans geti haft nokkur áhrif á t.d. olíuverð á heimsmarkaði eða aukið framboð á íbúðarhúsnæði eða hvað þá lækkað gjaldheimtu Bjarna Ben. Margt bendir til þess að vaxtahækkanirnar hafi þveröfug áhrif, m.a. vegna þess að þær draga úr hvötum til byggingu íbúðarhúsnæðis og auka rekstrarkostnað fyrirtækja sem fyrirtæki velta síðan eðlilega út í verðlagið. Ýmislegt bendir til þess að það ríki ákveðið ójafnvægi og óðagot í Seðlabankanum, þ.e. að menn skrúfi upp vextina, án þess að meta heildstætt þau áhrif sem gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa á hagkerfið. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega lítil áhrif á verðbólguna, en hafa mikil á afkomu skuldsettra heimila og nú svo mikil að það stefnir í óefni. Það er sturluð staðreynd að stjórnvöld séu markvisst að setja heimilin og einkum heimili yngri kynlsóðanna á vonarvöl, og það þegar vel árar í samfélaginu. Seðlabankinn er að setja heimilinn á hausinn í miðju góðæri. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar