Meistaralegar markvörslur Viktors Gísla í Meistaradeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2023 12:00 Viktor Gísli Hallgrímsson er að standa sig á stóra sviðinu bæði með landsliðinu í undankeppni EM en líka með franska liðinu Nantes í Meistaradeildinni. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson heldur áfram að vekja athygli á stóra sviðinu. Viktor Gísli átti eins og flestir muna frábæra innkomu í níu marka sigurleiknum á Tékkum í Laugardalshöllinni í síðasta landsliðsglugga. Ísland steig þá stórt skref í átt að sigri í riðlinum og sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Viktor Gísli kom þá inn, varði fimm fyrstu skotin og var með yfir fimmtíu prósent markvörslu. Þá átti hann flottustu markvörslu umferðarinnar að mati samfélagsmiðla evrópska handboltasambandsins. Viktor Gísli er líka að standa sig á stóra sviðinu með félagsliði sínu. Í gærkvöldi þá hjálpaði Viktor Gísli franska liðinu Nantes að ná í jafntefli á útivelli á móti pólska liðinu Orlen Wisla Plock í fyrri leik liðanna í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Tvær af markvörslum Viktors Gísla voru teknar út á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar og það er hægt að sjá þessari meistaralegu markvörslur Viktors Gísla í Meistaradeildinni hér fyrir neðan. Viktor sést þar verja vítakast og svo úr algjöru dauðafæri á línunni og þessar vörslur skiptu miklu máli í svo jöfnum leik. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Franski handboltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Viktor Gísli átti eins og flestir muna frábæra innkomu í níu marka sigurleiknum á Tékkum í Laugardalshöllinni í síðasta landsliðsglugga. Ísland steig þá stórt skref í átt að sigri í riðlinum og sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Viktor Gísli kom þá inn, varði fimm fyrstu skotin og var með yfir fimmtíu prósent markvörslu. Þá átti hann flottustu markvörslu umferðarinnar að mati samfélagsmiðla evrópska handboltasambandsins. Viktor Gísli er líka að standa sig á stóra sviðinu með félagsliði sínu. Í gærkvöldi þá hjálpaði Viktor Gísli franska liðinu Nantes að ná í jafntefli á útivelli á móti pólska liðinu Orlen Wisla Plock í fyrri leik liðanna í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Tvær af markvörslum Viktors Gísla voru teknar út á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar og það er hægt að sjá þessari meistaralegu markvörslur Viktors Gísla í Meistaradeildinni hér fyrir neðan. Viktor sést þar verja vítakast og svo úr algjöru dauðafæri á línunni og þessar vörslur skiptu miklu máli í svo jöfnum leik. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Franski handboltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira