Hættulegur staður allt árið um kring Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2023 11:45 Mikill ís er í gilinu. Frá björgunaraðgerðum við Glym í gær. Landsbjörg Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49
Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52