Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. mars 2023 12:50 Minnisvarði sem reistur var til minningar um þau sem létu lífið í hungursneyðinni. Getty/Andre Luis Alves Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. Þingsályktunartillagan var samþykkt samhljóða en á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist sagðist hrærð eftir atkvæðagreiðsluna. „Ég er virkilega hrærð yfir samstöðu okkar alþingismanna í þessu máli. Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“ Hungursneyðin sem nefnist Holodomor varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða en þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. Hópmorð eru skilgreind sem verknaðir framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum. Til slíkra verknaða teljast morð á einstaklingum úr viðkomandi hópi, veiting alvarlegra líkamlegra eða andlegra áverka, vísvitandi skerðing á lífsskilyrðum hópsins sem miðar að útrýmingu hans í heild eða að hluta, vísvitandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum eða flutningur barna með valdi úr hópnum til annars hóps. Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þingsályktunartillagan var samþykkt samhljóða en á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist sagðist hrærð eftir atkvæðagreiðsluna. „Ég er virkilega hrærð yfir samstöðu okkar alþingismanna í þessu máli. Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“ Hungursneyðin sem nefnist Holodomor varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða en þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. Hópmorð eru skilgreind sem verknaðir framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum. Til slíkra verknaða teljast morð á einstaklingum úr viðkomandi hópi, veiting alvarlegra líkamlegra eða andlegra áverka, vísvitandi skerðing á lífsskilyrðum hópsins sem miðar að útrýmingu hans í heild eða að hluta, vísvitandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum eða flutningur barna með valdi úr hópnum til annars hóps.
Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira