Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 16:29 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Sue Ogrocki Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. „Hvurslags manneskja getur ákært aðra, í þessu tilfelli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem fékk fleiri atkvæði en nokkur annar forseti í sögunni, og leiðir (með miklum mun) baráttuna um tilnefningu Repúblikanaflokksins, fyrir glæp, þegar allir vita að enginn glæpur var framinn, og einnig er vitað að mögulegur dauði og eyðilegging með slíkri falskri ákæru gæti verið hörmuleg fyrir land okkar?“ skrifaði Trump í svokölluðum sannleik á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Trump svaraði sjálfum sér og sagði að einungis „úrkynjaður geðsjúklingur sem hatar Bandaríkin“ gæti gert það. Þetta skrifaði Trump er klukkan var að ganga tvö í nótt, að staðartíma. In a late night post, Trump suggests that death and destruction could follow if he were arrested pic.twitter.com/dATKA2GZkr— Jonathan Lemire (@JonLemire) March 24, 2023 Fyrr í gær hafði Trump dreift mynd af sér halda á hafnaboltakylfu við hliðina á mynd af Alvin Bragg, áðurnefndum umdæmissaksóknara í Manhattan. Sjá einnig: Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Rannsaka greiðslu til klámleikkonu Bragg hefur á undanförnum mánuðum rannsakað 130 þúsund dala greiðslu Michaels Cohens, þáverandi einkalögmanns Trumps, til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámleikkonu sem gengur einnig undir nafninu Stormy Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var fyrir þögn hennar en Clifford hefur haldið því fram að hún hafi sængað hjá Trump skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Barron Trump árið 2006. Bragg og ákærudómstóll sem hann skipaði eru að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Sagði að hann yrði handtekinn Trump sagði sjálfur í síðustu viku að hann yrði ákærður og handtekinn á þriðjudaginn í þessari viku. Það gerðist ekki en fregnir hafa borist af því að rannsókn Bragg sé langt á veg komin. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að meðlimir ákærudómstólsins muni ekkert funda um rannsóknina fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Trump hefur einnig haldið því fram að Bragg sé handbendi George Soros. Sá er ungverskur auðmaður og mannvinur sem er vinsælt skotmark samsæringa. Forsetinn fyrrverandi hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum en hingað til hafa tiltölulega fáir látið sjá sig á mótmælum vegna rannsóknar Bragg. Trump er einnig til rannsóknar af Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og saksóknurum í Georgíu vegna opinberra og leynilegra gagna sem hann telur sig eiga og tilrauna hans til snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44 Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40 „Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49 Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
„Hvurslags manneskja getur ákært aðra, í þessu tilfelli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem fékk fleiri atkvæði en nokkur annar forseti í sögunni, og leiðir (með miklum mun) baráttuna um tilnefningu Repúblikanaflokksins, fyrir glæp, þegar allir vita að enginn glæpur var framinn, og einnig er vitað að mögulegur dauði og eyðilegging með slíkri falskri ákæru gæti verið hörmuleg fyrir land okkar?“ skrifaði Trump í svokölluðum sannleik á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Trump svaraði sjálfum sér og sagði að einungis „úrkynjaður geðsjúklingur sem hatar Bandaríkin“ gæti gert það. Þetta skrifaði Trump er klukkan var að ganga tvö í nótt, að staðartíma. In a late night post, Trump suggests that death and destruction could follow if he were arrested pic.twitter.com/dATKA2GZkr— Jonathan Lemire (@JonLemire) March 24, 2023 Fyrr í gær hafði Trump dreift mynd af sér halda á hafnaboltakylfu við hliðina á mynd af Alvin Bragg, áðurnefndum umdæmissaksóknara í Manhattan. Sjá einnig: Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Rannsaka greiðslu til klámleikkonu Bragg hefur á undanförnum mánuðum rannsakað 130 þúsund dala greiðslu Michaels Cohens, þáverandi einkalögmanns Trumps, til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámleikkonu sem gengur einnig undir nafninu Stormy Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var fyrir þögn hennar en Clifford hefur haldið því fram að hún hafi sængað hjá Trump skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Barron Trump árið 2006. Bragg og ákærudómstóll sem hann skipaði eru að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Sagði að hann yrði handtekinn Trump sagði sjálfur í síðustu viku að hann yrði ákærður og handtekinn á þriðjudaginn í þessari viku. Það gerðist ekki en fregnir hafa borist af því að rannsókn Bragg sé langt á veg komin. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að meðlimir ákærudómstólsins muni ekkert funda um rannsóknina fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Trump hefur einnig haldið því fram að Bragg sé handbendi George Soros. Sá er ungverskur auðmaður og mannvinur sem er vinsælt skotmark samsæringa. Forsetinn fyrrverandi hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum en hingað til hafa tiltölulega fáir látið sjá sig á mótmælum vegna rannsóknar Bragg. Trump er einnig til rannsóknar af Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og saksóknurum í Georgíu vegna opinberra og leynilegra gagna sem hann telur sig eiga og tilrauna hans til snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, svo eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44 Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40 „Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49 Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. 20. mars 2023 20:44
Trump segir að hann verði handtekinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 18. mars 2023 12:40
„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49
Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 13. mars 2023 13:44