Hinn 34 ára gamli á að baki 113 A-landsleiki en er þó ekki í landsliðshóp Íslands sem beið lægri hlut gegn Bosníu-Hersegóvínu og mætir Liechtenstein á sunnudag í undankeppni EM 2024. Hann hefur verið leikmaður Adana Demirspor frá 2021 en er úti í kuldanum um þessar mundir og vill komast frá liðinu eftir að skelfilegur jarðskjálfti reið yfir fyrir ekki svo löngu.
Líklegasti áfangastaður Birkis hefur alltaf verið Viking í Noregi en hann ólst upp hjá félaginu og spilaði yfir 100 leiki fyrir aðallið félagsins. Norski fjölmiðillinn Nettavisen segir að Viking íhugi nú að selja vængmanninn Kevin Kabran. Þó það sé komið töluvert síðan að Birkir spilaði sem vængmaður er talið að salan á Kabran gæti opnað dyrnar fyrir Birki.
Birkir hefur ekki spilað í Noregi síðan 2011 en síðan þá hefur hann spilað í Belgíu, Katar, Sviss, á Ítalíu, Englandi og nú Tyrklandi.