„Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2023 19:01 Þorsteinn hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu síðan í ársbyrjun 2021. Vísir/Vilhelm „Þetta er áframhaldandi undirbúningur fyrir Þjóðadeildina í haust. Þurfum að halda áfram að vinna í hlutum sem við byrjuðum á í Pintar og halda áfram að skerpa á þeim,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hann tilkynnti hópinn sem verður til taks í vináttuleikjum liðsins í næsta mánuði. „Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
„Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira