Nagelsmann opinn fyrir viðræðum við Tottenham Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 09:30 Óvissa er um framtíð Antonio Conte hjá Tottenham og Lundúnaliðið gæti litið til Julian Nagelsmann sem varð atvinnulaus í vikunni. Vísir/Getty Julian Nagelsmann er opinn fyrir viðræðum við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham en Þjóðverjanum var sagt upp hjá Bayern Munchen í vikunni. Framtíð Antoino Conte þjálfara Tottenham er í lausu lofti eftir slakt gengi að undanförnu. Julian Nagelsmann var nokkuð óvænt sagt upp störfum hjá Bayern Munchen í vikunni og landi hans Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir forráðamenn þýska stórliðsins sem vildu ná í Tuchel áður en önnur lið færu að ræða við hann. Nagelsmann verður þó líklega ekki lengi atvinnulaus. Hann er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham Hotspurs en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, er valtur í sessi. Í viðtali eftir jafntefli Tottenham gegn Southampton um síðstu helgi var engu líkara en að Conte væri að biðja um að vera rekinn en þar fór hann hörðum orðum um liðið og forráðamenn þess. Í frétt Skysports kemur fram að Nagelsmann sé opinn fyrir viðræðum við Tottenham Hotspurs en gæti þó viljað taka sér stutta pásu áður en hann hoppar á næsta starf. Forráðamenn Spurs eru sömuleiðis áhugasamir um að fá Nagelsmann í stjórastöðuna en Nagelsmann vann þýsku úrvalsdeildina með Bayern á síðustu leiktíð og gerði þar áður góða hluti með lið RB Leipzig. Nagelsmann var á radarnum hjá Tottenham þegar liðið sagði upp Mauricio Pochettiono árið 2019 og reyndu sömuleiðis við hann þegar Jose Mourinho var sagt upp árið 2021. Í viðtali árið 2019 viðurkenndi Nagelsmann að hann fylgdist með leikjum Tottenham „því Mauricio Pochettiono væri þar og hann væri góður þjálfari. Hann er frábær þjálfari og liðið hans var skemmtilegt áhorfs.“ Þá sagði Nagelsmann sömuleiðis hafa fylgst með blaðamannafundum Jose Mourinho hjá félaginu á sínum tíma. Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Tottenham á síðustu vikum og getgátur um brotthvarf Conte fóru enn frekar á flug eftir eldræðu hans um síðustu helgi. Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, Sergio Conceicao hjá Porto og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við Tottenham en samningur Conte við félagið rennur út í sumar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Julian Nagelsmann var nokkuð óvænt sagt upp störfum hjá Bayern Munchen í vikunni og landi hans Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir forráðamenn þýska stórliðsins sem vildu ná í Tuchel áður en önnur lið færu að ræða við hann. Nagelsmann verður þó líklega ekki lengi atvinnulaus. Hann er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham Hotspurs en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, er valtur í sessi. Í viðtali eftir jafntefli Tottenham gegn Southampton um síðstu helgi var engu líkara en að Conte væri að biðja um að vera rekinn en þar fór hann hörðum orðum um liðið og forráðamenn þess. Í frétt Skysports kemur fram að Nagelsmann sé opinn fyrir viðræðum við Tottenham Hotspurs en gæti þó viljað taka sér stutta pásu áður en hann hoppar á næsta starf. Forráðamenn Spurs eru sömuleiðis áhugasamir um að fá Nagelsmann í stjórastöðuna en Nagelsmann vann þýsku úrvalsdeildina með Bayern á síðustu leiktíð og gerði þar áður góða hluti með lið RB Leipzig. Nagelsmann var á radarnum hjá Tottenham þegar liðið sagði upp Mauricio Pochettiono árið 2019 og reyndu sömuleiðis við hann þegar Jose Mourinho var sagt upp árið 2021. Í viðtali árið 2019 viðurkenndi Nagelsmann að hann fylgdist með leikjum Tottenham „því Mauricio Pochettiono væri þar og hann væri góður þjálfari. Hann er frábær þjálfari og liðið hans var skemmtilegt áhorfs.“ Þá sagði Nagelsmann sömuleiðis hafa fylgst með blaðamannafundum Jose Mourinho hjá félaginu á sínum tíma. Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Tottenham á síðustu vikum og getgátur um brotthvarf Conte fóru enn frekar á flug eftir eldræðu hans um síðustu helgi. Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, Sergio Conceicao hjá Porto og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við Tottenham en samningur Conte við félagið rennur út í sumar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira