Eyjakonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 17:42 Eyjakonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum vel og innilega með stuðningsfólki sínu. ÍBV Handbolti ÍBV er deildarmeistari í Olís-deild kvenna í handbolta eftir öruggan 14 marka sigur gegn Selfyssingum í Suðurlandsslag í dag, 41-27. Þetta er annar titill Eyjakvenna á stuttum tíma, en liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Val á dögunum. ÍBV hefur verið lang heitasta lið deildarinnar undanfarna mánuði og er vel að titlinum komið, en liðið hefur nú unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt up fjögurra marka forskoti. Þær hleyptu Selfyssingum í raun aldrei inn í leikinn eftir það þrátt fyrir að gestirnir hafi hangið í ÍBV framan af fyrri hálfleik. Eyjakonur leiddu þó með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-15. Selfyssingar voru svo aldrei nálægt því að ógna forskoti heimakvenna í síðari hálfleik og þegar rúmar tuttugu mínútur voru enn eftir til leiksloka náðu Eyjakonur tíu marka forskoti. Sá munur átti bara eftir að aukast og niðurstaðan varð öruggur 14 marka sigur ÍBV, 41-27. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk gegn uppeldisfélagi sínu, en Katla María Magnúsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með 14 mörk fyrir Selfyssinga. Á sama tíma vann Valur góðan sjö marka sigur gegn HK, 21-28, en Valskonur þurftu að treysta á að Selfyssingar næðu að stela stigi af ÍBV til að halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. Sigurður: Þetta er risatitill Sigurður Bragason var erðlilega kátur í leikslok.Vísir/Diego „Ég er rosa stoltur,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og nýkrýndur deildarmeistari. „Ég er stoltur af teyminu, stoltur af stelpunum, stoltur af fólkinu. Maður er meyr. Þetta er stór bikar. Það segja þjálfarar sem verða deildarmeistarar á meðan hinir segja að þetta skipti engu máli. Þetta er risa titill. Við erum ekki búnar að tapa síðan í október sem er rosalegt afrek. Ég er yfir mig glaður og verð glaður á eftir.” „Það er hægt að fara í svona verkefni með daufa stemningu en þær voru allar ákveðnar að njóta dagsins. Að brosa var grunnreglan, eins í bridds landsliðinu í gamla daga. Hún smitar svo rosalega. Ég ætla að leyfa þeim að taka aðeins á því í kvöld en svo er ein dolla eftir og það er sú stóra. Við erum ekkert hættar.” „Þetta er ákveðinn núllpunktur. Nú byrja allir jafnt og allir klárir en við verðum þarna í baráttunni, pottþétt,” sagði sigurreifur Sigurður. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Vestmannaeyjar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira
Þetta er annar titill Eyjakvenna á stuttum tíma, en liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Val á dögunum. ÍBV hefur verið lang heitasta lið deildarinnar undanfarna mánuði og er vel að titlinum komið, en liðið hefur nú unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt up fjögurra marka forskoti. Þær hleyptu Selfyssingum í raun aldrei inn í leikinn eftir það þrátt fyrir að gestirnir hafi hangið í ÍBV framan af fyrri hálfleik. Eyjakonur leiddu þó með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-15. Selfyssingar voru svo aldrei nálægt því að ógna forskoti heimakvenna í síðari hálfleik og þegar rúmar tuttugu mínútur voru enn eftir til leiksloka náðu Eyjakonur tíu marka forskoti. Sá munur átti bara eftir að aukast og niðurstaðan varð öruggur 14 marka sigur ÍBV, 41-27. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk gegn uppeldisfélagi sínu, en Katla María Magnúsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með 14 mörk fyrir Selfyssinga. Á sama tíma vann Valur góðan sjö marka sigur gegn HK, 21-28, en Valskonur þurftu að treysta á að Selfyssingar næðu að stela stigi af ÍBV til að halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. Sigurður: Þetta er risatitill Sigurður Bragason var erðlilega kátur í leikslok.Vísir/Diego „Ég er rosa stoltur,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og nýkrýndur deildarmeistari. „Ég er stoltur af teyminu, stoltur af stelpunum, stoltur af fólkinu. Maður er meyr. Þetta er stór bikar. Það segja þjálfarar sem verða deildarmeistarar á meðan hinir segja að þetta skipti engu máli. Þetta er risa titill. Við erum ekki búnar að tapa síðan í október sem er rosalegt afrek. Ég er yfir mig glaður og verð glaður á eftir.” „Það er hægt að fara í svona verkefni með daufa stemningu en þær voru allar ákveðnar að njóta dagsins. Að brosa var grunnreglan, eins í bridds landsliðinu í gamla daga. Hún smitar svo rosalega. Ég ætla að leyfa þeim að taka aðeins á því í kvöld en svo er ein dolla eftir og það er sú stóra. Við erum ekkert hættar.” „Þetta er ákveðinn núllpunktur. Nú byrja allir jafnt og allir klárir en við verðum þarna í baráttunni, pottþétt,” sagði sigurreifur Sigurður.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Vestmannaeyjar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira